30. maí 2019

Embluverðlaunin 2019

Verðlaunagripirnir eru öxi með norrænum fánalitum á íslenskum viðarplatta. Hönnun: #Döðlur Verðlaunagripirnir eru öxi með norrænum fánalitum á íslenskum viðarplatta. Hönnun: #Döðlur

Embluverðlaunin, norrænu matarverðlaunin, verða veitt laugardaginn 1. júní í Hörpu í Reykjavík. Þau eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka á Norðurlöndunum en markmið þeirra er að upphefja norræna matarmenningu og vekja athygli á fólkinu sem býr til matinn okkar.

Íslendingar tefla fram sjö fulltrúum til Embluverðlaunanna í ár en alls eru 48 tilnefndir frá öllum Norðurlöndunum. Um 130 erlendir gestir eru væntanlegir til Reykjavíkur í tengslum við Embluverðlaunin en þeir munu meðal annars kynna sér íslenskan landbúnað og deila þekkingu og reynslu sín á milli.

Embluverðlaunin eru haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu kokkahreyfinguna, NKF, en sú síðarnefnda heldur ársþing sitt í Reykjavík á sama tíma. Margskonar dagskrá er í kringum báða viðburðina og er fólk hvatt til að gera sér ferð í Hörpuna um helgina.

Dagskrá

Skráning á Embluverðlaunaathöfn í Norðurljósum

Skráning í hátíðarkvöldverð, laugardagskvöld