Fréttir og tilkynningar

21.október 2020

Hótel Saga áfram í greiðsluskjóli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að framlengja greiðsluskjól Hótel Sögu ehf. og Bændahallarinnar ehf. til 7. apríl 2021 til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Fyrra greiðsluskjól rann út 7. október.

20.október 2020

Tollasvindl

Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við...

14.október 2020

Ríkisstjórnin samþykkir að bæta kal- og girðingatjón

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til í ríkisstjórn að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagn á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur.  Ríkisstjórnin hefur samþykkt að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020. Samanlagt tjón metið á 960 milljónir króna Kal- og girðingatjón er metið á 960 millj...

07.október 2020

Bændasamtökin fordæma ummæli ráðherra

Bændasamtök Íslands mótmæla harðlega þeim málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar ráðherra landbúnaðarmála sem fram kom á Alþingi...

05.október 2020

Leiðbeiningar RML og BÍ til bænda vegna COVID-19

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis.

10.september 2020

Íslenskt - láttu það ganga

Bændasamtök Íslands eru þátttakandi í átakinu Íslenskt - Láttu það ganga, um aukna verðmætasköpun og að verja störf, sem hófst formlega í dag. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki.

08.september 2020

Rýmri reglur um göngur og réttir vegna COVID-19

Breytingar á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta hafa verið gerðar sem hafa það í för með sér að leiðbeiningar um göngur og réttir vegna COVID-19 taka breytingum sömuleiðis. Þær felast fyrst og fremst í því að nú eru nándarmörk komin niður í einn metra og fjöldatakmörkun miðast við 200 manns.

02.september 2020

Matvælasjóður tekur til starfa

Matvælasjóður var formlega kynntur í morgun í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

31.ágúst 2020

Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19 hafa verið uppfærðar

Búið er að uppfæra leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19. Helstu breytingar eru þær að nú er komin heimild til að veita almenna undandþága vegna nándarmarka í fjallaskálum þannig að heimilt verður að viðhafa 1 metra á milli einstaklinga í fjallaskálum, þegar því verður ekki viðkomið að halda 2 metra fjarlægð.

28.ágúst 2020

Skráningarfrestur kals- og girðingartjóna er til 1. október

Lokadagur fyrir skráningar umsókna á kal- og girðingartjónum vegna síðastliðins vetrar er 1. október næstkomandi, það er að lokað verður fyrir skráningar á miðnætti þann dag. Stefnan er að afgreiða og greiða út allar umsóknir sem skráðar verða innan þessa frests fyrir áramót.