28. júní 2017

Félagsmenn í BÍ fá afslátt af jord.is

Þessa dagana eru reikningar vegna veflæga skýrsluhaldskerfisins jord.is á eindaga. Hundruð bænda nýta sér forritið til þess að skrá upplýsingar um túnrækt, uppskeru, ástand og áburðargjöf. Einnig heldur kerfið utan um niðurstöður efnagreininga á heyi og jarðvegi. 
 
Eftir að félagsgjöld voru tekin upp hjá Bændasamtökunum var komið á afslætti á tölvuforritum BÍ fyrir félagsmenn. Árgjald fyrir þá sem standa fyrir utan samtökin er kr. 19.870 en félagsmenn með t.d. 13–45 hektara ræktun greiða einungis kr. 8.614 í árgjald. Þeir einir njóta afsláttarins sem greitt hafa félagsgjöld BÍ. 

Bændur, sem greiða félagsgjöld til BÍ á næstu dögum, geta fengið niðurfellingu á eldri reikningi jord.is og nýja kröfu með lægri upphæð sem nemur afslættinum. Bændum er bent á að hafa samband við skrifstofu Bændasamtakanna í síma 563-0300 eða senda tölvupóst á bondi@bondi.is sem fyrst.