17. febrúar 2020

Grasrótarfundir í Eyjafirði

Næstkomandi þriðjudag (18. feb.) og miðvikudag (19. feb.) mun Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, hitta bændur í Eyjafirði í léttu spjalli.

Tilgangurinn er að ræða stöðu landbúnaðarins í bráð og lengd. Hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkar á næstu misserum? Hvað vilja bændur leggja áherslu á í aðdraganda Búnaðarþings? Uppstokkun félagskerfisins, kjaramál, umhverfismál og áherslur í hagsmunabaráttunni mun örugglega bera á góma. Af nógu er að taka.

Allir bændur hvattir til að mæta og ræða það sem liggur þeim á hjarta í bændapólitíkinni - eða bara hlusta á hina!

Þriðjudagur, 18. febrúar
kl. 11.00 á fjósloftinu á Hríshóli
kl. 14.30 í Leikhúsinu á Möðruvöllum
kl. 20.00 í stofunni á Steindyrum í Svarfaðardal

Miðvikudagur, 19. febrúar
kl. 11.00 í ráðhúsi Svalbarðsstrandarhrepps

/Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Eyjafjarðar