16. apríl 2015

Auglýsingasala og vefumsjón

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf hjá Bændablaðinu.

Starfssvið:
• Umsjón og ábyrgð á sölu auglýsinga
• Tilboðsgerð og samskipti við auglýsendur
• Vinnsla, skráning og móttaka auglýsinga
• Verkefni á sviði markaðsmála Bændablaðsins
• Vinna við vefsíðu bbl.is og Facebooksíðu

Gerð er krafa um reynslu af markaðs- og sölumálum. Þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnsluforritið Photoshop er kostur.

Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda starfsumsóknir ásamt fylgigögnum með því að smella hér. Umsóknarfrestur er til 27. apríl.

Nánari upplýsingar gefur Tjörvi Bjarnason í síma 563-0332 eða í netfangið tjorvi@bondi.is