26. nóvember 2018

Formaður BÍ gestur á aðalfundi SLC í Finnlandi

Mynd / Mats Nylund Mynd / Mats Nylund

Sindra Sigurgeirssyni, formanni BÍ, var boðið að vera viðstaddur aðalfund SLC sem eru samtök sænskumælandi bænda í Finnlandi. Fundurinn er haldinn í Espoo í dag og á þriðjudag en þar er meðal annars rætt um starfsskilyrði landbúnaðar og sanngjarna samkeppni, um umhverfismál og hvernig bændur leggja sitt af mörkum í þeim málaflokki. Að sögn Sindra eru umræður um ofurbakteríur og sýklalyfjaónæmi fyrirferðarmiklar.

Á meðfylgjandi mynd eru Pekka Pesonen framkvæmdastjóri Evrópskra bænda (COPA), og Holger Falck, fyrrum formaður SLC, ásamt Sindra í ráðstefnusalnum í Espoo.