20. ágúst 2014

Jarðhræringar í Vatnajökli

Vegna jarðhræringa í Bárðarbungu í Vatnajökli eru hér birtar upplýsingar um eldgosavá, leiðbeiningar til bænda og ýmiss fróðleikur. Gott er að fara yfir leiðbeiningaefni og gera varúðarráðstafanir ef þurfa þykir. 

Mikilvæg atriði:
- Fylgist með leiðbeiningum almannavarna og lögreglu
- Gætið að öskufalli á ykkar svæði
- Hýsið búfé þar sem því verður við komið
- Tryggið skepnum og útigangi hreint drykkjarvatn
- Gefið dýrum á útigangi hey, vel og oft
- Gott er að útigangur hafi hafi aðgang að saltsteinum
- Komið í veg fyrir að búfénaður drekki úr kyrrstæðu vatni
- Kynnið ykkur leiðbeiningar yfirdýralæknis á vef Matvælastofnunar
Bændur eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við eldgosum. Nánari upplýsingar er að finna á vef Almannavarna á slóðinni www.almannavarnir.is og á vef Matvælastofnunar.


Gagnlegar vefsíður
Vefur Almannavarna: www.almannavarnir.is

Facebooksíða Almannavarna: https://www.facebook.com/Almannavarnir

Vefsjá Landmælinga Íslands: Sérstakt svæði um Bárðarbungu

Lokanir vega norðan af Vatnajökli

Vefur Matvælastofnunar: www.mast.is

Veðurstofa Íslands: www.vedur.is

Fylgist með jarðhræringum á www.skelfir.is

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands


Fræðsluefni
Bæklingur um viðbrögð við öskufalli

Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - leiðbeiningar fyrir almenning

Grein um áhrif eldgosa á dýr

Skýrsla um áhrif eldgosa á dýr

Leiðbeiningar vegna öskufalls - Umhverfisstofnun

Flúor í ösku - útskolun og viðbrögð - unnið í upphafi eldgoss í Eyjafjallajökli