12. janúar 2019
Endurskoðun sauðfjársamnings - kynning

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett í loftið myndbandskynningu þar sem farið er yfir helstu atriði nýs samkomulags um breytingar á sauðfjársamningi.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, lýsir samkomulaginu í orðum og með glærum.
Í aðdraganda atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna LS og BÍ, sem haldin verður á næstu vikum, verður nánar fjallað um þýðingu samkomulagsins fyrir bændur og sauðfjárrækt í landinu.
Samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar