Fréttir og tilkynningar

27.júlí 2018

Endurskoðun sauðfjársamnings flýtt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum.

18.júlí 2018

Velferðarsjóður BÍ tekur til starfa

Á ársfundi BÍ í mars 2017 var samþykkt að stofna Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands sem hafi það hlutverk að styðja fjárhagslega við félagsmenn samtakanna er þeir verða fyrir áföllum í búskap sínum.

03.júlí 2018

Vilt þú setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla?

Í vetur auglýsti verkefnið Hleðsla í hlaði eftir bændum sem hafa áhuga á því að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla. Á þriðja tug bænda og rekstraraðila í ferðaþjónustu hafa sýnt áhuga en verkefnastjórn vill þétta netið enn frekar og óskar eftir þátttöku fleiri bænda. Fyrstu stöðvarnar eru komnar upp og bráðlega bætast við fleiri. Ávinningur: • Sala á rafmagni er ný tekjulind • Viðbót við...

03.júlí 2018

Ábyrg matvælaframleiðsla - UPPTÖKUR

Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu 31. maí í Hörpu þar sem fjallað var um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið SÞ.

02.júlí 2018

Sameiginleg yfirlýsing frá stjórnum BÍ og RML

Á síðustu mánuðum hafa birst ítrekað greinar eftir Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi starfsmann RML og þar áður BÍ, þar sem vegið er að starfsfólki, félagskjörnum fulltrúum bænda og almennri starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML).

14.júní 2018

Skipað í starfshóp um úthlutun tollkvóta

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri BÍ, er fulltrúi Bændasamtakanna í starfshópi landbúnaðarráðherra um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta.

28.maí 2018

Sviðsmyndavinna um framtíð landbúnaðar

Foss á Síðu.

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í samstarfi við KPMG heldur vinnufundi vegna sviðsmyndavinnu um framtíð landbúnaðar á Íslandi.

30.apríl 2018

Vilt þú standa með bændum?

Aðild að Bændasamtökunum býðst fleirum en starfandi bændum.

16.apríl 2018

Heilsufar bænda í brennidepli

Nauðsynlegt er að bændur og aðrir sem starfa við landbúnað hugi að heilsunni. Starf bóndans er erfitt og slítandi og vinnudagarnir oft langir.

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga í samstarfi við kvenfélög í Suður-Þingeyjarsýslu, Bændasamtökin ...

28.mars 2018

Beint frá býli og VOR aðilar að BÍ

Á nýliðnu Búnaðarþingi voru tvær nýjar aðildarumsóknir að Bændasamtökunum samþykktar. Ný aðildarfélög eru Beint frá býli og Verndun og ræktun (VOR), félag framleiðenda í lífrænum búskap.