13. febrúar 2019

Atkvæðagreiðsla um endurskoðun sauðfjársamnings

Bændasamtök Íslands boða til atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016, sem undirritað var 11. janúar 2019.

Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í sauðfjárræktarskýrsluhaldi. Þá hafa félagsmenn í Landssamtökum sauðfjárbænda kosningarétt.

Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna - www.bondi.is. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá kl. 12:00 á hádegi þann 25. febrúar 2019 til kl.12:00 á hádegi þann 4. mars 2019.

Hægt er að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang með því að smella hér.

Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is.

Ítarefni:

- Samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 19. febrúar 2016

- Kynningarmyndband um endurskoðaðan sauðfjársamning

- Spurningar og svör um kosninguna

- Reglur um kosninguna

- Leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu - pdf