23. maí 2017

Matur og miðlar - ímynd íslenskra matvæla á Netinu - 23. maí

Íslandsstofa stenur fyrir opnum fundi um mat og miðla.

Vefsíður og samfélagsmiðlar gegna vaxandi mikilvægi í upplýsingaleit neytenda og gildir það einnig um mat og matarmenningu. Mikilvægt er fyrir Ísland að nýta sér þá þróun til að auka vitund um og áhuga á íslensku hráefni, mat og matarmenningu á erlendum vettvangi, meðal almennings á áherslumörkuðum og erlendra ferðamanna sem sækja landið okkar heim.

Á fundinum verður leitast við að svara eftirtöldum spurningum:

  • Hver er ásýnd íslenskra matvæla á vef- og samfélagsmiðlum í dag á okkar helstu áherslumörkuðum?
  • Getum við bætt ásýndina?
  • Hvaða „trend“ eru til staðar í miðlun í dag sem matvælageirinn getur nýtt sér? Miðlar og efni.
  • Hvert er mikilvægi þess að segja söguna (storytelling) með áhugaverðum hætti?
  • Hvernig getum við notað áhrifavalda (influencers) í matvælagreinum?
  • Hvað getum við lært af reynslu ferðaþjónustunnar?

DAGSKRÁ

Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og efnismarkaðssetning fyrir íslenska matvælageirann

Ben Hollom mun kynna greiningu sem Íslandsstofa lét gera á sýnileika íslenskra matvæla á netinu á þremur áherslumörkuðum og benda á leiðir til að auka vitund og áhuga á íslenskum matvælum og matarmenningu á erlendum vettvangi.

Ben er framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins M2 Bespoke, sem vinnur með einstaklingum og stofnunum um allan heim í að byggja upp trúverðugleika og sýnileika á netinu með því að hjálpa þeim að skipuleggja, framleiða og miðla efni. Ben hefur yfir 23 ára reynslu af markaðstörfum og hefur skipulagt og framkvæmt fjölþættar aðgerðir fyrir þekkt vörumerki eins og The FA, Sky tv, DELL, Mazda og Zurich.
Hvernig aukum við sýnileika saman? Dæmisaga frá Inspired by Iceland

Daði Guðjónsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu mun fjalla um samstarf ferðaþjónustunnar í markaðssetningu á netinu, og hvaða lærdóm má draga af því sem unnið hefur verið undir merkjum Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum. 
Þrjár dæmisögur af íslenskum afurðum á samfélagsmiðlum:

Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri hjá MS fjallar um íslenska skyrið og sýnileika þess á netinu

Viggó Örn Jónsson Creative Director hjá Jónsson & Le‘Macks, fjallar um efnismiðlun og stefnu fyrir vörumerkið Icelandic Lamb

Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu, segir frá leyndarmáli íslenska þorsksins, samstarfi við áhrifaaðila á mörkuðum í markaðsverkefni í Suður-Evrópu

Fundurinn er öllum opinn öllum en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is 

Nánari upplýsingar um fundinn veita Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is og Áslaug Guðjónsdóttir, aslaug@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.