13. nóvember 2015

Bændur boða til funda um búvörusamninga

Þessa dagana sitja fulltrúar bænda og stjórnvalda á fundum vegna nýrra búvörusamninga. Formlega hófust viðræður 1. september sl. en síðan þá hafa samningamenn fundað stíft. Viðræður þokast í rétta átt en mörg útfærsluatriði eru enn í vinnslu. Bændasamtökin hafa af því tilefni boðað til formannafundar í Bændahöllinni í Reykjavík mánudaginn 23. nóvember. Þar koma saman formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga samtakanna.

Í kjölfarið á formannafundinum verða haldnir fjórir bændafundir til þess að ræða gerð búvörusamninga með almennum félagsmönnum. Þar verða forystumenn bænda með framsögu og umræður í kjölfarið. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

Staður

Dags.

 

Fundarstaður

Fundartími

Hella

24.nóv

þriðjudagur

Árhús

20:30

Eyjafjörður

25.nóv

miðvikudagur

Hlíðarbær

11:00

Borgarnes

25.nóv

miðvikudagur

Hótel Borgarnes

20:30

Egilsstaðir

26.nóv

fimmtudagur

Valaskjálf

11:00


Almennir bændafundir verða haldnir í héruðum um allt land þegar samningar verða fullgerðir en þær dagsetningar liggja ekki fyrir. Í kjölfar þeirra verður boðað til atkvæðagreiðslu meðal bænda.

Landssamband kúabænda hyggst halda fulltrúafund með sínu félagskjörna fólki þriðjudaginn 24. nóv. kl. 11.00 í Bændahöllinni.

Landssamtök sauðfjárbænda hafa boðað til aukaaðalfundar vegna umræðna um nýja búvörusamninga. Sá fundur verður haldinn í Bændahöllinni föstudaginn 27. nóvember nk. og hefst kl. 11:00.