11. júní 2015

Fundur fólksins

Þriggja daga lífleg hátíð með yfirskriftinni Fundur fólksins stóð yfir í Norræna húsinu frá fimmtudeginum 11. júní til laugardagsins 13. júní. Fólk kom saman úr ólíkum áttum til að ræða samfélagsmál og kynntu fulltrúar frá Bændasamtökunum og búgreinafélögum starfsemi sína fyrir gestum og gangandi.

Mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu

Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Aðstandendur hátíðarinnar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Reykjavíkurborg og samstarfsráðherra Norðurlanda.

Þátttakendur í hátíðinni eru:

Almannaheill, Alþjóða­málastofnun Háskóla Íslands, Alþýðufylkingin ASÍ, Bandalag íslenskra listamanna, Björt framtíð, Bændasamtökin, Evrópu­stofa, Fjölmiðlanefnd, Framsóknar­flokkurinn, Heimili og skóli, Landvernd, MND-félagið, Neytendasamtökin, Norður­slóðasetur, Norræna félagið, Píratar, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra myndlistarmanna, Samfylkingin, Samstarfsráðherra Norðurlanda, Samtök atvinnu­félagsins, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin móðurmál,  Sjálfstæðisflokkurinn, Skátarnir, Siðmennt, Slow food – Ísland, Starfsgreinasambandið,  Stjórnarskrárfélagið, UNICEF og Vinstri græn.