22. nóvember 2016

Bændasamtökin opna nýjan bondi.is

Bændasamtökin hafa tekið í notkun nýjan vef þar sem helstu upplýsingar um starfsemi BÍ koma fram. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan gamli vefurinn var opnaður árið 2008 og skipulag samtakanna gjörbreytt. Markmiðið með nýja vefnum var meðal annars að einfalda framsetningu á upplýsingum og gera notkun vefsins þjálli. Nýr bondi.is er hannaður með það í huga að auðvelt sé að nota hann í snjalltækjum, s.s. í símum og spjaldtölvum. 

Eldri vefurinn verður aðgengilegur um sinn fyrir þá sem þurfa að nálgast eldra efni. Töluvert hefur verið yfirfært á nýja vefinn, s.s. fréttasafn og upplýsingar frá búnaðarþingum fyrri ára.

Það var veffyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sem vann að uppsetningu vefsins en hönnunarstofan Döðlur sá um útlit. Starfsmenn útgáfu- og kynningarsviðs munu sjá um uppfærslur bondi.is.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar á netfangið tb@bondi.is.