Á döfinni

23. júní 2018 - 24. júní 2018

Líf í lundi

Laugardaginn 23. júní verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum undir merkinu Líf í lundi. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í átján skógum um land allt.

25. júní 2018 kl. 19:30 - 21:00

Fornleifarölt í Ólafsdal

Farið verður í fornleifarölt í Ólafsdal næstkomandi mánudag, þann 25. júní kl. 19.30. Gangan er skipulögð í samstarfi Fornleifastofnunar Íslands, Byggðasafns Dalamanna, Sauðfjárseturs á Ströndum (Náttúrubarnaskólans) og Ólafsdalsfélagsins.

01. júlí 2018 - 08. júlí 2018

Landsmót hesta­manna

Landsmót hesta­manna verður haldið á keppnissvæði Fáks í Reykjavík dagana 1.- 8. júlí 2018.

01. júlí 2018 - 02. júlí 2018

Furðuleikarnir á Ströndum

Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum verða að venju haldnir á sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 1. júlí og hefjast kl. 13:00.

07. júlí 2018 - 08. júlí 2018

Sýningin ,,Konur í landbúnaði í 100 ár“ opnuð á Hvanneyrarhátíð

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands verður sýning um þátt kvenna í landbúnaði síðustu 100 árin sett upp í Halldórsfjósi á Hvanneyri.

09. ágúst 2018 - 12. ágúst 2018

Handverkshátíðin í Eyjafirði

Frá Handverkshátíð í Eyjafirði 2016. Mynd / MÞÞ

Handverkshátíðin í Eyjafjarðar­sveit er ein af gamalgrónustu og fjölsóttustu sumarhátíðum landsins og verður hún haldin í 26. sinn dagana 9.–12. ágúst næstkomandi.

12. október 2018 - 14. október 2018

Íslenskur landbúnaður 2018

Landbúnaðarsýningin „Íslenskur landbúnaður 2018“ verður haldin í nýju Laugardalshöllinni 12.–14. október á næsta ári. Sala sýningarpláss mun hefjast á næstu dögum.

Stór og vegleg landbúnaðarsýning verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík á næsta ári dagana 12.–14. október. Ár og dagar eru síðan áþekk sýning var haldin í höfuðborginni en það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem heldur utan um viðburðinn.

09. nóvember 2018 kl. 09:00 - 17:00

Umhverfisþing

Horft til Snækolls. Mynd / Hugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til XI. Umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember 2018. Þingið fer fram á Grand Hótel Reykjavík.