19. júní 2014

Breyting á stjórn BÍ

Breyting varð á stjórn Bændasamtakanna á stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni 18. júní. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn.

Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður Guðbjargar í stjórn Bændasamtakanna og tekur hún því sæti hennar. Meirihluti stjórnar er eftir sem áður skipaður konum en aðrir stjórnarmenn eru Sindri Sigurgeirsson formaður, Einar Ófeigur Björnsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Bjarnason.

Bændasamtökin þakka Guðbjörgu Jónsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu íslenskra bænda.