05. janúar 2015

dkBúbót - ný lög um virðisaukaskatt

Hinn 16. desember 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og tekur breytingin gildi 1. janúar 2015.

Helsta breytingin felst í lækkun á efra virðisaukaskattþrepi og hækkun á neðra virðisaukaskattþrepi.

Efra virðisaukaskattsþrepið lækkar úr 25,5% í 24%. Afreikningshlutfall er 19,35%.

Neðra virðisaukaskattsþrepið hækkar úr 7% í 11%. Afreikningshlutfall er 9,91%.

Þá lækkar endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði, úr 100% niður í 60%.

Þessi breyting gerir það að verkum að uppfæra þarf bókhaldskerfin í landinu. Er varðar dkBúbót þá er verið að leggja lokahönd á útgáfu sem endurspeglar ofangreinda lagabreytingu.

Nánar verður greint frá í tölvupósti til notenda og svo hér á vefnum, frá framgangi uppfærslunnar en sá stutti fyrirvari sem fólst í hvenær lögin voru samþykkt og síðan birt ásamt fáum vinnudögum það sem var eftir ársins, gera það að verkum að uppfærslan er eins seint á ferðinni og raun ber vitni.

/Hjálmar