20. september 2016

Gildi menningarlandslags - UPPTÖKUR

Samtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. sl. þar sem gildi menningarlandslags var í brennidepli. Fjallað var um samspil atvinnuvega við þróun sveitamenningar og sjálfbærrar ferðaþjónustu. Meðal fyrirlesara var Katrina Rönningen prófessor við Háskólann í Þrándheimi en hún lýsti sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags.

Upptökur af erindunum eru hér í heild sinni.

Ávarp ráðherra - Ragnheiður Elín Árnadóttir - upptaka

Sýn Norðmanna á þýðingu menningarlandslags
Katrina Rönningen, rannsóknarprófessor við Háskólann í Þrándheimi - upptaka 

Landbúnaður, ferðamennska og menningarlandslag
Hjalti Jóhannesson, aðstoðarforstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri - upptaka

Ferðaþjónustubóndinn og sveitamenningin
Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Félags ferðaþjónustubænda - upptaka

Meira fé fyrir sauðfjárafurðir
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - upptaka (sjá 1:44)