Útvarps- og sjónvarpsupptökur

Útvarps- og sjónvarpsupptökur

Hér að neðan er yfirlit yfir sjónvarps- og útvarpsupptökur þar sem málefni landbúnaðarins hafa verið til umræðu. Vert er að hafa í huga að flestir tenglar á viðkomandi upptöku úreldast með tímanum og hafa þeir sem eru óvirkir verið teknir út. 

10. apríl 2012.
Haraldur Benediktsson segir í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, að norskar verslanir borgi með islenska lambakjötinu. Það sé ástæða þess að lágt verði sé á íslensku lambakjöti í norskum verslunum. > Hlusta (min 01:50)

21. febrúar 2012. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, í Kastljósviðtali hjá Þóru Arnórsdóttur. Umræðuefni: Raforkumál og raforkukostnaður í garðyrkjunni > Horfa (mín 22.00)
 
24. ágúst 2011. "Sauðfjárbændur óánægðir með prófessor." Frétt og viðtal við Sindra Sigurgeirsson, formann Landssamtaka sauðfjárbænda. Kvöldfréttir Rúv, 24. ágúst, 2011. > Hlusta

5. ágúst 2011. "Sauðfjárbændur svara fyrir sig." Viðtal við Sindra Sigurgeirsson, formann Landssamtaka sauðfjárbænda. Morgunútvarp Rásar II, 5. ágúst, 2011. > Hlusta

15. mars 2011. Haraldur Benediktsson í viðtali á Hrafnaþingi á ÍNN. Haraldur fer yfir nýafstaðið Búnaðarþing og stöðuna í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. > >Hlusta

10. mars 2011 - Umræðuþátturinn "ESB - nei eða já" á Útvarpi Sögu. Gestur þáttarins er Jón Magnús Jónsson kjúklingabóndi á Reykjum. Umræðuefni nýliðið Búnaðarþing og varnarlínur Bændasamtakanna. > Hlusta

20. janúar 2011.
Umræðuþátturinn "ESB - nei eða já" á Útvarpi Sögu. Jón Baldur Lorange ræðir við Ólaf R. Dýrmundsson um kosti og galla á mögulegri inngöngu Íslands í ESB, út frá landbúnaðarlegum sjónarmiðum. > Hlusta

29. mars 2010. Umfjöllunum í sjónvarpi  um framsýna bændur. Annars vegar var viðtal tekið í Ísland í dag á Stöð 2 við bræðurna Aðalstein og Garðar Hallgrímssyni á bænum Garði, rétt utan við Akureyri, en þeir hafa nýlega endurnýjað gamla fjósið hafa nú reist tæknilegt 2.000 fermetra fjós sem hýsir um 100 kýr. 
Hins vegar er umfjöllun í Kastljósi Ríkisútvarpsins um sauðaostaframleiðslu bræðranna, Helga og Sveins í Akurnesi í Nesjum, en þeir hafa hannað og smíðað mjaltabása fyrir sauðamjaltir. Mygluostar úr sauðamjólkinni eru nú tilbúnir.  > Horfa á Ísland í dag     > Horfa á Kastljósið

10. febrúar 2010. Umfjöllun í Morgunútvarpi Rásar 2 um íslenskan landbúnað og sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Haraldur Benediktsson og Kristján Vigfússon ræða málin. > Hlusta

13. janúar 2010. Viðtal Björns Bjarnasonar á ÍNN við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands. Umræðuefni: Aðildarferill Íslands að ESB og aðkoma Bændasamtaka Íslands, Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB (CAP), matarverð ofl. > Horfa

4. ágúst 2009. Baldvin Jónsson ræðir við Ingva Hrafn Jónsson um stöðu og horfur í útflutningi á íslenskum búvörum.

30. júlí 2009. Viðtal Ingva Hrafns Jónssonar á ÍNN við Harald Benediktsson um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB og þau afdrifaríku áhrif sem inngangan hefði á íslenskan landbúnað og tengdar atvinnugreinar.

15. júní 2009. Að Tjörn á Vatnsnesi er rekið stærsta búið með íslensku landnámshænuna, en þar eru yfir 200 hænur. Hægt er að taka landnámshænur þar á bæ í fóstur. Rætt var við Júlíus Má Baldursson í Samfélaginiu í nærmynd. Viðtalið er rétt fyrir miðju þáttarins.

2. júní 2009. Þórarinn Jónsson bóndi á Hálsi í Kjós í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2. Þórarinn og fjölskylda selur holdanautakjöt beint frá býli og annar varla eftirspurn.

14. maí 2009. Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands, lýsir skoðun sinni á hugsanlegri aðild Íslendinga að ESB. Hann hefur verulegar áhyggjur af því ef Íslendingar gerðust aðilar eins og staðan er í dag og talar út frá þeim hagsmunum sem eru í húfi fyrir sjávarútveginn og landbúnaðinn.

27. apríl 2009. Fjallað um kosti og galla aðildar að ESB í Kastljósi RÚV. Jón Baldur Lorange, fulltrúi Bændasamtaka Íslands, situr m.a. fyrir svörum.

25. apríl 2009.
Innslag í kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Gísli Einarsson fær forsvarsmenn framboðanna til að vinna sveitastörf. > Horfa

15. apríl 2009. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í viðtali í útvarpsfréttum á RÚV kl. 18:00. Umræðuefni: Áherslur Bændasamtaka Íslands varðandi stefnumótun í landbúnaði; að fæðuframleiðsla innanlands verði tryggð og aukin og möguleikarnir sem íslenskur landbúnaður hefur til aukinnar verðmætasköpunar dregnir fram.

25. mars 2009.
Viðtal á ÍNN við Tjörva Bjarnason, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtaka Íslands. Umræðuefni:  Útgáfustarfsemi samtakanna, staða og horfur í landbúnaðarmálum á Íslandi.

18. mars 2009.  Viðtal við Guðlaug Antonsson, hrossaræktarráðunaut Bændasamtaka Íslands, í tilefni af ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, laugardaginn 21. mars 2009. Í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1

3. mars 2009. Viðtal á Morgunvakt Rásar 1 við Búnaðarþingsfulltrúana Guðbjörgu Jónsdóttur á Læk í Flóahreppi, kúabónda og formann Búnaðarsambands Suðurlands, og Aðalstein Jónsson, fjár- og ferðamennskubónda, á Klausturseli í Jökuldal. Umræðuefni: Búnaðarþing 2009 og staða íslensks landbúnaðar.

16. febrúar 2009. Sápugerð í Lóni 2 í Kelduhverfi. Viðtal í sjónvarpsfréttum RÚV við Guðríði Baldvinsdóttur sauðfjárbónda sem hefur hafið framleiðslu á svokölluðum Sælusápum.

5. janúar 2009. Íslenskur landbúnaður og ESB. Viðtal við Harald Benediktsson, formann BÍ, og Eirík Blöndal, framkvæmdastjóra BÍ, í þættinum "Kristinn H." á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Umræðuefni: Afstaða bænda til Evrópusambandsaðildar og matvælafrumvarps.

2008
21. desember 2008.
Viðtal við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing BÍ í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Umræðuefni: Íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur, skuldastaða og Evrópusambandið. Í þættinum er einnig Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. > Hlusta

21. desember 2008.
Viðtal við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Umræðuefni: ESB og íslenskur sjávarútvegur og landbúnaður. > Hlusta (staðsetning á tímaási: 01:11:25)

19. desember 2008. Viðtal við Sigurgeir Hreinsson, formann Búnaðarsambands Eyjafjarðar á VefTv N4. Umræðuefni: Íslenskur landbúnaður og Evrópusambandið.

18. desember 2008. Viðtal við Harald Benediktsson í Morgunútvarpinu á Rás 1. Umræðuefni: Eftirmálar bændafundanna; andstaða Bændasamtakanna gegn inngöngu Íslands í ESB og afnám verðtryggingar á búvörusamninga.

10. desember 2008. Viðtal við Harald Benediktsson í Morgunútvarpinu á Rás 2. Umræðuefni: Bændafundirnir, ESB og staða landbúnaðarins.

5. desember 2008. Viðtal Gísla Einarssonar á Morgunvaktinni við Guðmund Helga Helgason matreiðslumann á Hótel Núpi í Dýrafirði. Hann hyggst stofna færanlegt sláturhús á Vestfjörðum í samstarfi við bróður sinn Sigurð Arnfjörð en með því vilja þeir halda störfum í  landshlutanum og stuðla að verðmætasköpun fyrir vestan.

2. desember 2008. Viðtal við Björn Halldórsson, bónda í Vopnafirði og formann Félags loðdýrabænda, í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1.Umræðuefni: Framtíð landbúnaðarins - fjölbreytni nauðsynleg.

26. nóvember 2008. Viðtal við Ólaf R. Dýrmundsson. Vítt og breitt á Rás 1.-  Umræðuefni: Slow food-matarhátíðin á Ítalíu.

26. nóvember 2008. Viðtal við Harald Benediktsson í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1. Umræðuefni: Treystum á landbúnaðinn. Bændafundir ofl.

25. nóvember 2008. Viðtal við Svönu Halldórsdóttur, stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, í fréttum Rúv. Umræðuefni: Bændafundir og umræða um inngöngu í ESB.

24. nóvember 2008. Viðtal við Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut Bændasamtaka Íslands, í þættinum Okkar á milli á Rás 1. Tilefnið er viðurkenning sem honum var veitt frá Búfjárræktarsambands Evrópu á dögunum. Umræðuefni: Rætt er vítt og breitt um störf Ólafs í þágu landbúnaðarins.

19. nóvember 2008. Viðtal við Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut Bændasamtaka Íslands, í Vítt og breitt á Rás 1. Umræðuefnið: Að hefja lífræna ræktun.


 > >
Eldri upptökur af samræðum þeirra Péturs Halldórssonar og Ólafs um lífræna ræktun (frá því í september) eru að finna hér: 
>  Um upphaf lífrænnar ræktunar í heiminum  >  Um lífrænu hreyfinguna, hugmyndafræðina að baki lífrænni ræktun og útbreiðsla lífrænnar ræktunnar  >  Um hollustu lífrænna landbúnaðarvara og möguleika á yfirfærslu yfir í lífrænan búskap ofl.


17. nóvember 2008.
Viðtal við Sigurgeir Hreinsson, formann Búnaðarsambands Eyjafjarðar, í útvarpsfréttum. Umræðuefni: Innganga í ESB og þýðing fyrir landbúnaðinn. 

11. nóvember 2008. Viðtal við Ólaf R. Dýrmundsson í Síðdegisútvarpi Rásar II. Umræðuefni: Búfjárhald í þéttbýli.

29. október 2008.
Viðtal við Harald Benediktsson Í bítið á Bylgjunni. Umræðuefni: Staða bænda í efnahagskreppunni. > Hlusta. (staðsetning á tímaási: 1:24:24)

20. október 2008.
Auglýsing VR "Saman byggjum við nýja framtíð". Guðmundur og Svanborg í Miðdal voru fulltrúar bænda í auglýsingu VR þar sem minnt er á mikilvægi samstöðu þjóðarinnar. > Skoða  

8. október 2008. Viðtal við Harald Benediktsson og Eirík Blöndal á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þáttastjórnandi Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Umræðuefni: Ástand í efnahagsmálum og matvælafrumvarp.

12. mars 2008. Viðtal við Þröst Haraldsson ritstjóra Bændablaðsins, þáttastjórnandi Mörður Árnason. Umræðuefni: Verðhækkanir á matvælum í heiminum.

4. mars 2008. Viðtal við Harald Benediktsson á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þáttastjórnandi Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Umræðuefni: Staða íslensks landbúnaðar. Búnaðarþing.Leturstærðir


Leit og innskráning

  • English
  • Vefpóstur bondi@bondi.is
Leitarvél

Bændatorg

BændatorgGleymt lykilorð?
Nýr notandi
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi