Verðlagsgrundvöllur kúabús

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 ákveður verðlagsnefnd búvöru lágmarksverð til bænda fyrir 1. flokks mjólk og leyfileg afföll af verði mjólkur sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk. Nánari fyrirmæli um tilhögun verðlagningar er að finna í 8. grein laganna. Þar segir m.a.: „Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni.“ 

Síðan 1. janúar 2001 hefur verðlagsnefnd unnið útreikninga sína miðað við bú sem framleiðir 188.000 lítra mjólkur á ári með 40 kúm, ásamt geldneytum. Áætlað er að búið framleiði 3.947 kg nautgripakjöts á sama tíma. Verðlagsnefnd ákveður ekki verð á nautgripakjöti, líkt og mjólk. Tekjur verðlagsgrundvallarbúsins af nautgripakjöti voru síðast hækkaðar í verðlagsgrundvellinum þann 1. júní 2002. Verðlagsnefnd hætti hins vegar verðlagningu á nautgripakjöti þann 1. september 1998. 

Verðlagsnefnd aflar gagna um þróun aðfangaverðs frá Hagstofu Íslands og fleiri aðilum. Ákvörðun um afurðaverðið er síðan tekin eftir á, þegar áhrif verðbreytinga á aðföngum á framleiðslukostnaðinn hafa verið metin.

Samantekt - kostnaður og tekjur

Þessi mynd sýnir þróun heildarkostnaðar við framleiðslu 188.000 lítra mjólkur ásamt nautgripakjöti með 40 kúm ásamt geldneytum. Hún sýnir einnig þróun tekna sem eru samsettar af afurðaverði fyrir mjólk eins og Verðlagsnefnd ákveður það, beingreiðslum og tekjum af sláturafurðum. Verð á nautgripakjöti og sláturafurðum hefur ekki hækkað síðan árið 2002. Einnig eru gripagreiðslur sem teknar voru upp 1. september 2006, ekki tilgreindar sem hluti af tekjum búsins.

Þessi mynd ber kostnað verðlagsgrundvallarbúsins saman við þróun vísitölu neysluverðs. Breytingar á vísitölu neysluverðs eru gefnar út mánaðarlega en verðlagsgrundvöllurinn er birtur á þriggja mánaða fresti. Þróun tekna verðlagsgrundvallarbúsins er einnig sýnd sem vísitala á þessari mynd.

Þessi tafla sýnir nýjustu gildi fyrir heildartekjur og heildarkostnað við rekstur verðlagsgrundvallarbúsins eins og verðlagsnefnd metur hann.

Tekjur

Þessi mynd sýnir skiptingu tekna eins og þær eru skráðar í verðlagsgrundvelli kúabús. Verðlagsnefnd ákvarðar verð á mjólk frá afurðastöðvum til bænda. Beingreiðslur eru greiddar samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar frá 10. maí 2004, með síðari breytingum. Verð á nautgripakjöti og sláturafurðum hefur ekki hækkað síðan 2002. Einnig eru gripagreiðslur sem teknar voru upp 1. september 2006, ekki tilgreindar sem hluti af tekjum búsins.

Kostnaður

Myndin sýnir samsetningu og þróun heildarkostnaðar við rekstur verðlagsgrundvallarbúsins. Af myndinni má sjá hvenær helstu breytingar hafa orðið. Magn aðfanga hefur haldist óbreytt allan tímann og því er hér eingöngu verið að endurspegla verðbreytingar.

Myndin sýnir samsetningu og þróun launakostnaðar á verðlagsgrundvallarbúinu. Vinnuframlag hefur verið óbreytt allan tímann og breytingarnar eru því afleiðing launahækkana og endurspegla einnig hækkun opinberra gjalda á laun.

Á þessari mynd má sjá þróun kostnaðar við kaup á áburði, kjarnfóðri, rekstrarvörum og rekstri véla, þar með talið eldsneyti. Hækkanir á heimsmarkaði og lækkun gengis krónunnar á árinu 2008 koma glöggt fram og vega þungt í hækkuðum rekstrarkostnaði.

Þessi mynd sýnir þróun kostnaðar við flutninga, aðkeypta þjónustu, viðhald, afskriftir, vexti og ýmis gjöld. Hér sker vaxtakostnaður árin 2008 og 2009 sig úr en líkt og aðrar atvinnugreinar varð landbúnaður fyrir þungu höggi af fjármálakreppunni.

Myndin sýnir skiptingu kostnaðar verðlagsgrundvallarbúsins samkvæmt nýjasta útgefna verðlagsgrundvellinum, liðunum er raðað frá hæsta gildi til þess lægsta.