05. mars 2020

Covid-19-veiran og matvæli

Matvælastofnun hefur birt upplýsingar á vefnum sínum sem varða COVID-19 veiruna og matvæli. Þar er m.a. listi yfir helstu spurningar og svör við þeim. Stofnunin bendir jafnframt á almennar upplýsingar um veiruna á vef Embættis landlæknis.

Við hvetjum bændur, matvælaframleiðendur og aðra sem höndla með matvæli að kynna sér málið.