05. maí 2014

BÍ sendir rafræna reikninga

Bændasamtökin munu framvegis einungis senda út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira.

Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu þurfa að hafa samband við Bændasamtökin með tölvupósti á netfangið jl@bondi.is.