16. október 2018

80-100 þúsund manns á landbúnaðarsýningu

Guðbjörg Jónsdóttir og Helga Sigurðardóttir voru kátar á sýningunni Guðbjörg Jónsdóttir og Helga Sigurðardóttir voru kátar á sýningunni "Íslenskur landbúnaður 2018".

Landbúnaðarsýningin í Laugardalshöll var vel heppnuð og aðsókn fór langt umfram væntingar. Bás Bændasamtakanna var fjölsóttur og þar fengu gestir m.a. að bragða á flestöllum kjöttegundum og ýmsu grænmeti. Hótel Saga tók þátt með því að setja upp „Mímisbar“ í Laugardalshöllinni og Landbúnaðarklasinn sýndi afurðir sem honum tengjast. Þá tróðu listamenn upp á sviði á básnum sem kryddaði sýningarhaldið. Nokkur aðildarfélög BÍ tóku þátt með því að vera á bás BÍ og samvinna var við RML sem var á næsta bás.

Aðsóknartölur voru háar en að mati sýningarhaldara er talið að um 80-100 þúsund manns hafi gert sérð ferð í Laugardalinn á landbúnaðarsýninguna. Ótrúlegur fjöldi sem sýnir þann áhuga sem almenningur hefur á öllu því sem viðkemur landbúnaði. Það var líka ánægjulegt að sjá þann fjölda bænda og fjölskyldna þeirra, alls staðar að af landinu, sem gerði sér ferð í höfuðborgina.