14. mars 2016

Atkvæðagreiðsla um búvörusamninga framlengd

Komið hefur í ljós að pappírskjörseðlar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga voru ekki prentaðir og póstlagðir í samræmi við pöntun til prentsmiðju. Kjörgögn til þeirra kjósenda sem fengu þau ekki send af framangreindum ástæðum, verða póstlögð eins fljótt og auðið er. Vegna þessa verður frestur til að póstleggja atkvæði framlengdur til þriðjudagsins 22. mars nk. og verða atkvæði talin þriðjudaginn 29. mars. Rafræn kosning verður sömuleiðis opin til 22. mars.

14. mars 2016
Kjörstjórn atkvæðagreiðslu um búvörusamninga.