05. mars 2014

Búnaðarþingi lokið - ályktanir á vefnum

Búnaðarþingi 2014 lauk um kvöldmatarleytið á þriðjudag en þinghald hófst sunnudaginn 2. mars á Hótel Sögu. Alls voru 39 þingmál sem lágu fyrir búnaðarþingi þetta árið. Upplýsingar um afdrif mála er að finna hér á vefnum bondi.is. Ályktað var um 20 mál, níu málum var vísað til stjórnar, tvö dregin til baka og átta voru ekki afgreidd úr nefnd. Á vefnum eru einnig ræður og fundargerðir aðgengilegar ásamt fleiri gögnum sem tengjast Búnaðarþingi 2014.

Upplýsingar af búnaðarþingi