22. maí 2014

Íslenski landbúnaðarklasinn - MYNDBÖND

Landbúnaðarklasinn var stofnaður 6. júní sl. á Hótel Sögu.

Landbúnaðarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja og samtaka sem starfa í landbúnaði eða við úrvinnslu landbúnaðarafurða eða byggja á þjónustu við greinina.

Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun landbúnaðarklasa um nokkurt skeið. Stofnfundurinn var opinn fulltrúum allra fyrirtækja og samtaka sem telja sig eiga heima innan klasans.

Fyrir fundinn voru lögð drög að samþykktum og tillögur að þátttökugjöldum en þær er hægt að sjá hér.


Dagskrá

Fundarsetning kl. 15:00

Aðdragandi að stofnun klasans
Haraldur Benediktsson, formaður undirbúningsnefndar

Hvers vegna landbúnaðarklasi? - Erindi - hljóð og mynd
Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum

Fjárfestingarþörf í landbúnaði - Erindi - hljóð og mynd
Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Tillaga að samþykktum landbúnaðarklasans

Stjórnarkjör samkvæmt samþykktum

Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun

Umræður um starfið fram undan

Fundarslit áætluð kl. 17:00


Léttar veitingar að loknum fundi.

Undirbúningsnefnd um stofnun landbúnaðarklasaMyndband um landbúnaðarklasann sem sýnt var við setningu Búnaðarþings 2014, 1. mars sl.