Hagsmunasamtök bænda og fyrirtækja í afurðavinnslu og -sölu hafa sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, athugasemdir og áréttingar um efnistök og niðurstöður skýrslu um þróun tollverndar.
Leit
Fréttir og tilkynningar
06.janúar 2021
Starfandi framkvæmdastjóri í janúar

Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna verður starfandi framkvæmdastjóri samtakanna í janúar.
21.desember 2020
Ódýrari innflutningur skilar sér ekki í lægra verði til neytenda

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda ritaði áhugaverða grein á dögunum sem birtist á heimasíðu sambandsins naut.is þar sem hún fer yfir þá stöðu að verð á innfluttu nautakjöti hefur hækkað meira í verði til neytenda samkvæmt skýrslu ASÍ en innlent, þrátt fyrir lægri kostnað innflutningsaðila. Lesa má greinina í heild sinni hér
17.desember 2020
Hættir sem framkvæmdastjóri BÍ

Sigurður Eyþórsson hættir sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu áramót og tekur við starfi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
26.nóvember 2020
Lýsa yfir áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök Íslands lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim hækkunum á gjaldskrá sem Landsnet hefur boðað frá og með 1. janúar næstkomandi.
12.nóvember 2020
Förum eftir alþjóðasamningum

Á þessu ári hafa Bændasamtök Íslands átt í miklum samskiptum við íslensk stjórnvöld vegna tollflokkunar á ýmsum landbúnaðarvörum. Út á við hefur umfjöllunin einkum verið um vöru sem í frétt á RÚV þann 11.11 er kölluð „jurtablandaður pítsaostur“.
09.nóvember 2020
Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá klukkan 10.00 – 16.00 og má nálgast á vef Bændablaðsins.
05.nóvember 2020
Samningur um afleysingaþjónustu fyrir bændur framlengdur til áramóta

Samningur Bændasamtakanna við Félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun vegna afleysingaþjónustu til bænda sem veikjast af COVID-19 hefur verið framlengdur til áramóta.
28.október 2020
Hótel Sögu lokað

Hótel Saga er tvímælalaust eitt glæsilegasta hótel landsins og hefur COVID-19 faraldurinn haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim. Hótel Saga er þar ekki undanskilin. Stjórnendur hótelsins eru nauðbeygðir til að loka hótelinu frá og með 1. nóvember næstkomandi. Önnur starfsemi í húsinu verður óbreytt.
22.október 2020
Breytt fyrirkomulag varðandi orlofsíbúð Bændasamtakanna

Eftir litla notkun á orlofsíbúð Bændasamtakanna við Þorrasali í Kópavogi, vegna COVID-ástandsins og mikilla afbókana síðan í vor, hefur fyrirkomulagi á leigu verið breytt þannig að nú er hægt að leigja út íbúðina einn sólarhring í einu ásamt helgar- og vikuleigu eins og áður var.