Orlofsíbúðir

Bændasamtökin eiga og reka parhús á Hólum í Hjaltadal og íbúð í Kópavogi sem félögum í BÍ býðst að leigja til lengri eða skemmri tíma allt árið um kring til orlofsdvalar. 

Umsóknareyðublað á pdf-formi sem hægt er að fylla út:

Orlofsauglýsing 2018

Athugið að vista skjalið niður á tölvuna og sendið svo á netfangið ho[hjá]bondi.is

Hólar

Umsóknir um orlofsdvöl eru settar á vefinn um áramót.

Vistið á tölvur ykkar, fyllið út - sendið svo með tölvupósti á ho[hjá]bondi.is

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 31. mars.

Upplýsingar um orlofshúsin og það sem hafa þarf í huga við leigu:

- Hólar

Vinsamlegast sendið eyðublaðið í pósti merkt "Bændasamtök Íslands - Bændahöllinni við Hagatorg - 107 Reykjavík" eða tölvupósti á netfangið ho[hjá]bondi.is Mikilvægt er að árétta að þegar pdf-skjalið er fyllt út þá þarf að vista það á viðkomandi tölvu áður en sent er sem viðhengi.

Orlofsíbúð í Kópavogi

Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér orlofsíbúð í Kópavogi gegn vægu gjaldi.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

Leigutími getur verið frá einum sólarhring og upp í viku (hugsanlega lengur við sérstakar aðstæður). Skiptidagar eru alla daga nema laugardaga og sunnudaga.

Sængur og sængurver eru í íbúðinni.

Nánari upplýsingar og húsreglur: pdf

Leigutökum er bent á að hafa samband við Halldóru Ólafsdóttur hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0300 eða í netfangið ho[hjá]bondi.is.