29. ágúst 2014

Fjárréttir haustið 2014

Listi yfir fjárréttir haustsins er nú birtur á vef Bændablaðsins, www.bbl.is, en um árabil hafa upplýsingarnar verið birtar í blaðinu og hér á vefnum.

Réttarlistinn í ár er birtur með nokkuð breyttu sniði. Í fyrsta sinn eru réttir um landið birtar á korti sem unnið var af Ólafi Valssyni. Upplýsingar um 171 fjárrétt er að finna á kortinu. Flestar eru þær á Mið-Norðurlandi, í Skagafirði og Eyjafirði, alls 33 talsins. Fyrsta rétt haustsins verður Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en réttað verður þar laugardaginn 30. ágúst.

Listi yfir helstu stóðréttir á landinu mun birtast í næsta Bændablaði og á vefnum í kjölfarið.

Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.

Sjá réttarlistann á bbl.is