06. ágúst 2019

Bændasamtökin á HM í Berlín

Kristín Halldórsdóttir, skrásetjari WF í Þýskalandi, Þorberg Þ. Þorbergsson, sviðsstjóri tölvudeildar BÍ, og Hrefna Hreinsdóttir þjónustufulltrúi BÍ á íslenska básnum. Kristín Halldórsdóttir, skrásetjari WF í Þýskalandi, Þorberg Þ. Þorbergsson, sviðsstjóri tölvudeildar BÍ, og Hrefna Hreinsdóttir þjónustufulltrúi BÍ á íslenska básnum.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er hafið í Berlín. Fulltrúar Bændasamtakanna eru á mótssvæðinu að kynna WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins.

„Frá því við mættum á svæðið þá hefur straumur fólks aukist með hverjum degi en búist er við enn meiri aukningu á næstu dögum. Mótsgestir hafa verið duglegir að heimsækja básinn okkar til að kynna sér WorldFenginn. Sú kynning verður í boði áfram þar til móti lýkur. Veðrið hefur verið fínt hingað til, þurrt og léttskýjað og hitinn á bilinu 25-27 gráður,“ segir Hrefna Hreinsdóttir sem stödd er í Berlín.

WorldFengs teymið samanstendur af Þorberg Þ. Þorbergssyni, sviðsstjóra tölvudeildar BÍ, Hrefnu Hreinsdóttur þjónustufulltrúa, Kristínu Halldórsdóttur, skrásetjara WF í Þýskalandi og Kim Middel sem skrásetur fyrir pólska eigendur Íslandshesta.

WorldFengs hornið er að finna í tjaldi númer 15D en þar eru að auki samstarfsaðilarnir Horses of Iceland frá Íslandsstofu, FEIF og Landssamband hestamannafélaga.