09. desember 2013

Ályktað um framtíð LbhÍ

Formenn búnaðarfélaga á Vesturlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem þeir skora á yfirvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta sem beint hefur verið til yfirvalda í tengslum við LbhÍ en meðal annars hafa starfsmenn skólans og Hollvinafélag LbhÍ sent frá sér skilaboð vegna framtíðar Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Ályktun formannafundar Búnaðarsamtaka Vesturlands hljómar svo:

"Formannafundur Búnaðarsamtaka Vesturlands haldinn á Hvanneyri 28.11.2013 skorar á skólayfirvöld Landbúnaðarháskóla Íslands og aðra hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Aukin menntun og rannsóknir í landbúnaði er mikilvæg forsenda þess að íslenskur landbúnaður geti þróast, vaxið og dafnað til framtíðar."

Sjá einnig:
Hollvinafélag LbhÍ ályktar um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands

Ályktun fundar starfsmanna LbhÍ um málefni skólans