12. mars 2017 - 13. mars 2017

Getur berjarækt orðið arðvænleg búgrein á Íslandi?

Málþing um ræktun berjarunna, tegundir og yrki verður haldið sunnudaginn 12. mars í ráðstefnusalnum Kötlu á 2. hæð Hótel Sögu. Viðburðurinn, sem er öllum opinn, er haldinn í samvinnu Garðyrkjufélags Íslands, Bændasamtaka Íslands og Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum. Málþing fyrir lærða sem leika. Allt áhugafólk er hvatt til þátttöku.

Sunnudaginn 12. mars
Salurinn Katla, 2. hæð Hótel Sögu.
kl 14:00 -17:00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Dagskrá

Berryfarming in the north - suitable varieties for cultivation in open field
Leif Blomqvist, garðplöntuframleiðandi og rithöfundur

Möguleikar í íslenskri berjarækt, reynsla og áskoranir
Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur og kennari við LbhÍ

Berjarækt á íslandi – raunhæfir möguleikar
Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur og frumkvöðull í ávaxta- og berjarækt


Að loknum erindum verða pallborðsumræður.

Málþinginu stýrir Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum.

Skráning á málþingið er á heimasíðu Bændasamtaka Íslands fyrir lok laugardagsins 11. mars. Þátttökugjald er kr. 1.500 og eru kaffiveitingar innifaldar. Skráning hér á www.bondi.is með því að fylla út formið undir. Greiðsla er við inngang.

 

Skráning