24. maí 2017

Úrgangur í dag - auðlind á morgun

Ráðstefna um lífrænar aukaafurðir, haldin á Grand Hótel miðvikudaginn 24. maí kl. 9.00-14.00.

kl. 9.00 Ávarp ráðherra umhverfis- og auðlindamála,
Björt Ólafsdóttir

Fundarstjóri: Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís

Stóra myndin

Lífhagkerfið: Tækifæri á tímum efnahagslegra umbreytinga - Sigríður Þormóðsdóttir, Innovation Norway

Græðum við ekki nógu mikið - Róbert Guðfinnsson

Lífauðlindir Norðurlandanna - Dr. Daði Már Kristófersson, Háskóli Íslands

Áskoranir

Aukaafurðir dýra – reglugerðir á mannamáli - Guðrún Lind Rúnarsdóttir, Matvælastofnun 

Skordýr og rófur - Búi Bjarmar Aðalsteinsson 

Játningar skordýrabónda - Gylfi Ólafsson, Víur – Ræktunarfélag um fóðurskordýr 

***************** Hádegisverður *****************

Lausnir og nýsköpun

Auðlindatorgið – gagnvirk lausn til að skapa verðmæti,
Hildur Harðardóttir, Umhverfisstofnun

Bestun á nýtni lífrænna aukaafurða - ReSource International 

Úr úrgangi í úrvalsvöru - Ágúst Torfi Hauksson, Norðlenska

Seyra í sókn - Magnús Jóhannsson, Landgræðsla ríkisins

Fiskeldi – getum við minnkað umhverfisáhrifin? - Ragnheiður Þórarinsdóttir, Samrækt

Er geitin illa nýtt og verðmæt aukaafurð? Framtíð íslensku geitarinnar - Listaháskóli Íslands


***Innblástur frá nýsköpunaraðilum á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, sláturiðnaður og matvælaframleiðslu! ***

Aðgangur ókeypis - hádegisverður í boði

Í samstarfi við Bændasamtökin, Fenúr, Landgræðsluna, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Sjávarklasann. 

Ráðstefna um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða á Íslandi. Ráðstefnan er lokaliður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni um Norræna lífhagkerfið (NordBio). Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

Áhugasamir fundargestir athugi að fjöldi gesta í hádegisverð er takmarkaður. Skráning í mat er hafin á www.audlindatorg.is/radstefna.