Allar fréttir

Allar fréttir

20-sep.-16

Gildi menningarlandslags - UPPTÖKUR

Mynd með fréttSamtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. sl. þar sem gildi menningarlandslags var í brennidepli.
Áfram


15-sep.-16

Árétting vegna endurskoðunarákvæðis í búvörusamningum

Mynd með fréttBúvörusamningar voru samþykktir á Alþingi Íslendinga með virku endurskoðunarákvæði árin 2019 og 2023. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun skipa formlegan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.
Áfram


15-sep.-16

Ummæli verslunarforstjóra bera vott um fjandsamleg viðhorf til bænda

Mynd með fréttYfirlýsing frá formanni Bændasamtaka Íslands vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um bændur og dýraníð.
Áfram


14-sep.-16

Búvörusamningar afgreiddir á Alþingi

Mynd með fréttAlþingi hefur samþykkt frumvarp um breytingar á búvörulögum er varða búvörusaminga. Athygli vakti að einungis 19 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en sjö voru á móti. Aðrir sátu hjá. 21 þingmaður tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, þar af 14 stjórnarliðar.
Áfram


12-sep.-16

Gildi menningarlandslags

Mynd með fréttSamtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði standa fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 16. sept. nk. þar sem gildi menningarlandslags verður í brennidepli.
Áfram


08-sep.-16

Aukin dýravelferð er forgangsmál

Mynd með fréttBændasamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.
Áfram


30-ágú.-16

Fjár- og stóðréttir árið 2016

Mynd með fréttBændablaðið tekur saman og birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar.
Áfram


09-ágú.-16

Sauðfjárbændur gefa út viðmiðunarverð

Mynd með fréttStjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur sent bréf til sláturleyfishafa þar sem farið er fram á að skilaverð til bænda hækki um 12,5% vegna haustslátrunar 2016. Samtökin hafa heimild til þess að gefa út viðmiðunarverð samkvæmt búvörulögum.
Áfram


03-jún.-16

Forritari óskast til starfa hjá BÍ

Mynd með fréttUpplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til starfa í Reykjavík. Tilvonandi starfsmaður mun vinna við þróun vefforrita fyrir landbúnað. Æskileg þekking og reynsla: • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun • Python, Django og Linux • Oracle gagnagrunnur • Java ...
Áfram


03-jún.-16

Breytingar á reglum Starfsmenntasjóðs BÍ

Mynd með fréttÁ fundi stjórnar Bændasamtakanna þann 2. júní var gerð breyting á reglum starfsmenntasjóðs samtakanna varðandi rétt til styrkja úr honum. Breytingin felst í því að hnykkt var á því ...
Áfram


31-maí-16

Tíu spurningar og svör um búvörusamninga

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ritaði grein sem inniheldur 10 spurningar og svör um nýja búvörusamninga. Eftirfarandi texti er birtur í vefritinu Kjarnanum:
Áfram


03-maí-16

Ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliðastörf til sveita

Mynd með fréttUmræða um réttindi og aðbúnað starfsfólks, launamál og ráðningarsamninga hefur verið mikil undanfarið. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum beggja sambandanna.
Áfram


27-apr.-16

Rekstrarskilyrði landbúnaðarins til umfjöllunar á fundi með fjármálafyrirtækjum

Mynd með fréttBændasamtökin héldu nýlega kynningarfund um fjárfestingaþörf í landbúnaði og nýja búvörusamninga fyrir fulltrúa fjármálafyrirtækja, Byggðastofnunar og lífeyrissjóða.
Áfram


15-apr.-16

Um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði

Mynd með fréttÍ ljósi umfjöllunar um réttindi og skyldur starfsfólks í landbúnaði er við hæfi að rifja upp ýmis atriði sem Bændasamtökin hafa lagt áherslu á varðandi málefni starfsfólks. Bændur er hvattir til að kynna sér vel þá kjarasamninga og reglur sem gilda hverju sinni og tryggja þannig að þessi mál séu í góðum farvegi.
Áfram


29-mar.-16

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Mynd með fréttAtkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana.
Áfram


22-mar.-16

Ný orlofsíbúð fyrir bændur

Mynd með fréttBændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér orlofsíbúð gegn vægu gjaldi. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13-15 í Kópavogi og rúmar auðveldlega fjóra gesti. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sem er sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.
Áfram


21-mar.-16

Atkvæðagreiðslu um búvörusamninga lýkur á miðnætti á þriðjudag

Mynd með fréttNú styttist í að atkvæðagreiðslu ljúki á meðal kúa- og sauðfjárbænda um nýja búvörusamninga. Frestur til að greiða atkvæði á netinu rennur út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars.
Áfram


18-mar.-16

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Mynd með fréttFulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf.
Áfram


14-mar.-16

Atkvæðagreiðsla um búvörusamninga framlengd

Mynd með fréttKomið hefur í ljós að pappírskjörseðlar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga voru ekki prentaðir og póstlagðir í samræmi við pöntun til prentsmiðju.
Áfram


11-mar.-16

Leiðbeiningar vegna atkvæðagreiðslu um búvörusamninga

Mynd með fréttAtkvæðagreiðsla fer nú fram á meðal bænda um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar. Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið.
Áfram


03-mar.-16

Bændafundir um búvörusamninga

Mynd með fréttNýju búvörusamningarnir verða kynntir meðal bænda í fundaferð sem hefst mánudaginn 7. mars og lýkur föstudaginn 11. mars. Þar gefst bændum kostur á að ræða niðurstöður samningana við forystumenn bænda.
Áfram


01-mar.-16

Ný stjórn og Sindri Sigurgeirsson endurkjörinn formaður BÍ

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til tveggja ára á Búnaðarþingi í dag. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna.
Áfram


28-feb.-16

Búnaðarþing sett í Hörpu

Mynd með fréttBúnaðarþing 2016 var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu.
Áfram


26-feb.-16

Starfsáætlun Búnaðarþings og málaskrá

Mynd með fréttSetning Búnaðarþings 2016 verður í salnum Silfurbergi í Hörpu næstkomandi sunnudag klukkan 12:30. Dagskrá og málaskrá þingsins má finna á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum.
Áfram


23-feb.-16

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

Mynd með fréttRáðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í töflureikninum Excel þar sem hægt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa.
Áfram


19-feb.-16

Samkomulag um nýja búvörusamninga

Mynd með fréttFulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa skrifað undir nýja búvörusamninga. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Áfram


12-feb.-16

Kosningar um búvörusamninga og kjörskrár á Bændatorgi

Mynd með fréttNú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.
Áfram


10-feb.-16

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Mynd með fréttHaldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað ef næg þátttaka fæst:
Áfram


01-feb.-16

Yfirlýsing frá samninganefnd bænda vegna stöðu viðræðna um búvörusamninga

Mynd með fréttViðræður á milli fulltrúa bænda og stjórnvalda vegna nýrra búvörusamninga hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Samningagerð er nú langt komin en henni er þó ekki lokið. Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda.
Áfram


01-feb.-16

EFTA-dómstóllinn dæmir innflutningsbann á hráu kjöti óheimilt

Mynd með fréttÍslensk stjórnvöld töpuðu málarekstri sínum fyrir EFTA-dómstólnum vegna banns á innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti hingað til lands. Niðurstaða dómstólsins er að að innflutningsbann á hráu, ófrosnu kjöti, samræmist ekki EES-samningnum ...
Áfram


27-jan.-16

Skýrsla um matvöruverð: Tímabært að fyrirtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum

Mynd með fréttBændasamtökin hafa gefið út skýrslu sem fjallar um þá þætti sem hafa áhrif á matvöruverð á Íslandi og í Evrópu. Að mati samtakanna hefur lækkun gjalda, hagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar og lægra innkaupaverð ekki skilað sér með eðlilegum hætti með lægra verði til neytenda, heldur hefur ágóðinn að mestu runnið til fyrirtækja í verslunarrekstri.
Áfram


13-jan.-16

Árleg uppfærsla á dkBúbót vegna launamiða

Mynd með fréttNú hefur verið send út hin árlega uppfærsla á dkBúbót. Þessi útgáfa gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Áfram


06-jan.-16

Héraðsdómur dæmir vegna álagningar búnaðargjalds

Mynd með fréttÞann 6. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds. Í málinu var því haldið fram af hálfu Stjörnugríss að búnaðargjald væri félagsgjald sem innheimt væri ...
Áfram


30-des.-15

Skrifstofa búnaðarmála tekur til starfa eftir áramót

Mynd með fréttUm áramótin færast stjórnsýsluverkefni, sem Búnaðarstofa sinnti á þessu ári og Bændasamtökin áður fyrr, til Matvælastofnunar. Þetta var ákveðið á Alþingi fyrr á árinu við breytingar á búvörulögum. Bændur eiga að finna sem minnst fyrir þessari breytingu enda hefur kapp verið lagt á að greiðslur til bænda geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti á nýju ári.
Áfram


16-des.-15

Opnunartími hjá BÍ um jól og áramót

Mynd með fréttSkrifstofur Bændasamtakanna verða lokaðar eftir hádegi á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23. desember. Lokað er á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember.
Áfram


26-nóv.-15

Hvað segja bændur? - Fyrirlestur um landbúnaðarmál

Mynd með fréttErna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ heldur fyrirlestur um landbúnaðarmál á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands föstudaginn 27. nóv. Þar mun hún meðal annars fjalla um viðskipti með búvörur, gildi tollverndar og rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar.
Áfram


13-nóv.-15

Bændur boða til funda um búvörusamninga

Mynd með fréttÞessa dagana sitja fulltrúar bænda og stjórnvalda á fundum vegna nýrra búvörusamninga. Formlega hófust viðræður 1. september sl. en síðan þá hafa samningamenn fundað stíft. Viðræður þokast í rétta átt en mörg útfærsluatriði eru enn í vinnslu. Bændasamtökin hafa af því tilefni boðað til ...
Áfram


27-okt.-15

Tölvukerfi Bændasamtaka Íslands lágu niðri

Mynd með fréttÍ morgun varð bilun á miðlara hjá Þekkingu sem orsakaði að öll tölvukerfi Bændasamtakanna lágu um tíma niðri. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum bilunin hafði í för með sér.
Áfram


20-okt.-15

Norrænir bændur álykta um sýklalyfjaónæmi

Mynd með fréttNorrænir bændur sendu eftirfarandi ályktun til ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála á Norðurlöndunum og til Norðurlandaráðsins í síðustu viku: Við fögnum sameiginlegri yfirlýsingu ráðherra heilbrigðismála, matvæla- og landbúnaðarmála um sýklalyfjaónæmi frá aðildarríkjum Norrænu ráðherranefndarinnar.
Áfram


02-okt.-15

Stjórn BÍ ályktar um tollasamning Íslands og ESB

Mynd með fréttÁ stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fimmtudaginn 1. október var ályktað um tollasamning Íslands og ESB. Ályktunin er svo hljóðandi: Stjórn Bændasamtaka Íslands átelur samráðsleysi stjórnvalda á lokastigum samningaviðræðna við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla.
Áfram


30-sep.-15

Slæm meðferð á dýrum er óásættanleg

Mynd með fréttUndanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um velferð dýra. Meðal annars var vitnað í ársskýrslu Matvælastofnunar frá 2014 þar sem upplýst er um tilvik sem stofnunin hefur gert athugasemdir við það ár. Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar.
Áfram


18-sep.-15

Samningar við ESB um tolla og aukinn markaðsaðgang búvara

Mynd með fréttNýir samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tolla og verslun með búvörur hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Sumt er jákvætt en annað neikvætt að mati Sindra Sigurgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. Samkeppnisstaða bænda mun í sumum tilvikum versna og breytingarnar koma hvað harðast niður á svína- og kjúklingabændum.
Áfram


17-sep.-15

Lagfæring á dkBúbót

Mynd með fréttMeð uppfærslu á bókhaldsforritinu í sumar var lagfærð innsending í rekstrargrunn. Mikilvægt er að notendur sendi inn rekstrargögn fyrir 2014 og fyrri ár sem allra fyrst.
Áfram


09-sep.-15

Ótvíræð áhætta fylgir innflutningi lifandi dýra

Mynd með fréttÁ meðan á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu stóð, var Dr. Preben Willeberg frv. yfirdýralæknir í Danmörku og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla beðinn um að semja áhætttumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB.
Áfram


27-ágú.-15

Fjárréttir og stóðréttir haustið 2015

Mynd með fréttYfirlit um fjár- og stóðréttir liggur nú fyrir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til aðstoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar.
Áfram


13-ágú.-15

Endurbætur í Bændahöllinni og breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Hótel Sögu

Mynd með fréttÁ fundi í Bændahöllinni með starfsmönnum Bændasamtaka Íslands og Hótel Sögu sem haldinn var þriðjudaginn 12. ágúst voru kynnt áform um breytingar á rekstri og nýtingu Bændahallarinnar og viðhald og endurbætur á fasteigninni. Fyrirhugað er að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins ...
Áfram


04-ágú.-15

Bændasamtökin og opinberir styrkir

Mynd með fréttForstjóri Haga, Finnur Árnason, heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu þann 4. ágúst að Bændasamtökin fái 500 milljónir króna í opinbera styrki til hagsmunabaráttu. Það er rangt. Í fjárlögum 2015 er liður sem heitir „Búnaðarlagasamningur“. Fjármunirnir ...
Áfram


14-júl.-15

Sumarlokun hjá Bændasamtökum Íslands

Mynd með fréttSkrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar frá 20. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa. Þeir sem vilja auglýsa í Bændablaðinu geta haft samband við Auði í síma 563-0303. Einnig er hægt að hafa samband við ritstjórn Bændablaðsins í síma 563-0362 á skrifstofutíma. Næstu Bændablöð koma út 23. júlí og 13. ágúst.
Áfram


01-júl.-15

Stjórnsýsluverkefni Búnaðarstofu fara til MAST

Mynd með fréttAlþingi samþykkti í dag frumvarp til breytinga á búvörulögum þar sem meðal annars er fjallað um stjórnsýsluverkefnin sem Búnaðarstofa sinnir nú hjá Bændasamtökunum. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust sem þýðir að verkefnin flytjast til Matvælastofnunar.
Áfram


29-jún.-15

Málstofa með Piero Sardo frá Slow Food

Mynd með fréttPiero Sardo, framkvæmdastjóri stofnunar líffræðilegs fjölbreytileika hjá Slow Food kemur til landsins dagana 7. – 11. júlí. Af því tilefni efna Bændasamtökin til málstofu undir yfirskriftinni "Að varðveita líffræðilega fjölbreytni" fimmtudagsmorguninn 9. júlí frá klukkan 9-11 í Esju II á Hótel Sögu.
Áfram


22-jún.-15

Tveir kynningarfundir um fjarvis.is á Vestfjörðum

Mynd með fréttÞriðjudaginn 30. júní verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars.
Áfram


11-jún.-15

Fundur fólksins

Mynd með fréttÞriggja daga lífleg hátíð með yfirskriftinni Fundur fólksins stóð yfir í Norræna húsinu frá fimmtudeginum 11. júní til laugardagsins 13. júní. Fólk kom saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin og kynntu fulltrúar frá Bændasamtökunum og búgreinafélögum starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.
Áfram


10-jún.-15

Umsögn Bændasamtaka Íslands og Landssambands kúabænda um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

Mynd með fréttHagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skýrslunni „Mjólkurframleiðsla á Íslandi - Staða og horfur”. Í skýrslunni er reynt að greina uppbyggingu mjólkurframleiðslu hér á landi og þróun hennar á síðustu árum. Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) hafa tekið saman umsögn um skýrsluna sem finna má hér að neðan í fylgiskjölum (pdf og word). Umsögnin hefst á fréttatilkynningu BÍ og LK frá í gær, en síðan er farið ofan í einstök atriði skýrslunnar.
Áfram


02-jún.-15

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Mynd með fréttStjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST. Það hefur nú staðið síðan 20. apríl. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar.
Áfram


01-jún.-15

Undanþágur eina úrræðið þrátt fyrir neyðarástand

Mynd með fréttBændasamtökunum barst svar þann 21. maí við bréfi sem sent var til ráðherra þann 18. maí þar sem óskað var eftir að ráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og að velferð dýra þeirra verði virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur.
Áfram


19-maí-15

Óskað eftir viðbrögðum ráðherra vegna ástands í verkföllum dýralækna

Mynd með fréttFormenn Bændasamtakanna,Svínaræktarfélags Íslands og Félags kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftirfarandi bréf vegna þess neyðarástands sem skapast hefur hjá alifugla- og svínabændum vegna verkfalls dýralækna innan BHM:
Áfram


18-maí-15

Landnámshænan komin á veggspjald

Mynd með fréttBændasamtökin hafa um árabil gefið út litaveggspjöld af íslensku búfé. Í fyrrahaust kom út nýtt spjald með geitinni og nú er landnámshænan komin á prent. Alls eru myndirnar 26 talsins með hönum, hænum og ungum við ýmsar aðstæður. Á myndunum má sjá fjölbreytta liti, aldur, kambgerðir og fleira. Ljósmyndir tóku þau Jón Eiríksson, Brynhildur Inga Einarsdóttir, Jóhanna G. Harðardóttir og Áskell Þórisson. Textagerð var á hendi Jóhönnu G. Harðardóttur og Ólafs R. Dýrmundssonar.
Áfram


18-maí-15

Ert þú aflögufær um hey?

Mynd með fréttVegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið.
Áfram


18-maí-15

Búið er að ganga frá árgjaldi fyrir Fjárvís 2015

Mynd með fréttÍ maí 2014 hófu Bændasamtök Íslands útsendingu rafrænna reikninga. Ef bændur óska eftir, þá er hægt að fá prentaða reikninga senda heim með póstinum. Sú breyting verður nú, að gjald verður lagt á þessa þjónustu til að standa undir kostnaði sem henni fylgir. Umsýslugjaldið verður kr. 500 sem bætist við upphæð reiknings. Þeir sem vilja spara sér þennan kostnað framvegis geta haft samband við Bændasamtök Íslands í síma 563-0300 eða á netfang jl@bondi.is.
Áfram


13-maí-15

Um 1.200 til 1.400 tonn af svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Mynd með fréttMiklar birgðir af kjúklinga- og svínakjöti safnast upp í landinu vegna verkfalla BHM. Gera má ráð fyrir að magnið verði milli 1.200 og 1.400 tonn í lok vikunnar. Verkfall dýralækna hófst 20. apríl og stendur enn.
Áfram


05-maí-15

Grafalvarlegt ástand í íslenskum landbúnaði

Mynd með fréttStjórn Bændasamtaka Íslands fundaði í gær vegna þess grafalvarlega ástands sem upp er komið í íslenskum landbúnaði vegna vinnudeilu BHM og ríkisins. Staðan er alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir.
Áfram


27-apr.-15

Undanþágur veittar en mikilvægt að leysa kjaradeilu ríkis og BHM

Mynd með fréttBændasamtök Íslands fagna því að undanþágunefnd BHM hafi síðastliðinn föstudag samþykkt að veita undanþágur frá verkfalli dýralækna, svo að alifuglaslátrun gæti farið fram. Samtökin líta svo á að með því hafi verið brugðist við þeim alvarlega dýravelferðarvanda sem kominn var upp í alifuglaræktinni, þar sem slátrun verður að fara fram jafnt og þétt.
Áfram


21-apr.-15

Skuldajöfnun af beingreiðslum gæti fallið niður um næstu mánaðamót

Mynd með fréttVegna verkfalls BHM félaga í Fjársýslu ríkisins gæti komið til þess að skuldajöfnun vegna opinberra gjalda af beingreiðslum bænda falli niður um þessi mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum Búnaðarstofu þá munu beingreiðslur hins vegar verða greiddar um næstu mánaðarmót.
Áfram


18-apr.-15

Auglýsingasala og vefumsjón

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf hjá Bændablaðinu. Gerð er krafa um reynslu af markaðs- og sölumálum. Þekking og færni á umbrotsforritið Indesign og myndvinnsluforritið Photoshop er kostur. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.
Áfram


17-apr.-15

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa - upptökur

Mynd með fréttRáðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda var haldin föstudaginn 10. apríl í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Áfram


13-apr.-15

Kynningarfundir fjarvis.is um allt land

Mynd með fréttNú standa yfir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, FJARVIS.IS. Á fundunum eru kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundarröðina má sjá nánar við að haka inn á fréttina.
Áfram


31-mar.-15

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Mynd með fréttÍ morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið. Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML.
Áfram


30-mar.-15

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda

Mynd með fréttRáðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands
Áfram


27-mar.-15

Fjárvís III tekur við af Fjárvís II

Mynd með fréttÍ morgun var FJARVIS.IS, eða Fjárvís II, lokað, en hann tók við af Fjárvís I (Dos útgáfu). Þá hófst gagnaflutningur yfir í Fjárvís III, sem er ný kynslóð af skýrsluhaldsforriti í sauðfjárrækt. Það er að því að opna nýtt kerfi 31. mars 2015.
Áfram


26-mar.-15

Rúningskeppnin Gullnu klippurnar á KEX Hostel á laugardaginn

Mynd með fréttLaugardaginn 28. mars kl. 14 verður haldin rúningskeppni í portinu á KEX Hostel við Skúlagötu í Reykjavík. Hér keppa vaskir þátttakendur um hinar einu sönnu gullklippur og einnig kemur dómari frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem mun sýna fimi sína með handklippum.
Áfram


20-mar.-15

Áríðandi tilkynning til notenda FJARVIS.IS

Mynd með fréttÁ miðnætti 26. mars nk. verður skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt FJARVIS.IS lokað vegna flutnings á skýrsluhaldsgögnum yfir í nýtt skýrsluhaldskerfi. Ný útgáfa af FJARVIS.IS verður opnuð þriðjudaginn 31. mars en um er að ræða nýja kynslóð af skýrsluhaldskerfinu.
Áfram


19-mar.-15

Málþing um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki

Mynd með fréttMálþingið verður haldið kl. 13.oo - 17.oo, mánudaginn 23. mars í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð á Hótel Sögu. Tilgangur málþingsins er að miðla upplýsingum um bein og óbein áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og hvernig eftirliti með menguninni er og verður háttað.
Áfram


17-mar.-15

Framkvæmdastjóraskipti hjá Bændasamtökum Íslands

Mynd með fréttEiríkur Blöndal mun að eigin ósk láta af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu mánaðamót. Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórsson sem framkvæmdastjóra BÍ frá 1. apríl n.k.
Áfram


16-mar.-15

Bændablaðið 20 ára í eigu Bændasamtakanna

Mynd með fréttÁ dögunum varð Bændablaðið 20 ára í eigu Bændasamtakanna en það kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands þann 14. mars árið 1995. Frá þessum tíma eru komin út 438 tölublöð af Bændablaðinu.
Áfram


12-mar.-15

Umsóknarfrestur styrkumsókna rennur út 15. mars

Mynd með fréttBændur eru minntir á að umsóknarfrestur vegna styrkumsókna um nýliðun í sauðfjárrækt, uppsetningu á vatnsveitu og lýsingarbúnaðar í ylrækt rennur út næstkomandi sunnudag, 15. mars 2015.
Áfram


05-mar.-15

Hátt í 30 mál afgreidd á Búnaðarþingi

Mynd með fréttBúnaðarþingi 2015 lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi og var fjöldi mála afgreiddur í gær. Meðal þeirra var samþykkt að öll áform um sölu á Hótel Sögu verði lögð til hliðar næstu þrjú árin eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað.
Áfram


02-mar.-15

Brúsastaðir og Efstidalur II hlutu landbúnaðarverðlaunin

Mynd með fréttSigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra afhenti landbúnaðarverðlaunin 2015 á setningarhátíð búnaðarþings. Að þessu sinni hlutu Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð verðlaunin. Er þetta 19 árið sem verðlaunin eru afhent.
Áfram


01-mar.-15

Tónninn sleginn fyrir Búnaðarþing í Hörpunni

Mynd með fréttSetning Búnaðarþings fór fram við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunni í dag. Sindri Sigurgeirsson flutti setningarræðu þar sem hann ræddi m.a um stöðu landbúnaðar á Íslandi í dag. Vel á fimmtahundrað manns voru við setninguna.
Áfram


27-feb.-15

Umóknarfrestur um styrki framlengdur

Mynd með fréttRétt er að vekja athygli bænda á því að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. mars 2015 vegna eftirfarandi umsókna um styrki:
Áfram


24-feb.-15

Búnaðarþing hefst næstkomandi sunnudag með setningu í Hörpunni

Mynd með fréttLaugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. mars verður sannkölluð matarveisla í Hörpunni þar sem sýnt verður fram á allt hið góða sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða undir merkjum Opins landbúnaðar. Setning Búnaðarþings fer fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 1. mars, kl. 12:30 í Silfurbergi.
Áfram


20-feb.-15

Nú er auðveldara að nálgast skattyfirlit á Bændatorginu

Mynd með fréttBúnaðarstofa hefur ákveðið að taka út skilyrði um ÍSLYKILL til þess að  notendur Bændatorgsins geti flétt upp rafrænum skjölum svo sem skattyfirliti (afurðamiða).
Áfram


09-feb.-15

Ráðstefna um tímamót í dýravelferð

Mynd með fréttÞann 23. febrúar næstkomandi verður ráðstefnan tímamót í dýravelferð haldin á Hvanneyri og er samstarfsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtakanna, MAST, Dýraverndurnarsambands Íslands, Landbúnaðarháskólans og Dýralæknafélags Íslands.
Áfram


04-feb.-15

Yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 komið inn á Bændatorgið

Mynd með fréttBúnaðarstofa hefur nú sett yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 inn á Bændatorgið. Það má finna undir Rafræn skjöl, Skattyfirlit.
Áfram


30-jan.-15

Bændasamtök Íslands óska eftir að ráða matráð til starfa í hlutastarf

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða matráð til starfa í hlutastarf. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Áfram


28-jan.-15

Ekki gengið að tilboðum í Hótel Sögu

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til viðræðna um sölu á Hótel Sögu á grundvelli fyrirliggjandi tilboða sem fram komu í söluferli sem fyrirtækjaráðgjöf MP banka annaðist.
Áfram


09-jan.-15

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 1178/2014 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2015 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2015 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands, Búnaðarstofu, fyrir 20. janúar 2015
Áfram


06-jan.-15

Sjálfstæð rekstrareining fyrir stjórnsýsluverkefni

Mynd með fréttÁ síðasta ári var vinna í gangi við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á haustdögum ákvað ráðuneytið að fresta flutningnum um eitt ár en undirritaður hefur verið samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun um hvernig að þessum málum verður staðið á árinu 2015.
Áfram


02-jan.-15

Ný uppfærsla á dkBúbót 14.00A

Mynd með fréttNú er tilbúin uppfærsla á dkBúbót vegna breytinga á virðisaukaskattkerfinu eins og var sagt frá hér hér fyrir áramótin. Hér að neðan er tengill með leiðbeiningum um uppfærsluna.
Áfram


29-des.-14

dkBúbót - ný lög um virðisaukaskatt

Mynd með fréttHinn 16. desember 2014 voru samþykkt á Alþingi lög um breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt og tekur breytingin gildi 1. janúar 2015. Helsta breytingin felst í lækkun á efra virðisaukaskattþrepi og hækkun á neðra virðisaukaskattþrepi.
Áfram


12-des.-14

Kynningarmyndband um íslenskan landbúnað

Mynd með fréttÍ byrjun október var Bændasamtökunum boðið að taka þátt í ræðismannaráðstefnu á vegum Utanríkisráðuneytisins í Hörpunni þar sem ræðismenn Íslands um allan heim komu saman til að kynnast landi og þjóð. Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, kynnti íslenskan landbúnað fyrir gestunum og var myndbandið sýnt af því tilefni. Bændasamtökin unnu það í samvinnu við Profilm (english/enska).
Áfram


26-nóv.-14

Nýtt vefrit um kjarasamninga SGS og BÍ

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands. Í ritinu er að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ritið er að finna á www.bondi.is undir efnisflokknum Félagsmál og Fræðsluefni.
Áfram


19-nóv.-14

Hótel Saga boðin til sölu

Mynd með fréttÁ síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið.
Áfram


18-nóv.-14

Hýsing á dkBúbót - Uppfærð

Mynd með fréttNú hefur staðið yfir um tíma uppfærsla á tölvubúnaði hjá upplýsingatæknisviði sem m.a. hýsir dkBúbót.
Áfram


14-nóv.-14

Málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi

Mynd með fréttBændasamtök Íslands og VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, í samvinnu við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið og Evrópustofu, halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap á Íslandi, í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember í Heklusal, Radisson Blu Hótel Sögu, 2. hæð, kl. 13-17. Málþingið er opið öllum.
Áfram


14-nóv.-14

Landnýting og ferðaþjónusta með hliðsjón af almannarétti

Mynd með fréttBændasamtök Íslands, Félag ferðaþjónustubænda og Landssamtök landeigenda á Íslandi halda málþing um landnýtingu og ferðaþjónustu með hliðsjón af almannarétti, þriðjudaginn 18. nóvember í Heklusal, Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavík, 2. hæð, kl. 10-14. Málþingið er opið öllum.
Áfram


05-nóv.-14

Íslenska geitin komin á veggspjald

Mynd með fréttVeggspjald sem sýnir litafjölbreytileika íslenska geitastofnsins er komið út. Það eru Bændasamtök Íslands sem standa að útgáfunni en ljósmyndirnar koma úr ýmsum áttum.
Áfram


23-okt.-14

Innflutningsbann á hráu kjöti er í þágu íslenskra hagsmuna

Mynd með fréttErna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ritar eftirfarandi grein í Morgunblaðið í dag sem svar við grein Andrésar Magnússonar og Lárusar M.K. Ólafssonar sem birtist í sama blaði þann 13. október síðastliðinn.
Áfram


08-okt.-14

ESA telur innflutningsbann á fersku kjöti ekki standast samninginn um EES

Mynd með fréttÍslensk löggjöf um innflutning á fersku kjöti er andstæð EES-samningnum samkvæmt rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent frá sér. Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, innmat og sláturúrgang hvort sem um ræðir svína-, nauta-, lamba-, geita- eða alifuglakjöt eða kjöt af villtum dýrum.
Áfram


20-sep.-14

Höldum staðreyndum til haga

Mynd með fréttFinni Árnasyni, forstjóra Haga, er umhugað um bættan hag íslenskra bænda. Þessi forstjóri einnar stærstu verslunarkeðju landsins ritaði langa grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að mánaðarlaun íslenska bóndans séu einungis 70 þúsund krónur.
Áfram


18-sep.-14

Íslendingar vilja betri upprunamerkingar matvæla

Mynd með fréttÞað skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti ...
Áfram


13-sep.-14

Af högum bænda

Mynd með fréttForsvarsmenn verslunarinnar hafa ekki dregið af sér á undanförnum misserum að gagnrýna fyrirkomulag í landbúnaði. Draumur þeirra um að geta takmarkalaust flutt inn búvörur frá útlöndum og ávaxtað sitt pund betur en þeir gera í dag er lífseigur.
Áfram


12-sep.-14

Bændasamtökin og fjárlagafrumvarpið

Mynd með fréttÍ nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er liður sem heitir "Bændasamtök Íslands" sem ætti með réttu að nefnast "Búnaðarlagasamningur" til þess að endurspegla ráðstöfun þeirra fjármuna sem undir hann heyra. Fjármunirnir sem þarna um ræðir renna m.a. til ráðgjafarstarfs í landbúnaði, jarðabóta í sveitum, til Framleiðnisjóðs ...
Áfram


10-sep.-14

Bændur leggjast gegn hækkun virðisaukaskatts á mat

Mynd með fréttÍ nýju fjárlagafrumvarpi leggur ríkisstjórnin til að hækka virðisaukaskatt á mat úr 7% í 12%. Bændasamtökin mótmæla þessum áformum harðlega og telja þau skerða samkeppnisstöðu innlendra búvara. Forystumenn bænda telja fátt benda til þess að ríkisstjórnin vilji efla innlenda matvælaframleiðslu með nýju fjárlagafrumvarpi.
Áfram


09-sep.-14

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki framlengdur

Mynd með fréttFrestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki hefur verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014, en hann átti að renna út á morgun, miðvikudag.
Áfram


29-ágú.-14

Fjárréttir haustið 2014

Mynd með fréttListi yfir fjárréttir haustsins er nú birtur á vef Bændablaðsins, www.bbl.is, en um árabil hafa upplýsingarnar verið birtar í blaðinu og hér á vefnum ...
Áfram


28-ágú.-14

Fyrirlestur um verndun búfjárkynja

Mynd með fréttBændasamtök Íslands bjóða til hádegisfyrirlesturs um verndun erfðaauðlinda búfjár í Norræna húsinu þriðjudaginn 9. september næstkomandi kl. 11.30-13.00. Bandaríski vísinda- og fræðimaðurinn dr. Phillip Sponenberg mun þar fjalla um ...
Áfram


25-ágú.-14

Stuðningur vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu

Mynd með fréttBændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum ...
Áfram


20-ágú.-14

Bændur funda með yfirvöldum vegna jarðhræringa í Vatnajökli

Mynd með fréttFulltrúar frá Bændasamtökum Íslands áttu fund miðvikudagsmorguninn 20. ágúst með landbúnaðarráðherra, starfsmönnum atvinnuvegaráðuneytisins og fulltrúa Almannavarna ríkisins vegna jarðhræringanna í norðvestanverðum Vatnajökli.
Áfram


18-ágú.-14

Opið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Mynd með fréttBændur eru minntir á að umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2014 rennur út þann 10. september. Það er opið fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt ...
Áfram


07-ágú.-14

Rafrænir reikningar frá BÍ og yfirlit á Bændatorgi

Mynd með fréttFyrr á árinu var ákveðið hjá Bændasamtökunum að senda einungis út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Þetta er áréttað nú ...
Áfram


18-júl.-14

Sumarlokun á skrifstofum Bændasamtakanna

Mynd með fréttSkrifstofa Bændasamtaka Íslands verður lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí til þriðjudagsins 5. ágúst.
Áfram


11-júl.-14

Áfram stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu

Mynd með fréttSjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna.
Áfram


07-júl.-14

Stjórnsýsluverkefni færð frá Bændasamtökunum

Mynd með fréttSjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett af stað vinnu við að færa stjórnsýsluverkefni landbúnaðaðarmála frá Bændasamtökum Íslands til ríkisins. Meginhluti verkefnanna flyst annars vegar til Matvælastofnunar og hins vegar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
Áfram


01-júl.-14

Skiptiborð lokað 4. júlí

Mynd með fréttSkiptiborð Bændasamtaka Íslands verður lokað föstudaginn 4. júlí vegna sumarleyfa. Beinn sími auglýsinga hjá Bændablaðinu er 563-0362.
Áfram


22-jún.-14

BÍ leggja til við FEIF að þau banni notkun á ákveðnum mélum með tunguboga

Mynd með fréttVegna umræðu um rannsókn á áverkum í munni hrossa óskuðu Bændasamtök Íslands eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt á mögulegu notkunarbanni á mélum með tunguboga. Fagráðið hefur þann tilgang að móta stefnu ...
Áfram


19-jún.-14

Breyting á stjórn BÍ

Mynd með fréttBreyting varð á stjórn Bændasamtakanna á stjórnarfundi sem haldinn var í Bændahöllinni 18. júní. Guðbjörg Jónsdóttir frá Læk í Flóahreppi sat þá sinn síðasta stjórnarfund en Guðbjörg hefur hætt búskap og samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna geta einungis þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda búrekstur í atvinnuskyni eða til eigin nota átt aðild að samtökunum. Af þessum ástæðum víkur Guðbjörg nú úr stjórn. Guðrún Stefánsdóttir bóndi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er varamaður ...
Áfram


19-maí-14

Til leigu skrifstofur í Bændahöll

Mynd með fréttÍ Bændahöllinni, Hótel Sögu, er til leigu skrifstofuaðstaða á 2. hæð. Um er að ræða tvö rými með sameiginlegri fundaraðstöðu og kaffikrók.
Áfram


05-maí-14

BÍ sendir rafræna reikninga

Mynd með fréttBændasamtökin munu framvegis einungis senda út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu ...
Áfram


15-apr.-14

Nýir formenn hjá Búvest og BSSL

Mynd með fréttÞessa dagana standa yfir aðalfundir nokkurra aðildarfélaga BÍ. Nokkur mannaskipti urðu í stjórnum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Búnaðarsambands Suðurlands í liðinni viku.
Áfram


27-mar.-14

Þróunarverkefni í nautgriparækt - Umsóknarfrestur til 10. apríl 2014

Mynd með fréttHér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt.Styrkt eru verkefni sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og falla undir það að vera rannsóknir eða þróunarverkefni í nautgriparækt. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.
Áfram


27-mar.-14

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt - Umsóknarfrestur til 1. apríl 2014

Mynd með fréttHér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt. Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni". Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja.
Áfram


26-mar.-14

Sjúkrasjóður BÍ lagður niður

Mynd með fréttBúnaðarþing 2014 samþykkti að leggja niður Sjúkrasjóð BÍ í núverandi mynd. Lokað hefur verið á móttöku umsókna um styrki úr sjóðnum þar sem fjármunir hans eru uppurnir.
Áfram


26-mar.-14

Greiðsluyfirlit birt á Bændatorgi

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa á undanförnum árum byggt upp Bændatorgið, sem er gagnvirk upplýsingagátt fyrir bændur. Á Bændatorginu er aðgangur að rafrænum skjölum; skjölum í skjalakerfi, greiðslum, skattyfirliti, sláturgögnum frá afurðastöðvum og bréfum.
Áfram


25-mar.-14

Vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla menntamálaráðherra um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands: Landbúnaðarháskóli Íslands verður af 300 milljóna króna framlagi ríkisins næstu tvö árin þar sem horfið hefur verið frá sameiningu skólans við Háskóla Íslands, samkvæmt því sem fjölmiðlar ...
Áfram


20-mar.-14

Skattfé ekki notað við fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf.

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna rangra fullyrðinga í fréttaflutningi um fjárhagslega endurskipulagningu Hótels Sögu ehf. „Samkomulag við Arion banka, stærsta lánveitanda Hótels Sögu ehf., um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins var undirritað í árslok 2013. Samkomulagið tryggði rekstrarhæfi ...
Áfram


20-mar.-14

Nýr kjarasamningur við SGS vegna starfsfólks í landbúnaði

Mynd með fréttBændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins ...
Áfram


20-mar.-14

Um fjármál Bændasamtaka Íslands

Mynd með fréttBændasamtökin eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna búnaðarlagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnaðarlagasamning eru lögbundin en samninginn má lesa í heild sinni á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ríkisendurskoðun fær reikninga BÍ til skoðunar ár hvert.
Áfram


16-mar.-14

Ný útgáfa af dkBúbót komin út

Mynd með frétt Ný útgáfa af dkBúbót er tilbúin. Þessi útgáfa ber útgáfunúmerið 13.10A og er sú útgáfa sem þarf að vera búið uppæra dkBúbót upp í til að gera og skila skattframtali 2014 vegna ársins 2013.
Áfram


08-mar.-14

Væntanleg uppfærsla á dkBúbót

Mynd með fréttSkattframtal einstaklinga opnaði á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Áfram


05-mar.-14

Búnaðarþingi lokið - ályktanir á vefnum

Mynd með fréttBúnaðarþingi 2014 lauk um kvöldmatarleytið á þriðjudag en þinghald hófst sunnudaginn 2. mars á Hótel Sögu. Alls voru 39 þingmál sem lágu fyrir búnaðarþingi þetta árið. Upplýsingar um afdrif mála er að finna hér á vefnum bondi.is.
Áfram


01-mar.-14

Fjölmenni við setningu Búnaðarþings í Hörpu

Mynd með fréttBúnaðarþing 2014 var sett við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag að viðstöddu fjölmenni. Setningarathöfnin markar upphafið að þriggja daga búnaðarþingi þar sem fulltrúar bænda koma saman og ræða hagsmunamál stéttarinnar, marka stefnu og ráða ráðum sínum. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu en formleg störf þess hefjast á morgun sunnudag kl. 10.00.
Áfram


28-feb.-14

Búnaðarþing 2014 og Matarhátíð í Hörpu

Mynd með fréttBúnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn, laugardaginn 1. mars, klukkan 12.30 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Kokkakeppni matarhátíðarinnar Food & Fun fer fram í kjölfarið í salnum Norðurljósum. Á sama tíma verður iðandi mannlíf á matarmarkaði Búrsins, þar sem á fimmta tug smáframleiðenda bjóða fram sínar vörur.
Áfram


17-feb.-14

Tollar og innlend matvælaframleiðsla

Mynd með fréttEnn á ný er umræða í þjóðfélaginu um aukinn innflutning á búvörum og um þau rekstrarskilyrði sem íslenskum landbúnaði eru búin. Bændasamtökin hafa í áranna rás fjallað ítarlega um tollvernd og gildi hennar fyrir þjóðarbúið og bændur. Það eru stjórnvöld sem móta landbúnaðarstefnuna í gegnum búvörusamninga við bændur, búvörulög, margvíslega reglusetningu og ekki síst með tollalögum.
Áfram


06-feb.-14

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Mynd með fréttFulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur ...
Áfram


05-feb.-14

Umsókn um orlofsdvöl sumarið 2014 - Hólar og Flúðir

Mynd með fréttFélögum í búnaðarsamböndum og búgreinafélögum sem eiga aðild að Bændasamtökum Íslands býðst að sækja um dvöl í orlofshúsum á Flúðum og á Hólum. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2014.
Áfram


30-jan.-14

Flutningur verkefna frá BÍ í undirbúningi

Mynd með fréttUm næstu mánaðamót verða breytingar á starfaskipan hjá BÍ í tengslum við flutning samningsbundinna verkefna frá samtökunum til ríkisvaldsins. Frá og með 1. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014 tekur Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, að sér að verkstýra undirbúningi flutnings verkefna frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR).
Áfram


24-jan.-14

Leggjast á eitt við að bæta upprunamerkingar matvæla

Mynd með fréttBændasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og Neytendasamtökin hafa skrifað undir „sáttmála um upprunamerkingar á matvælum“ þar sem kveðið er á um vilja þeirra til að standa saman að bættum upprunamerkingum. Samtökin telja það sjálfsögð réttindi neytenda að vita hvaðan maturinn þeirra kemur.
Áfram


21-jan.-14

Launamiðauppfærsla á dkBúbót

Mynd með fréttÚt er komin uppfærsla á dkBúbót. Þessi uppfærsla á dkBúbót hefur það meginmarkmið að gera notendum kleift að senda inn launamiða fyrir árið 2013.
Áfram


17-jan.-14

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

Mynd með fréttSamtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fóru fram á það í desember síðastliðnum við Verðlagsnefnd búvöru að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur.
Áfram


09-jan.-14

Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, reifar afdráttarlausar skoðanir bænda á upprunamerkingum á búvörum í nýju Bændablaði. Hann leggur áherslu á að neytendur séu upplýstir um það hvaðan maturinn kemur og segir meðal annars: "Undantekningalaust ætti að merkja innfluttar búvörur eftir uppruna. Það er á ábyrgð ...
Áfram


07-jan.-14

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 1227/2013 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2014 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2014 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. janúar 2014 ...
Áfram


27-des.-13

Ný Nautaskrá aðgengileg á vefnum

Mynd með fréttNautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013-2014 er nú aðgengileg á vefnum. Hún fer í prentun um áramótin og verður send til kúabænda snemma á nýju ári. Í skránni er að finna allar helstu upplýsingar um þau kynbótanaut sem verða í notkun næstu mánuði. Hún er því mikilvægt uppsláttarrit fyrir þá sem kynbæta vilja kúastofninn, hvort sem er á heimabúi eða á landsvísu.
Áfram


23-des.-13

Opnun á skrifstofum BÍ yfir hátíðarnar

Mynd með fréttOpnunartímar skrifstofu BÍ verða sem hér segir yfir hátíðarnar: - mán. 23. desember, Þorláksmessa: 8:00-12:00 Lokað eftir hádegi. - þri. 24. desember: Lokað - fös. 27. desember: Opið 10:00-16:00 - mán. 30. desember: Opið 8:00-16:00. - fim. 2. janúar: Opið 10:00-16:00.
Áfram


11-des.-13

Breytingar á bondi.is

Mynd með fréttEftir stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur nær öll miðlun á leiðbeiningaefni til bænda færst af vefsíðunni bondi.is og yfir á vefinn rml.is. Efni af gömlu ráðgjafarsviðssíðu bondi.is verður þó aðgengilegt enn um sinn þar sem innihaldið verður ekki flutt að öllu leyti yfir á rml.is.
Áfram


09-des.-13

Ályktað um framtíð LbhÍ

Mynd með fréttFormenn búnaðarfélaga á Vesturlandi ályktuðu á dögunum um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem þeir skora á yfirvöld og hagsmunaaðila að standa vörð um starfsemi skólans. Ályktunin er ekki sú fyrsta ...
Áfram


04-des.-13

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk á næsta ári

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að auka greiðslumark mjólkur um sjö milljón lítra á komandi verðlagsári. Greiðslumarkið verður 123 milljónir lítra en er á þessu ári 116 milljónir lítrar. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur stjórn Auðhumlu þegar gefið út að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk á næsta ári. Er það gert vegna mikillar sölu undanfarið ...
Áfram


25-nóv.-13

Bændadagar í borginni - MYNDIR

Mynd með fréttBændasamtökin buðu bændum í heimsókn í Bændahöllina föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn til þess að kynna sér starfsemina og gera sér glaðan dag í leiðinni. Leikurinn verður endurtekinn á föstudaginn kemur (29. nóv.) þar sem bændum gefst kostur á að koma á skrifstofur BÍ frá kl. 14:00 til 17:00.
Áfram


21-nóv.-13

Bændafundur á Ísafirði fellur niður

Mynd með fréttBændafundi á Hótel Ísafirði, sem vera átti í dag kl. 12:00, er frestað. Ekki er flogið til Ísafjarðar og veðurspá er óhagstæð það sem eftir lifir dags. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
Áfram


14-nóv.-13

Bændafundir haldnir á næstu vikum

Mynd með fréttNú standa fyrir dyrum bændafundir Bændasamtakanna sem haldnir eru síðla hausts. Í ár munu nokkrir gestafyrirlesarar slást í för með stjórnarmönnum samtakanna og fjalla um margvísleg málefni tengd landbúnaðinum. Í byrjun ...
Áfram


13-nóv.-13

Öll vefkerfi Bændasamtakanna liggja niðri

Öll vefkerfi Bændasamtaka Íslands liggja niðri þessa stundina vegna netvillu hjá hýsingaraðila, Advania. (Viðbót: Advania hefur komið upp tengingu, þannig að öll kerfi eru komin í gang)
Áfram


12-nóv.-13

Bændur ræða um endurskoðun á félagskerfinu

Mynd með fréttFormannafundur aðildarfélaga BÍ stendur nú yfir í Bændahöllinni. Á fundinn mæta formenn og framkvæmdastjórar búgreinafélaga og búnaðarsambanda ásamt fulltrúum BÍ. Til umræðu eru ...
Áfram


31-okt.-13

Bændur vilja standa vörð um sjálfstæði landbúnaðarháskólanna

Mynd með fréttÍ leiðara Bændablaðsins skrifar Sindri Sigurgeirsson um málefni landbúnaðarháskólanna og mögulega sameiningu LbhÍ við Háskóla Íslands. Leiðarinn er birtur hér í heild sinni:
Áfram


14-okt.-13

Bætur vegna tjóns af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu

Mynd með fréttBjargráðasjóður mun bæta bændum tjón af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu veturinn 2012 - 2013. Í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa verið settar sértækar reglur til þess að bæta umrætt tjón, eftir því sem fjárveiting leyfir.
Áfram


03-okt.-13

Starfsmaður í mötuneyti

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir matráði til starfa í mötuneyti samtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Starfið felst í kaffiumsjón, gerð hádegismatar, að útbúa veitingar fyrir fundi auk léttra ræstinga.
Áfram


30-sep.-13

Stuðningur til ullarsöfnunar

Mynd með fréttSamkvæmt 3. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar auglýsa Bændasamtök Íslands eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Verklagsreglurnar, sem hafa hlotið staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, eru aðgengilegar ...
Áfram


23-sep.-13

Íslenskur landbúnaður og ný OECD-skýrsla

Mynd með fréttÍ tilefni nýrrar skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um landbúnað vilja Bændasamtök Íslands taka eftirfarandi fram: Stuðningur við landbúnað hækkar í heild innan landa OECD, ekki bara á Íslandi, eftir óslitna lækkun í aldarfjórðung. Hækkun stuðnings á Íslandi frá árinu 2008 er innan við helmingur af hækkun verðlags á sama tíma. 40% af stuðningi við íslenskan landbúnað er reiknuð markaðsvernd en ekki útgjöld úr ríkissjóði.
Áfram


13-sep.-13

Matreiðslumeistari hittir bændur

Mynd með fréttBændur og martreiðslumenn hafa leitt saman hesta sína undanfarnar vikur í samstarfi Bændablaðsins og veitingastaðarins Grillsins á Hótel Sögu. Í blaðinu hafa birst ljósmyndir og fróðleikur um hráefnið auk uppskrifta. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fer í heimsókn í sveitina og ræðir við sína birgja. Hvað er það sem kokkurinn og bóndinn tala um þegar búvörur eru annars vegar?
Áfram


06-sep.-13

Umsóknarfrestur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða framlengdur

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa ákveðið að framlengja umsóknarfrest um framlög til til jarðræktar og hreinsunar affallskurða, samkvæmt reglum nr. 707/2013 til 20. september næstkomandi.
Áfram


02-sep.-13

Norrænn landbúnaður getur lagt sitt af mörkum

Mynd með fréttNauðsyn þess að framleiða mat fyrir heimsbyggðina skapar tækifæri til vaxtar fyrir norrænan landbúnað og Norðurlöndin geta verið í forystu þeirra landa sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu búvara. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bænda í Samtökum norrænna bænda (NBC) sem haldinn var í Danmörku dagana 28.-30. ágúst síðastliðinn.
Áfram


21-ágú.-13

Fjár- og stóðréttir haustið 2013

Mynd með fréttEins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökunum hefur haft veg og vanda af samantekt listans og Freyr Rögnvaldsson blaðamaður verið honum innan handar.
Áfram


07-ágú.-13

Umsóknir um styrki til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Mynd með fréttOpnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækjandi að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013.
Áfram


01-ágú.-13

Ný Nautaskrá komin á vefinn

Mynd með fréttÚt er komin ný nautaskrá, minni að umfangi en áður. Tekin var ákvörðun um að kynna einungis ný reynd naut úr árgangi 2007, en láta kynningu úr fyrri skrá duga fyrir eldri nautin. Nálægt áramótum kemur út önnur nautaskrá og þá veglegri með kynningu á öllum þeim nautum sem þá verða í dreifingu.
Áfram


18-júl.-13

Opnun á skrifstofum BÍ

Mynd með fréttLágmarksstarfsemi er á skrifstofum BÍ vegna sumarleyfa þessa dagana. Skiptiborðið verður lokað 22. júlí til 6. ágúst en beint símanúmer Bændablaðsins er 563-0303 (auglýsingar) og ...
Áfram


17-júl.-13

Reglur um jarðræktarstyrki - bráðabirgðaákvæði vegna kalskemmda

Mynd með fréttReglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða hafa verið birtar á vef Bændasamtakanna. Í reglunum er kveðið á um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði en þar má m.a. finna upplýsingar um framlög til sáningar í ræktunarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt ...
Áfram


04-júl.-13

Nýtt app fyrir tilboð og uppskriftir á lambakjöti

Mynd með fréttMeð nýju íslensku snjallsímaforriti geta íslenskir neytendur nú fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og uppástungur um uppskriftir sem henta fyrir kjötið. Fyrst um sinn verður þessi snjalla lausn í samstarfi við verslanir Krónunnar en gert er ráð fyrir að fleiri verslanir muni bætast í hópinn áður en langt um líður.
Áfram


21-jún.-13

350 milljónir til bænda á kalsvæðum

Mynd með fréttÁ ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um 350 milljóna króna stuðning við bændur á þeim svæðum sem urðu illa úti vegna kals og snjóþyngsla.
Áfram


20-jún.-13

Meira en 5.000 hektarar skemmdir vegna kals

Mynd með fréttYfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austur­landi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu, en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Segja má að nær öll sýslan sé undirlögð af kali.
Áfram


20-jún.-13

Átak í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts

Mynd með fréttRáðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna og auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstrarforsendur og benda á leiðir ...
Áfram


12-jún.-13

Íslenskir gestir á aðalfundi Norges bondelag

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ eru staddir í Noregi á aðalfundi Norges bondelag sem að þessu sinni er haldinn í Loen í Sogni og Fjörðunum. Þeir eru þar í boði stjórnar norsku bændasamtakanna en áralöng samvinna og vinátta er á milli íslenskra og norskra bænda.
Áfram


04-jún.-13

Ný útgáfa af LAMB með heimarétt

Mynd með fréttNý útgáfa af LAMB (www.lamb.bondi.is), nýju vefforriti fyrir sauðfjárrækt, er komin út. Í þessari útgáfu hefur verið bætt við svokallaðri ,,heimarétt", en í henni er yfirlit yfir fjárstofn búsins; lifandi ær, hrúta og lömb.
Áfram


03-jún.-13

Nýr inngangur á skrifstofur BÍ í Bændahöll

Mynd með fréttÁ síðasta ári var ráðist í breytingar á skrifstofuaðstöðu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni. Í kjölfarið á þeim var móttaka viðskiptavina og gesta færð í miðju 3. hæðarinnar í eldri álmu Hótel Sögu. Framvegis verður gengið inn um ...
Áfram


31-maí-13

Verulegt tjón vegna kals á Norður- og Austurlandi

Mynd með fréttForsvarsmenn Bændasamtakanna, Bjargráðasjóðs og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fóru til fundar við fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag til þess að ræða stöðu mála vegna ótíðar á Norður- og Austurlandi síðastliðna mánuði. Ljóst er að bændur á stórum landssvæðum standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals og kulda.
Áfram


24-maí-13

Mikill meirihluti vill bann við innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti

Mynd með fréttHelmingur Íslendinga vill leggja mikla áherslu á að vernda íslenskan landbúnað, m.a. með innflutningstollum og 58,6% vilja að bannað sé að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt, til landsins. Íbúar á landsbyggðinni eru almennt meðmæltari innflutningsbanni á hráu, ófrosnu kjöti en fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Áfram


17-maí-13

Formaður BÍ gagnrýnir tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, gagnrýndi harðlega tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld varðandi landbúnað á umræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja síðasta miðvikudag.
Áfram


10-maí-13

Fundahöld vegna stöðu mála á Norður- og Austurlandi

Mynd með fréttFulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bjargráðarsjóði héldu sinn annan fund í morgun til að fara yfir stöðu mála á Norður- og Austurlandi þar sem víða eru mikil snjóþyngsli og á mörgum bæjum hætta á kali vegna klaka á túnum.
Áfram


06-maí-13

Kynbótasýning á Akureyri - framlenging á skráningarfresti

Mynd með fréttKynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 16 og 17. maí næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er miðvikudaginn
Áfram


30-apr.-13

Viðbrögð við slæmri tíð á Norður- og Austurlandi

Mynd með fréttFulltrúar Bændasamtakanna, Bjargráðasjóðs, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins funduðu nýlega um þá stöðu sem uppi er á Norður- og Austurlandi vegna snjóþyngsla, klaka í túnum og mögulegs heyskorts. Á fundinum var ákveðið ...
Áfram


26-apr.-13

Átak í viðhaldi og endurnýjun varnargirðinga

Mynd með fréttÁ síðasta degi vetrar var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til.
Áfram


18-apr.-13

Tuttugu ESB-ríki eru með hærra hlutfall neysluútgjalda til matvæla en Ísland

Mynd með fréttHlutfall útgjalda til matvörukaupa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat á árinu 2013 sýna að Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14%
Áfram


16-apr.-13

Ítölugerð fyrir afréttarlandið Almenninga

Mynd með fréttFyrir skömmu skilaði ítölunefnd beitarþolsmati fyrir afréttarlandið Almenninga í Rangárþingi eystra. Mælt er með vægri beit að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um beitartíma, áframhaldandi uppgræðslu, reglubundna ástandsvöktun o.fl.
Áfram


12-apr.-13

Hver á að framleiða matinn okkar? Upptaka af fyrirlestri á Netinu

Mynd með fréttBændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Hvaða leiðir eiga Íslendingar að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins?
Áfram


03-apr.-13

Góð sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er auðlegð sem þarf að verja með öllum ráðum

Mynd með fréttRíflega 120 manns mættu til hádegisfundar í Bændahöllinni um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Fyrirlestrar eru aðgengilegir hér á vefnum, sem pdf og hljóð og mynd. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, sagði í ávarpi við upphaf fundarins ...
Áfram


29-mar.-13

Opin málstofa um beitarmál og landnýtingu

Mynd með fréttLandssamtök sauðfjárbænda standa fyrir opinni málstofu um beitarmál og landnýtingu föstudaginn 5. apríl kl. 14:30 í Bændahöllinni, salnum Heklu á 2. hæð. Allt áhugafólk er velkomið.
Áfram


21-mar.-13

Tollar og innlend matvælaframleiðsla

Mynd með fréttÍ fyrrasumar gáfu Bændasamtökin út fræðslubækling um tolla og íslenskan landbúnað. Markmiðið með útgáfunni var að fara með skipulögðum hætti yfir tollaumhverfi íslensks landbúnaðar og landbúnaðarstefnu stjórnvalda.
Áfram


18-mar.-13

Frestur til að sækja um orlofshús BÍ framlengdur til 1. apríl

Mynd með fréttFélagsmenn Bændasamtakanna eru hvattir til að nýta sér útleigu á sumarhúsum samtakanna í sumar annaðhvort á Hólum í Hjaltadal eða í Vaðnesi í Grímsnesi. Frestur til að sækja um orlofshúsin hefur nú verið framlengdur til 1. apríl.
Áfram


05-mar.-13

Sindri Sigurgeirsson nýr formaður BÍ og konur í meirihluta stjórnar

Mynd með fréttSindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, er nýr formaður Bændasamtaka Íslands en hann var kjörinn á Búnaðarþingi í dag. Ný stjórn var kosin til næstu þriggja ára og urðu þau tíðindi að í fyrsta sinn eru konur í meirihluta.
Áfram


05-mar.-13

Breyttar dagsetningar hrossaræktarfunda

Mynd með fréttVegna veðurs og veðurspár hefur dagsetningum tveggja af þremur fyrirhugaðra funda um málefni hrossaræktarinnar verið breytt á eftirfarandi hátt. Óbreytt dagsetning, fimmtudaginn 7. mars. Ásgarði, Hvanneyri. Þriðjudaginn 12. mars.
Áfram


04-mar.-13

Handverkskonur milli heiða og Laxárdalur II hlutu Landbúnaðarverðlaunin

Mynd með fréttLandbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt við setningu búnaðarþings á sunnudaginn var. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin.
Áfram


01-mar.-13

Hrossaræktarfundir 4. - 7. mars

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum í komandi viku. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30: Mánudaginn 4. mars. Gistihúsinu, Egilsstöðum ...
Áfram


28-feb.-13

Gjaldtaka fyrir ráðgjafarþjónustu

Mynd með fréttAtvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. hafi heimild til þess að innheimta að hámarki kr. 5.000 auk virðisaukaskatts pr. klst. fyrir vinnu að sérfræðistörfum sem falla undir búnaðarlög ...
Áfram


28-feb.-13

Framleiðsluverðmæti landbúnaðar var 51,8 milljarðar árið 2011

Mynd með fréttHagstofa Íslands hefur gefið út Hagreikninga landbúnaðarins fyrir árin 2007-2011. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan gefur út hagreikninga fyrir landbúnað í samræmi við samræmda evrópska aðferðafræði.
Áfram


27-feb.-13

Viðhald á vefþjónum - vefsíður niðri

Mynd með fréttVegna viðhalds á endabúnaði nettengingar á Keldnaholti, þar sem ýmsir landbúnaðarvefir eru vistaðir, má búast við að netlaust verði við Keldnaholt á milli klukka 16:00 og 17:30 í dag, miðvikudaginn 27.02.2013.
Áfram


27-feb.-13

Samanburður á áburðartegundum

Mynd með fréttSigurður Þór Guðmundsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hefur tekið saman töflu yfir þær áburðartegundir sem verða í boði í vor ásamt verði. Alls eru fjórir aðilar sem bjóða bændum áburð í ár.
Áfram


19-feb.-13

Um innflutning á lifandi dýrum og ESB-umsókn stjórnvalda

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson, formaður BÍ, ritar grein í Morgunblaðið þar sem hann svarar Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, um málefni tengd ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu Bændasamtakanna. Greinin er birt hér í heild sinni.
Áfram


18-feb.-13

Fundir um málefni hrossaræktarinnar

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Áfram


18-feb.-13

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir unga þjálfara og sýnendur kynbótahrossa

Mynd með fréttNámskeið á vegum FEIF sambærilegt því sem haldið hefur verið tvö undanfarin ár verður einnig í boði í vor. Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem þjálfar og sýnir kynbótahross á markvissan hátt en hefur auk þess áhuga á frekari menntun, þjálfun og skoðanaskiptum á þessu sviði.
Áfram


11-feb.-13

Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum

Mynd með fréttVeittir eru styrkir til uppsetningar á lýsingarbúnaði samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Umsóknir um styrki skulu berast til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. mars.
Áfram


11-feb.-13

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í janúar 2013

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni fyrir janúar 2013, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is. Nánar má skoða þær ...
Áfram


25-jan.-13

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni árið 2012

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni fyrir árið 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Í næsta Bændablaði mun verða gerð betri grein fyrir niðurstöðunum ...
Áfram


24-jan.-13

Ný prentmiðlakönnun Capacent: 31% landsmanna les Bændablaðið

Mynd með fréttBændablaðið, sem gefið er út af Bændasamtökum Íslands, tók í fyrsta skipti þátt í stóru prentmiðlakönnun Capacent á síðasta ársfjórðungi. Helstu niðurstöður eru þær að Bændablaðið er með 31% meðallestur yfir landið allt, algjöra yfirburði á landsbyggðinni með 51% lestur ...
Áfram


22-jan.-13

Haraldur hættir sem formaður Bændasamtakanna á næsta búnaðarþingi

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, mun stíga af formannsstóli á komandi búnaðarþingi, sem verður sett 3. mars næstkomandi. Ástæðan er sú að Haraldur mun sitja í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til komandi alþingiskosninga.
Áfram


15-jan.-13

Allt um ferðaþjónustu bænda sumarið 2013

Mynd með fréttEnskur kynningarbæklingur Ferðaþjónstu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar er kominn út vegna ársins 2013. Í bæklingnum er hægt að finna upplýsingar um alla bæi innan vébanda Ferðaþjónustu bænda auk upplýsinga um nokkra aðila ...
Áfram


14-jan.-13

Verðskrá BÍ vegna ráðstöfunar fjár vegna ullarnýtingar

Mynd með fréttÞann 23. nóvember sl. staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklagsreglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Sunnudaginn 25. nóvember ...
Áfram


10-jan.-13

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 1083/2012 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2013 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2013 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 25. janúar 2013 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa, sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2013.
Áfram


09-jan.-13

Reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Mynd með fréttEftirfarandi reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt voru samþykktar á milli jóla og nýárs.
Áfram


07-jan.-13

Staðgreiðsla 2013 - Áramótavinnslur

Mynd með fréttRíkisskattstjóri hefur birt staðgreiðsluforsendur fyrir árið 2013 og þurfa þeir sem nota launakerfið í dkBúbót að setja þær inn. Skatthlutfall í staðgreiðslu er óbreytt en mörk þrepa hafa hækkað og ...
Áfram


07-jan.-13

Landbúnaðarvefir ekki virkir á milli 17 og 18

Mynd með fréttÍ dag, mánudaginn 7. janúar, verður nettengin á Keldnaholti rofin vegna viðgerða á milli kl. 17:00 og 18:00. Ýmsir landbúnaðarvefir, sem eru vistaðir hjá LbhÍ, verða því ekki virkir um stund. Þar á meðal er bondi.is og bbl.is.
Áfram


04-jan.-13

Upplýsingar um jarðræktarstyrki á Bændatorginu

Mynd með fréttÞann 28. desember sl. voru jarðræktarstyrkir vegna ræktunar ársins 2012 greiddir út til bænda. Styrkirnir eru greiddir úr sjóði sem er fjármagnaður af búnaðarlagasamningi, mjólkursamningi og sauðfjársamningi. Styrkurinn nam 13.350 kr. á fyrstu 20 ha, en 8.900 kr. á ræktun frá 20 – 40 ha. Ræktun umfram 40 ha var ekki styrkt.
Áfram


21-des.-12

Nýráðningar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.

Mynd með fréttBúið er að ganga frá ráðningum í stjórnunarstöður hjá nýju ráðgjafarfyrirtæki bænda sem tekur formlega til starfa um áramótin. Fyrirtækið, sem mun heita „Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf.“, verður til eftir sameiningu ...
Áfram


21-des.-12

Ný Nautaskrá komin á Netið

Mynd með fréttNautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir veturinn 2013 er komin á Netið. Skráin verður send út í fyrstu viku nýs árs til kúabænda ásamt fylgispjöldum um skyldleika og reynd naut. Þangað til verða bændur að láta jólabækurnar duga eða skoða skrána á Netinu.
Áfram


11-des.-12

Nautgriparæktin: Niðurstöður afurðaskýrslna í nóvember

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok nóvemer 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 11. desember, höfðu borist skýrslur frá 94% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


11-des.-12

Slæmur aðbúnaður á ekki að líðast

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, kom fram í fréttaviðtali í kvöldfréttum Sjónvarps í gærkvöldi þar sem hann fordæmdi alla meðferð á gripum sem sjást á myndum Matvælastofnunar ...
Áfram


04-des.-12

Reglur um tjónabætur Bjargráðasjóðs vegna óveðursins í september

Mynd með fréttBúið er að staðfesta í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða ...
Áfram


28-nóv.-12

Ný leiðbeiningaþjónusta bænda auglýsir eftir stjórnendum

Mynd með fréttUndirbúningur að stofnun nýs fyrirtækis á landsvísu um ráðgjafarþjónustu fyrir bændur er nú í fullum gangi. Nú hafa stöður framkvæmdastjóra og lykilstjórnenda verið auglýstar.
Áfram


28-nóv.-12

Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar

Mynd með fréttStaðfesting á verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og er auglýsingin eftirfarandi:
Áfram


23-nóv.-12

Bændur samþykkja búvörusamninga

Mynd með fréttHinn 24. nóvember 2012 voru atkvæði talin úr póstatkvæðagreiðslu um sauðfjársamning og mjólkursamning. Í mjólkursamningi voru niðurstöðurnar þær að 87,1% sögðu "já" en 11,1% "nei". Á kjörskrá voru 1.229 en kjörsókn 36%. Sauðfjársamningur var samþykktur með 91,1% greiddra atkvæða."Nei" sögðu 6,7%. Á kjörskrá voru 2.755 og kjörsókn var 32,3%.
Áfram


15-nóv.-12

Framkvæmdastjóri NorFór

Mynd með fréttSamnorræna félagið NorFór óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í hálft starf. Félagið NorFór starfrækir nýtt norrænt kerfi til fóðurmats og fóðuráætlanagerðar fyrir nautgripi. Félagið er í eigu fjögurra aðila ...
Áfram


14-nóv.-12

Ráðstefnan Hrossarækt 2012

Mynd með fréttRáðstefnan Hrossarækt 2012 verður haldin í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.
Áfram


12-nóv.-12

Tölvukerfi lokuð í sólarhring föstudaginn 16. nóv.

Mynd með fréttVegna uppfærslu á Oracle gagnagrunni BÍ munu öll tölvukerfi BÍ liggja niðri í um sólarhring frá klukkan 17:00 á föstudeginum 16. nóv.
Áfram


12-nóv.-12

Nautgriparæktin - niðurstöður afurðaskýrslna í október

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok október 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 11. nóvember, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


08-nóv.-12

Sauðfjárræktarfundir á næsta leiti

Mynd með fréttLíkt og undanfarin ár verður útgáfu Hrútaskrárinnar fylgt eftir með fundum um allt land, þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna verður kynntur. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur BÍ, mun mæta á alla fundina auk sauðfjárræktarráðunauta á hverju svæði.
Áfram


07-nóv.-12

"Jólabók sauðfjárbóndans"

Mynd með fréttHrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2012-2013 er komin á vefinn. Áætlað er að prentaða útgáfan komi út 14. nóvember nk. og verður henni fylgt úr hlaði með kynningum í sveitum landsins eins og venja er. Fundaplan verður birt á vefnum og í Bændablaðinu þegar ...
Áfram


06-nóv.-12

Næstu bændafundir

Mynd með fréttNæstu bændafundir verða haldnir á Egilsstöðum á þriðjudaginn og í Húnavatnssýslu og Skagafirði á fimmtudaginn. Fundirnir verða sem hér segir:
Áfram


05-nóv.-12

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2012

Mynd með fréttBúið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2012. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður ...
Áfram


30-okt.-12

Leiðbeiningaþjónusta bænda í eitt félag

Mynd með fréttAukabúnaðarþing 2012, sem haldið var mánudaginn 29. október, samþykkti að stofna skuli sérstakt félag um leiðbeiningaþjónustu bænda. Mikil samstaða var um sameiningu leiðbeiningaþjónustu á landsvísu ...
Áfram


27-okt.-12

Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu

Mynd með fréttBoðað hefur verið til aukabúnaðarþings mánudaginn 29. október vegna breyt­inga á leiðbeininga­þjónustu land­­búnaðar­ins. Verður þingið haldið í framhaldi af samþykkt síðasta búnaðar­þings, þar sem ályktað var um grundvallarbreytingar á starfseminni.
Áfram


26-okt.-12

Niðurstöður úr skoðun lambhrúta 2012 undan sæðingastöðvahrútum

Mynd með fréttBúið er að taka saman niðurstöðurnar fyrir allt landið úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2012. Þær niðurstöður má allar sjá með því að smella hér. Í heild hefur lambahópurinn aldrei verið betri en í haust, lömbin eru að jafnaði kílói þyngri ...
Áfram


23-okt.-12

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttNámskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri, mánudaginn 5. nóvember, Stóra-Ármóti, miðvikudaginn 7. nóvember, Búgarði á Akureyri, föstudaginn 9. nóvember
Áfram


19-okt.-12

Bændafundir fram undan

Mynd með fréttBændafundir verða haldnir á næstu dögum og vikum. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir í samvinnu við LK og LS. Rætt verður um nýja búnaðarlaga­samninginn og framlengda búvöru­samninga ...
Áfram


16-okt.-12

Ræktunarmaður/menn ársins 2012

Mynd með fréttFagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins. Valið stóð á milli 74 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu.
Áfram


15-okt.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í september

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok september 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 594 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


10-okt.-12

Styrkir vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu

Mynd með fréttBændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 497/2012 í Stjórnartíðindum.
Áfram


28-sep.-12

Nýr búnaðarlagasamningur og búvörusamningar framlengdir

Mynd með fréttNýr búnaðarlagasamningur var undirritaður í dag af hálfu Bændsamtakanna og ríkisvaldsins. Við sama tilefni voru núverandi búvörusamningar um framleiðslu sauðjárafurða, mjólkur og samningur um starfsskilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár.
Áfram


27-sep.-12

Tjón vegna álfta og gæsa

Mynd með fréttÁlft og gæs valda miklu tjóni á ræktarlöndum ár hvert. Til þess að afla frekari gagna um tjón vilja Bændasamtökin beina því til bænda að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til samtakanna á netfangið bpb@bondi.is.
Áfram


18-sep.-12

Íbúafundir í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins

Mynd með fréttÞrír opnir íbúafundir verða haldnir í dag miðvikudag í Þingeyjarsýslum vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fulltrúar hins opinbera og ýmissa félagasamtaka mæta á fundina og sitja fyrir svörum.
Áfram


13-sep.-12

Opinn fundur FEIF um ræktunarmál

Mynd með fréttAlþjóðasamtök Íslandshestafélaga, FEIF, halda opinn fund um málefni tengd ræktun íslenska hestsins í Málmey í Svíþjóð laugardaginn 27. október nk.
Áfram


12-sep.-12

Viðbrögð vegna stöðu mála eftir óveður á Norðurlandi

Mynd með fréttÍ dag, miðvikudaginn 12. september, var haldinn fundur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti með fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Bjargráðasjóðs til að ræða afleiðingar óveðursins á Norðurlandi og meta ástandið.
Áfram


11-sep.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í ágúst

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok ágúst 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til, á miðnætti hinn 10. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 595 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


06-sep.-12

BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt 2012

Mynd með fréttVinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfé árið 2012 lauk fyrr í sumar. Niðurstöður hafa verið aðgengilegar einstökum fjáreigendum á FJARVIS.IS í nokkurn tíma fyrir eigin bú.
Áfram


03-sep.-12

Nýir sæðishrútar 2012

Mynd með fréttÍ vor voru valdir 14 nýir hrútar til notkunar á sauðfjársæðingarstöðvunum. Þessir hrútar eru nú allir komnir í einangrunargriðingar stöðvanna og í lok september bætast nokkrir við eftir afkvæmarannsóknir þær sem skipulagðar voru síðasta vetur. Afkvæmarannsóknir eru að þessu sinni á Hesti, Hjarðarfelli, Heydalsá, Hagalandi, Svalbarði og í Ytri-Skógum.
Áfram


24-ágú.-12

Fjár- og stóðréttir haustið 2012

Mynd með fréttEins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti.
Áfram


24-ágú.-12

Afkvæmarannsóknir á hrútum árið 2011

Mynd með fréttHaustið 2011 voru á vegum búnaðarsambandanna unnar afkvæmarannsóknir á samtals 218 búum um allt land og komu þar til dóms rúmlega 2.200 afkvæmahópar.
Áfram


20-ágú.-12

Styrkir til jarðræktar árið 2012

Mynd með fréttEins og fram hefur komið í öllum bændablöðum í sumar rennur umsóknarfrestur um styrki til jarðræktar út 10. september. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu fram að þeim tíma.
Áfram


13-ágú.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í júlí

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar.
Áfram


08-ágú.-12

Ungnautaspjöld og nautaskrá

Mynd með fréttNýlega kom út seinni nautaskrá ársins 2012. Skráin er með sama sniði og sú fyrri hvað varðar upplýsingar um nautin. Reyndu nautin í skránni eru 22 að þessu sinni og tilheyra fjórum nautaárgöngum, 2003 til 2006.
Áfram


22-júl.-12

Opnun á skrifstofum BÍ

Mynd með fréttLágmarksstarfsemi er á skrifstofum BÍ vegna sumarleyfa þessa dagana. Skiptiborðið verður lokað dagana 23. júlí til 7. ágúst en beint símanúmer Bændablaðsins ...
Áfram


11-júl.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í júní

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júní 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 596 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


03-júl.-12

Skýrsluhald um búrekstur

Mynd með fréttNiðurstöður úr rekstrargagnagrunni BÍ liggja fyrir vegna ársins 2011. Gögnin byggja á meðaltölum áranna 2006 til og með 2011 samkvæmt skráningu bænda á bókhaldi búa sinna í bókhaldsforritinu dkBúbót.
Áfram


21-jún.-12

Sumarhús laus á Hólum

Mynd með fréttSumarhúsin á Hólum eru óvænt laus frá 22.- 29. júní næstkomandi. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Dóru í síma 563-0360.
Áfram


21-jún.-12

Dagskrá kynbótadóma og ráslisti kynbótahrossa

Vegna skamms tíma frá síðustu kynbótasýningu vorsins til skila á gögnum í sýningarskrá landsmóts og til kynningar er sú dagskrá er birst hefur og mun birtast í landsmótsskrá ekki fullkomlega rétt hvað varðar kynbótahrossin. Ekki er þó um að ræða mikil frávik frá sýningarskrá
Áfram


18-jún.-12

Heilbrigðisskoðun kynbótahrossa á Landsmóti 2012 - "Klár í keppni"

Mynd með fréttSamkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi fagráðs í hrossarækt þann 16. desember 2011 og kynnt var á fundum með hrossaræktendum á liðnum vetri munu einstaklingssýnd kynbótahross á landsmótinu í Reykjavík undirgangast samskonar heilbrigðisskoðun „Klár í keppni“ eins og hross í hefðbundnum keppnisgreinum mótsins. Megin tilgangur skoðunarinnar er að kanna ástand kynbótahrossanna að þessu leiti til samanburðar við keppnishross mótsins. Skoðunin skal fara fram 2 – 24 tímum fyrir einstaklingsdóm. Komi
Áfram


13-jún.-12

Frá hrossaræktarráðunaut

Mynd með fréttNú líður senn að landsmóti í Reykjavík. Vegna mikillar aðsóknar að þeim kynbótasýningum sem verið hafa undanfarið er tíminn orðinn naumur svo allir endar verði hnýttir tímanlega fyrir mótið. Ekki síst eru það upplýsingar fyrir sýningarskrá mótsins sem standa uppá undirritaðan.
Áfram


11-jún.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna í maí

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok maí 2012 hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 92% þeirra 596 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


07-jún.-12

Blöndun á hyrndu og kollóttu fé

Mynd með fréttÚt er komið Rit LbhÍ nr. 42 sem ber heitið "Blöndun á hyrndu og kollóttu fé - könnun á blendingsþrótti". Í því er gerð grein fyrir niðurstöðum tilrauna með blöndum á hyrndu og kollóttu fé á 12 búum þar sem eru aðskildir stofnar af hyrndu og kollóttu fé.
Áfram


06-jún.-12

Opið hús hjá bændum í ferðaþjónustu, Opnum landbúnaði og Beint frá býli

Mynd með fréttBændur innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli munu bjóða gestum í opið hús sunnudaginn 10. júní kl. 13:00 - 17:00. Á vefsíðunni sveit.is má sjá lista með þeim bæjum sem taka þátt.
Áfram


29-maí-12

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda

Mynd með fréttLandgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í samstarfi við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og The Global Soil Partnership halda alþjóðlega ráðstefnu um leiðir til að auka árangur í verndun og nýtingu náttúruauðlinda.
Áfram


22-maí-12

Bændasamtökin gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda í ESB-málinu

Mynd með fréttÍslensk stjórnvöld hafa skilað drögum að áætlun um innleiðingu landbúnaðarkafla Evrópusambandsins með það að markmiði að hægt verði að opna viðræður um kaflann. Vekur nokkra athygli að svo skuli vera í ljósi þess að ekki hefur enn verið mótuð samningsafstaða í landbúnaðarmálum.
Áfram


22-maí-12

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttFyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt á þremur stöðum um miðjan júní ef næg þátttaka næst. Námskeiðin verða á eftirfarandi stöðum:
Áfram


14-maí-12

Blíða í Flatey er nythæst kúa

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok apríl 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðu bondi.is. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


10-maí-12

Uppfærsla á vélbúnaði

Mynd með fréttVegna uppfærslu á vélbúnaði hjá hýsingaraðila vefforrita Bændasamtakanna verður tenging rofin í dag um tíma, fimmtudaginn 10. maí, milli klukkan 18:00 og 19:00.
Áfram


10-maí-12

Nautaskráin á vefnum - viðmót fyrir spjaldtölvur og farsíma

Mynd með fréttNautaskráin hefur nú opnað nýja vefútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldara og betra.
Áfram


03-maí-12

Tollar og íslenskur landbúnaður

Mynd með fréttNýlega kom út hjá Bændasamtökunum bæklingur um tolla og íslenskan landbúnað. Í ritinu er farið yfir tollaumhverfi íslensks landbúnaðar og landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Einnig er dregin upp mynd af alþjóðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið og Alþjóðaviðskiptastofnunina.
Áfram


02-maí-12

Sumarstörf á Bændablaðinu

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða tvo starfsmenn í sumarafleysingar á Bændablaðinu. Tímabil frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Gerð er krafa um að starfsmenn hafi reynslu af blaðamennsku og markaðsmálum. Bændablaðið kemur að jafnaði út á tveggja vikna fresti og er gefið út af Bændasamtökum Íslands.
Áfram


30-apr.-12

Styrkir til jarðræktar árið 2012

Mynd með fréttEins og undanfarin ár verða greiddir styrkir vegna gras-, grænfóður- og kornræktar og koma fjármunirnir úr mjólkur,- sauðfjár- og búnaðarlagasamningi. Það kemur ekki í ljós fyrr en í lok ársins hver styrkurinn á hvern hektara verður, m.a. vegna þess að það ræðst af umfangi ræktunarinnar á landsvísu og heildarfjárhæð
Áfram


17-apr.-12

Endurskoðun ráðgjafar í landbúnaði

Mynd með fréttÁgúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur tekið að sér verkefnisstjórnun við sameiningu leiðbeiningaþjónustu búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna. Hann hefur þegar hafið störf en áætlað er að nýtt fyrirkomulag taki gildi um næstu áramót. Ágúst byggir starf sitt m.a. á tillögum danska ráðgjafans Ole Kristensen sem gerði ítarlega greiningu ...
Áfram


11-apr.-12

Niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni í mars

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok mars 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 94% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


10-apr.-12

Kynbótasýningar 2012

Mynd með fréttHér eru birtar upplýsingar um gjaldskrá og reglur vegna kynbótasýninga í hrossarækt 2012. Í pistli frá landsráðunauti í hrossarækt er m.a. rætt um reglur varðandi stóðhesta með erfðagalla, upplestur dómabreytinga á yfirlitssýningum, áverkaskráningu, afmörkun brauta og fleira nytsamlegt.
Áfram


10-apr.-12

Lambanúmer á sauðburði

Mynd með fréttEyjólfur Ingvi Bjarnason, sauðfjárræktarráðunautur hjá BÍ, tók saman grein á dögunum um lambanúmer á sauðburði. Hún var birt í Bændablaðinu en fylgir hér á eftir í heild sinni:
Áfram


31-mar.-12

Tölvukerfi BÍ lokuð um stundarsakir á mánudag

Mynd með fréttVegna framkvæmda í Bændahöllinni er nauðsynlegt að loka tölvukerfum samtakanna frá klukkan 17:00-20:00 næstkomandi mánudag, 2. apríl. Þetta mun hafa áhrif á notendur forrita og gagnagrunna á vegum BÍ.
Áfram


29-mar.-12

Málþing um ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Mynd með fréttLandssamtök sauðfjárbænda og fagráð í sauðfjárrækt halda málþing um ræktunarmarkmið greinarinnar, föstudaginn 30. mars nk. frá kl. 13.00-16.30. Þingið er öllum opið en það verður jafnframt sent út í beinni útsendingu á vef Landssamtaka sauðfjárbænda, www.saudfe.is
Áfram


29-mar.-12

Aðalfundur LS haldinn í Bændahöll

Mynd með fréttLandssamtök sauðfjárbænda (LS) halda aðalfund sinn í Bændahöllinni í Reykjavík dagana 29. og 30 mars. Fjöldi mála er á dagskrá fundarins, m.a. sem lúta að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum. Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í samtökunum.
Áfram


28-mar.-12

Bændafundur á Vopnafirði

Mynd með fréttÍ lok síðasta árs fóru forsvarsmenn Bændasamtakanna hringferð um landið og héldu bændafundi á alls nítján stöðum. Því miður varð að fresta fundi á Vopnafirði vegna veðurs en nú verður bætt þar úr.
Áfram


23-mar.-12

Framkvæmdir á 3. hæð Bændahallar

Mynd með fréttÞessa dagana standa yfir framkvæmdir á skrifstofum Bændasamtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík. Verið er að breyta hluta skrifstofurýmis, endurnýja gólf- og loftaefni, raflagnir og opna vinnurými. Í kjölfarið á framkvæmdunum verður tölvudeild Bændasamtakanna ...
Áfram


23-mar.-12

Aðalfundur kúabænda í beinni á Netinu

Mynd með fréttAðalfundur Landssambands kúabænda var settur í dag og er hann sendur út í beinni útsendingu á vefnum www.naut.is. Á morgun laugardag hefst útsendingin kl. 13:00 og stendur yfir til loka fundar.
Áfram


12-mar.-12

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í febrúar

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni við lok febrúar 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef okkar. Nánar má skoða þær hér. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


12-mar.-12

Fundir um hrossarækt og hestamennsku

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum í komandi viku. Mánudaginn 12. mars. Ljósvetningabúð, Suður - Þingeyjarsýslu. Þriðjudaginn 13. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki. Miðvikudaginn 14. mars. Sjálfstæðissalnum, Blönduósi. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Áfram


11-mar.-12

Útskýringar á forsendum skýrsluhaldsins

Mynd með fréttMeðfylgjandi yfirlit er útlistun á einkunnum sem finna má á skýrslum í Fjárvís, byggt á þeim upplýsingum sem skráðar eru í skýrsluhaldinu sbr. ályktun aðalfundar LS árið 2011.
Áfram


08-mar.-12

Ráðunautafundur: Leiðbeiningaþjónusta og eftirlit í landbúnaði til umræðu

Mynd með fréttNú stendur yfir tveggja daga ráðunautafundur í Bændahöllinni. Á fundinum koma saman ráðunautar búnaðarsambanda, starfsmenn BÍ og ýmsir tengdir aðilar og ræða þau mál sem efst eru á baugi. Umræða um leiðbeiningaþjónustuna er á dagskrá, eftirlit í landbúnaði og sérfundir sem tengjast búgreinunum ásamt fleiru. Ýmsir gestir koma á fundinn, bæði sem fyrirlesarar og til þess að taka þátt í umræðum.
Áfram


06-mar.-12

Orka og búskapur – ráðstefna í Bændahöll

Mynd með fréttOpin ráðstefna um orku og búskap verður haldin föstudaginn 9. mars í Bændahöllinni í tengslum við árlegan ráðunautafund. Umfjöllunarefnið er orkunotkun í íslenskum landbúnaði og þau tækifæri sem gætu leynst í orkubúskap á íslenskum bújörðum.
Áfram


26-feb.-12

Reykjahlíð og Skarðaborg hlutu landbúnaðarverðlaunin

Mynd með fréttÞað er fastur liður að afhenda framúrskarandi bæjum landbúnaðarverðlaunin við setningu Búnaðarþings. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhenti þau að þessu sinni bændunum í Skarðaborg í Reykjahverfi og bændunum í Reykjahlíð á Skeiðum.
Áfram


24-feb.-12

Búnaðarþing framundan

Mynd með fréttBúnaðarþing verður sett sunnudaginn 26. febrúar í Súlnasal Hótels sögu kl. 13:30. „Áfram íslenskur landbúnaður“ eru einkunnarorð setningarathafnarinnar en þar mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, halda setningarræðu. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar þingið ...
Áfram


21-feb.-12

Rafræn umsókn um orlofsstyrk/orlofsdvöl

Mynd með fréttNú er hægt að sækja rafrænt um orlofsstyrk/orlofsdvöl Bændasamtaka Íslands fyrir sumarið 2012 hér á vefnum. Eins og áður eru sumarhús samtakanna á Hólum í boði allt árið og nú í sumar verður einnig boðið upp á hús í Vaðnesi í Grímsnesi á tímabilinu 15. júní til 24. ágúst.
Áfram


21-feb.-12

Hár raforkukostnaður hamlar frekari framþróun í garðyrkjunni

Mynd með fréttBjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, kom til viðtals hjá Þóru Arnórsdóttur í Kastljósinu í gær 20. febrúar og lét í ljós áhyggjur garðyrkjubænda vegna hins háa raforkukostnaðar.
Áfram


13-feb.-12

Uppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í janúar

Mynd með fréttAfurðaskýrslur nautgriparæktarinnar í janúar hafa nú verið gerðar upp. Niðurstöðurnar eru komnar inn á nautgriparæktarsíður vefsins og má skoða þær nánar ...
Áfram


10-feb.-12

Ný skýrsla um stöðu og horfur svínaræktarinnar

Mynd með fréttSvínaræktarfélag Íslands kynnti á dögunum nýja skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ um stöðu og horfur svínaræktarinnar hér á landi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér umtalsverðan samdrátt í tekjum svínabænda.
Áfram


30-jan.-12

Íslenskar búvörur styrkja samkeppni á matvörumarkaði

Mynd með fréttSamkeppniseftirlitið kynnti nýlega ítarlega úttekt á á verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar kom m.a. fram að verð á dagvöru hækkaði að meðaltali um tæp 60% frá janúar 2006 til ársloka 2011 ...
Áfram


27-jan.-12

Aukinn innflutningur á búvörum yrði á hendi stóru verslunarfyrirtækjanna

Mynd með fréttSkýrsla Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á matvörumarkaði sýnir fram á að ekki sé áberandi munur á innkaupsverði verslana á búvörum. Ef eitthvað er sé hann minni en í flestum öðrum vöruflokkum. Þetta er mat Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtakanna, sem hélt erindi um nýútkomna skýrslu eftirlitisins á kynningarfundi í gær.
Áfram


27-jan.-12

Um fjármál Bændasamtaka Íslands

Mynd með fréttBændasamtökin eru frjáls félagasamtök og í bókhaldi þeirra er skilið á milli þeirra fjármuna sem koma frá ríkinu vegna búnaðarlagasamnings og fjármuna sem fara í að reka hagsmunabaráttu bænda. Verkefni í gegnum búnaðarlagasamning eru ...
Áfram


25-jan.-12

Ársuppgjör afurðaskýrslna í nautgriparæktinni 2011

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni fyrir árið 2011 hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Fjöldi búa, skráðra í skýrsluhaldið, var í árslokin 598 og skýrsluskil fyrir desember hafa nú náð 98%.
Áfram


25-jan.-12

Hrossakjötskafli Kjötbókarinnar opnaður

Mynd með fréttUm miðjan september sl. var vefritið Kjötbókin, www.kjotbokin.is, formlega opnað, þegar fyrsti kaflinn um lambakjöt var gerður aðgengilegur.Nú er annar kafli tilbúinn en hann snýst um hrossakjöt.
Áfram


06-jan.-12

Landsráðunautur í alifugla- og svínarækt

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða starfsmann − landsráðunaut − til að veita alhliða fagráðgjöf í alifugla- og svínarækt. Markmið starfsins er að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessara greina landbúnaðarins. Um tímabundið starf er að ræða, til eins árs með möguleika á framlengingu.
Áfram


04-jan.-12

Raforkuverð: Landsmönnum mismunað

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna hækkunar á dreifingarkostnaði raforku frá RARIK: Þann 30. desember sl. tilkynnti RARIK hækkun á verðskrá sinni fyrir dreifingu og flutning á raforku.
Áfram


04-jan.-12

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 1277/2011 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2012 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2012 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka ...
Áfram


04-jan.-12

Gengið á hlunnindarétt bænda

Mynd með fréttMikill ágreiningur er um tillögur starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Ekki var farin sú leið að semja við hlunnindabændur ...
Áfram


03-jan.-12

Nýjar reglur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt

Mynd með fréttNýjar reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt tóku gildi 1. janúar sl. og gilda út árið.
Áfram


03-jan.-12

Ný reglugerð um greiðslumark mjólkur

Mynd með fréttÞann 29. desember sl. var birt ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda fyrir verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verður 114,5 milljónir lítra, en var á síðasta ári 116 milljónir lítra.
Áfram


29-des.-11

Stuðningur við nýliðun í kúabúskap

Mynd með fréttBændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafa gert samkomulag sín á milli um að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að útfæra reglur um stuðning vegna nýliðunar í stétt kúabænda.
Áfram


29-des.-11

Breytingar á staðgreiðslu 2012

Mynd með fréttBreytingar verða á staðgreiðslu og tryggingargjaldi nú um áramótin. Breytingar hafa verið gerðar á skattþrepum, prósentutölu, persónuafslætti og ...
Áfram


28-des.-11

Frá Nautastöð BÍ Hesti

Mynd með fréttEins og fram hefur komið valdi fagráð í nautgriparækt ný reynd naut til notkunar á fundi sínum 19. desember sl. Vel gengur að dreifa sæði úr þessum nautum til frjótækna og um áramót verður það komið á Suðurland, Vesturland, í Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Strax eftir áramót hefst dreifing á Vestfirði og á Austurland.
Áfram


22-des.-11

Með hvaða hugarfari eigum við að nálgast ræktunarstarfið?

Mynd með fréttFramkvæmdastjóri Landsambands kúabænda ritaði fyrir skömmu pistil á naut.is þar sem gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum afkvæmadóms nautaárgangs 2005 og nýjum nautum sem tekin verða til notkunar, sem og nýjum nautsfeðrum.
Áfram


22-des.-11

Um greiðslur á geymslugjaldi samkvæmt sauðfjársamningi

Mynd með fréttVart hefur orðið misskilnings þess efnis að von sé á geymslugjaldsgreiðslu nú fyrir áramótin til sauðfjárbænda. Svo er þó ekki.
Áfram


21-des.-11

Hrúturinn Grábotni gaf flesta sæðisskammta í ár

Mynd með fréttNú er vertíðinni lokið á sauðfjársæðingastöðvunum en síðasti sæðistökudagurinn var í dag á báðum stöðvunum. Undanfarin ár hafa um 800 bændur nýtt sér sauðfjársæðingar að einhverju leyti. Fyrir ári síðan voru sæddar tæplega 30.000 ær eða rétt innan við 10% af öllu ásettu fé í landinu.
Áfram


21-des.-11

Opnunartímar skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Mynd með fréttSkrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 22. desember: 8:00-12:00. Lokað eftir hádegi. - föstudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað
Áfram


20-des.-11

Nýtt kynbótamat

Mynd með fréttNú liggja fyrir niðurstöður afkvæmarannsókna fyrir nautin sem fædd eru árið 2005 og fyrstu niðurstöður fyrir nautin sem fædd eru árið 2006. Úr árgangi 2005 eru 12 naut tekin til framhaldsnotkunar og nú þegar eitt naut úr árgangi 2006.
Áfram


15-des.-11

Uppgjör sauðfjárræktarinnar árið 2011

Mynd með fréttUppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2011 er þegar hafið og gengur vel þessa dagana. Listar yfir efstu búin í kílóum eftir kind og svo yfir þá sem eru yfir 8 í gerð eru þegar aðgengilegir á vefnum. Við þá bætist síðan jafnt og þétt eftir því sem uppgjörinu miðar áfram.
Áfram


12-des.-11

Týra frá Hraunkoti er afurðahæst

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


05-des.-11

Ráðstefna um nautgriparækt – Glærur

Mynd með fréttFagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Bændahöllinni, var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins ...
Áfram


25-nóv.-11

Bændafundir BÍ um allt land

Mynd með fréttÁrlegir Bændafundir Bændasamtaka Íslands (BÍ) hófust á þriðjudaginn með fundum á Hvanneyri, í Breiðabliki og á Egilsstöðum. Fundinum sem átti að vera á Hótel Tanga á Vopnafirði var aflýst vegna óveðurs.
Áfram


16-nóv.-11

Ullarverð 2011-2012

Mynd með fréttGengið hefur verið frá samningi milli Ístex, LS og BÍ um ullarverð sem gildir frá og með 1. nóvember sl. og til októberloka 2012.  Verðskráin hækkar um 5,1% frá fyrra ári.  Það er talsvert minna en kjötverð hækkaði í nýliðinni sláturtíð.
Áfram


14-nóv.-11

Hrútaskrá 2011-2012 er komin á vefinn

Mynd með fréttHrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er nú aðgengileg á Netinu. Prentútgáfan verður tilbúin í lok vikunnar og fer þá í póst til bænda. Einnig er hægt að skoða hrútana á vef Búnaðarsambands Suðurlands ...
Áfram


12-nóv.-11

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2011

Mynd með fréttBúið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsókna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2011. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður ...
Áfram


11-nóv.-11

Afurðaskýrslur: Hæsta meðalnyt er 8.355 kg

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


04-nóv.-11

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Mynd með fréttFagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Áfram


31-okt.-11

Vegna umræðu um stjórnsýsluverkefni

Mynd með fréttFréttastofa Ríkisútvarpsins flutti 26. október sl. frétt um stjórnsýsluverkefni sem Bændasamtök Íslands sinna. Þar kom fram að ekki væri sjáanlegt á framlögðu fjárlagafrumvarpi að flytja ætti verkefni frá BÍ til Matvælastofnunar þrátt fyrir ábendingar þar um frá Ríkisendurskoðun. Í fréttinni er því haldið fram að ríkisvaldið greiði ...
Áfram


29-okt.-11

BÍ óskar eftir að ráða forritara

Mynd með fréttUpplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða forritara til að vinna að hönnun og smíði næstu kynslóðar vefkerfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefkerfa fyrir landbúnað.
Áfram


18-okt.-11

Julian Cribb: Upptökur og fréttaumfjöllun

Mynd með fréttHúsfyllir var á fyrirlestri Julian Cribb sem haldinn var í vikunni í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Hér á vefnum er hægt að nálgast upptökur af fundinum ásamt ýmsum viðtölum og annarri umfjöllun í tengslum við fundinn:
Áfram


11-okt.-11

Niðurstöður skýrsluhalds fyrir septembermánuð

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir septembermánuð hafa nú verið birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldi.
Áfram


07-okt.-11

Námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt

Mynd með fréttDagana 7. - 11. nóvember verða haldin 1-3 námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning og fjöldi námskeiða fer eftir því hvaðan þátttakendur eru og fjölda þeirra.
Áfram


30-sep.-11

Sumarhús BÍ á Hólum til leigu í vetur

Mynd með fréttEitt sumarhús Bændasamtaka Íslands að Hólum er laust til útleigu í lengri eða skemmri tíma í vetur. Búið er að endurnýja húsið sem er í mjög góðu ástandi. Áhugasamir geta haft samband við Halldóru Ólafsdóttur á skirfstofu BÍ í síma 563--0360 eða með því að senda henni netpóst á ho@bondi.is.
Áfram


29-sep.-11

Viðbrögð Bændasamtaka Íslands vegna frétta af orsökum hækkandi verðbólgu

Mynd með fréttÍ fréttatímum Ríkisútvarpsins 28. september sl. voru fluttar fréttir af aukinni verðbólgu og m.a. rætt við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ um ástæður hennar. Taldi hann að skýringarnar væri að finna í verðhækkunum á íslenskum búvörum undanfarna mánuði og að búvöruframleiðendur væru að „taka meira til sín í skjóli einokunar“...
Áfram


28-sep.-11

Norðmenn fylgjast vel með ESB-málum

Mynd með fréttSjö manna hópur frá norska landbúnaðarráðuneytinu kom til fundar við starfsmenn BÍ í Bændahöllinni á dögunum. Tilefnið var að ræða þau mál sem efst eru á baugi í íslenskum landbúnaði og ræða stöðu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið.
Áfram


20-sep.-11

Íslensk þýðing á kaflanum um landbúnað og dreifbýlisþróun í rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB

Mynd með fréttÍslensk þýðing liggur nú fyrir á kaflanum (11. kafli) um landbúnað og dreifbýlisþróun í rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB.
Áfram


13-sep.-11

Nýr kjarasamningur fyrir landbúnaðarverkafólk

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa samið við Starfsgreinasamband Íslands annars vegar og hins vegar Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar og verkalýðsfélag Akraness um nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur ...
Áfram


12-sep.-11

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Mynd með fréttNiðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst hafa nú verið birtar á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Áfram


06-sep.-11

Rýniskýrsla ESB um íslenskan landbúnað – viðbrögð BÍ

Mynd með fréttEvrópusambandið hefur nú tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að Ísland sé ekki nægilega búið undir samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í bréfi ESB frá 1. september 2011 segir efnislega að ...
Áfram


01-sep.-11

Skrifstofur BÍ lokaðar föstudaginn 2. september

Mynd með fréttVakin er athygli á því að vegna sumarferðar og árshátíðar starfsmanna Bændasamtaka Íslands verða skrifstofur samtakanna lokaðar föstudaginn 2. september nk. Þá verður skiptiborð símans ennfremur lokað.
Áfram


29-ágú.-11

Fjár- og stóðréttir haustið 2011

Mynd með fréttEins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fyrsta stóðrétt haustsins verður einnig sama dag, Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.
Áfram


25-ágú.-11

Yfirlýsing frá BÍ vegna umræðu um sauðfjárrækt og sauðfjárbændur

Mynd með fréttÍ ljósi umræðu um greinaskrif Þórólfs Matthíassonar háskólaprófessors við HÍ og umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni sem tengjast sauðfjárrækt og sauðfjárbændum hafa Bændasamtökin sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Áfram


24-ágú.-11

Varnarlínum BÍ dreift með Bændablaðinu

Mynd með fréttBændasamtökin gáfu nýlega út í miðopnu Bændablaðsins sk. varnarlínur samtakanna í aðildarviðræðum stjórnvalda við Evrópusambandið. Þær voru fyrst birtar í heild sinni sem viðauki í bók Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um landbúnaðarlöggjöf ESB og Evrópska efnahagssvæðisins sem gefin var út fyrr í sumar.
Áfram


19-ágú.-11

Ný Handbók bænda

Mynd með fréttHandbók bænda er nú komin út í fimmtugasta og níunda sinn. Í bókinni kennir ýmissa grasa en auk hefðbundins efnis sem uppfært er á milli útgáfa er að finna mikið af nýju efni. Þar má m.a. nefna gæðakröfur fyrir bygg, upplýsingar um repjurækt, áburðarefni í mykju, upplýsingar um villta matsveppi í náttúrunni og leiðbeiningar um meðferð íslenska fánans ásamt fleiru.
Áfram


18-ágú.-11

Námskeið um minkarækt

Mynd með fréttEndurmenntun LbhÍ býður nú upp á námskeið í minkarækt en kennari er Einar E. Einarsson loðdýraræktarráðunautur Bændasamtakanna. Markmiðið er að veita góða mynd af minkarækt sem atvinnugrein og kynna þá möguleika sem hún hefur uppá að bjóða. Farið verður almennt yfir umfang minkaræktar í heiminum og kosti þess og galla að stunda minkarækt á Íslandi.
Áfram


17-ágú.-11

Haustfundir Landssamtaka sauðfjárbænda

Mynd með fréttLandssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir opnum haustfundum þessa dagana. Fundirnir verða haldnir á sjö stöðum á landinu dagana 16.-18. ágúst. Formaður, framkvæmdastjóri og stjórnarmenn í í LS munu þar fjalla um stöðu og horfur innan greinarinnar.
Áfram


11-ágú.-11

Mun kornið ná þroska í ár?

Mynd með fréttEf kornið hefur ekki verið skriðið um síðustu mánaðamót, þá eru litlar líkur á að það gefi nýtilega kornuppskeru. Þumalfingursreglan okkar segir að frá skriði þurfi kornið sex vikur í skurðarhæft korn, níu vikur í fullmatað korn og tíu vikur í sáðkorn.
Áfram


10-ágú.-11

Umsóknir um styrki vegna jarðræktar

Mynd með fréttAuglýst er eftir umsóknum um styrki til jarðræktar (korn-, gras- og grænfóðurrækt). Bent er á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort. Umsækjandi þarf að stunda búnaðargjaldsskylda framleiðslu.
Áfram


15-júl.-11

Fjósameistari / Nautahirðir óskast til starfa

Mynd með fréttNautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði auglýsir eftir umsóknum um starf fjósameistara - nautahirðis. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. en ráðið verður í starfið frá 1. september.
Áfram


15-júl.-11

Viðmiðunarverð kindakjöts 2011 hækkar um 25%

Mynd með fréttLandssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út viðmiðunarverð á lamba- og kindakjöti til bænda fyrir árið 2011. Að þessu sinni hækkar verðskráin um 25% frá fyrra ári. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri.
Áfram


12-júl.-11

Kynbótahross á HM 2011 í Austurríki

Mynd með fréttEftirfarandi kynbótahross og knapar hafa verið valin til þátttöku á HM í Austurríki fyrir Íslands hönd.
Áfram


11-júl.-11

Niðurstöður skýrsluhalds í júní

Mynd með fréttNiðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júní 2011 hafa nú verið birtar á vefnum og má sjá þær nánar hér. Helstu niðurstöður eru þær að meðalnyt 21.360 árskúa á skýrslum er 5.335 kg og meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5.
Áfram


06-júl.-11

Bændasamtökin kynna lágmarkskröfur í viðræðunum við ESB

Mynd með fréttBændasamtök Íslands kynntu í dag með formlegum hætti kröfur sínar í yfirstandandi samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Um er að ræða svokallaðar varnarlínur sem eru alls sjö talsins.
Áfram


28-jún.-11

Kjarasamningur landbúnaðarverkafólks til Ríkissáttasemjara

Mynd með fréttÞann 30. nóvember 2010 rann út samningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara fimmtudaginn 7. júlí.
Áfram


22-jún.-11

Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25%

Mynd með fréttVerðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. júlí nk. um 4,25%. Þó hækkar smjör um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%.
Áfram


22-jún.-11

Landsmót á Vindheimamelum

Mynd með fréttNú er ljóst að 249 kynbótahross náðu lágmörkum til þátttöku í einstaklingssýningum landsmóts, um 42 klukkustundir myndi taka að dæma þau öll á Vindheimamelum. Ekki munu þau þó mæta öll til kynbótadóms á mótinu. Einn hestur hefur áður tekið þátt í elsta flokki á landsmóti og á því ekki þátttökurétt, líklegt er ...
Áfram


14-jún.-11

Nythæsta kýrin er Grása frá Gunnbjarnarholti

Mynd með fréttNiðurstöður afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vefnum og má nálgast þær hér. Meðalnyt 22.294 árskúa á síðustu 12 mánuðum er 5.330 kg. Meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5 en alls eru 607 bú skráð í skýrsluhaldi.
Áfram


14-jún.-11

Yfirlit um jarðræktarrannsóknir 2009-2010

Mynd með fréttLandbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út skýrslu um jarðræktarrannsóknir áranna 2009-2010. Ýmist eru niðurstöður tilrauna eða viðfangsefna birtar fyrir hvort ár um sig eða samandregnar fyrir bæði árin eftir eðli tilrauna. Meðal annars er í ritinu að finna upplýsingar um áburðartilraunir og yrkjaprófanir í korn- og túnrækt, ýmsar tilraunir með matjurtir ásamt upplýsingum um veðurfar og vöxt áranna 2009 og 2010.
Áfram


09-jún.-11

BLUP kynbótamatið í sauðfjárrækt 2011

Mynd með fréttFyrir nokkru er lokið vinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfé árið 2011. Niðurstöður hafa verið aðgengilegar einstökum fjáreigendum á FJARVIS.IS í nokkurn tíma fyrir eigin bú. Töflur um hæstu hrúta úr kynbótamatinu yfir allt landið fyrir einstaka eiginleika ásamt umfjöllun um þær eru nú komnar á vefinn.
Áfram


07-jún.-11

Upplýsingafundur vegna Grímsvatnagossins

Mynd með fréttUpplýsingafundur um afleiðingar og úrræði vegna öskufalls úr Grímsvatnagosinu verður haldinn miðvikudaginn 8. júní í matsal Kirkjubæjarskóla. Fundurinn hefst kl. 14:00.
Áfram


07-jún.-11

Greiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslu hefur tafist

Mynd með fréttGreiðsla gæðastýringarálags í mjólkurframleiðslunni hefur tafist af tæknilegum orsökum. Nú hefur tekist að finna þær og lagfæra það sem olli töfunum. Vonast er til þess að í dag, 7. júní, takist að greiða öllum álagið.
Áfram


01-jún.-11

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttNámskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt standa fyrir dyrum næstu daga. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringunni er að hafa sótt undirbúningsnámskeið en þau verða haldin á eftirfarandi þremur stöðum:
Áfram


31-maí-11

"Upp í sveit 2011" dreift í 30 þúsund eintökum

Mynd með fréttBæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kom út í síðustu viku en í honum eru nákvæmar upplýsingar um bæi sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar. Upp í sveit er prentaður í 30 þúsund eintökum og er dreift um allt land á helstu ferðamannastöðum í sumar.
Áfram


23-maí-11

Upplýsingar til bænda vegna eldgoss í Grímsvötnum

Mynd með fréttMatvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar og orðsendingu til bænda á vef sínum vegna eldgossins í Grímsvötnum. Þar er fjallað um viðbrögð við öskufalli, flóðahættu, slys og sjúkdóma og þolmörk búfjár fyrir flúori í fóðri og drykkjarvatni.
Áfram


22-maí-11

Eldgos í Grímsvötnum

Mynd með fréttKröftugt eldgos er hafið í Grímsvötnum og mikils öskufalls gætir í Skaftafellssýslum, frá Mýrdalssandi í vestri og austur fyrir Freysnes í Öræfum. Þjóðvegurinn er lokaður frá Klaustri og austur að Freysnesi og ekkert ferðafæri er á svæðinu þar sem öskufallið er mest. Skyggni til gosstöðvanna er ekkert og íbúar og ferðamenn á svæðinu eru hvattir til að halda kyrru fyrir og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
Áfram


19-maí-11

Bændur kynna vörur og þjónustu á Íslandsperlum

Mynd með fréttHelgina 21.-22. maí verður ferðasýningin Íslandsperlur haldin í Perlunni. Bændur í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opnum landbúnaði verða með bás á sýningunni og kynna sínar vörur og þjónustu. Sýningin er árleg en bæklingurinn „Upp í sveit 2011“ kemur út á sama tíma.
Áfram


16-maí-11

Ferðaþjónusta bænda hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Mynd með fréttFerðaþjónusta bænda hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2011. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi ferðaþjónustubænda mætti til móttöku í boði Ólafs Ragnars Grímssonar ...
Áfram


11-maí-11

Skýrsluhaldsuppgjör nautgriparæktarinnar fyrir apríl

Mynd með fréttNú hafa niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir apríl 2011 verið birtar á vefnum. Þær má finna á síðum nautgriparæktarinnar með því að smella ...
Áfram


05-maí-11

Forritari óskast til starfa hjá BÍ

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða forritara til að vinna að hönnun og smíði næstu kynslóðar vefkerfa. Hjá upplýsingatæknisviði BÍ er unnið að þróun vefkerfa fyrir íslenskan landbúnað. Hæfniskröfur: - Góð almenn forritunarkunnátta - Reynsla af forritun í einhverju af eftirtöldu: Java, PHP, Python, Django, Javascript, jQuery og CSS...
Áfram


05-maí-11

Upptökur frá Fræðaþingi landbúnaðarins

Mynd með fréttFræðaþing landbúnaðarins var haldið um miðjan mars sl. í Reykjavík. Hér á vefnum eru upptökur af flestum fyrirlestrum aðgengilegar þar sem hægt er að sjá bæði glærur og hlusta á erindin.
Áfram


04-maí-11

Alþjóðleg ráðstefna um meðferð og aðbúnað hrossa

Mynd með fréttAlþjóðlega NJF-ráðstefnan "Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate" verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk. Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um hross og hestamennsku.
Áfram


20-apr.-11

Niðurstöður afkvæmarannsókna á hrútum hjá búnaðarsamböndunum haustið 2010

Mynd með fréttNú er búið að safna saman niðurstöðum úr öllum afkvæmarannsóknum á hrútum sem unnar voru á vegum búnaðarsambandanna haustið 2010. Umfang rannsóknanna var meira en nokkru sinni.
Áfram


18-apr.-11

Ný skýrsla um eflingu alifuglaræktar

Mynd með fréttStarfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um eflingu alifuglaræktar á Íslandi skilaði skýrslu um störf sín á dögunum. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að þar komi meðal annars fram þau viðhorf að alifuglarækt eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar í landinu, með tilliti til fæðuöryggis, umhverfissjónarmiða, hollustu afurða og þeirra samfélagsáhrifa sem búgreinin hefur.
Áfram


11-apr.-11

Marsuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar

Mynd með fréttNú hafa niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir mars 2011 verið birtar á vefnum. Þær má finna undir vefsíðum nautgriparæktarinnar eða með því að smella...
Áfram


08-apr.-11

Bændatorgið komið í notkun

Mynd með fréttBændatorg, upplýsingagátt fyrir bændur og ráðunauta, er ný vefþjónusta frá BÍ sem er komin í notkun. Í hægra horninu uppi á bondi.is er hnappur sem heitir "Bændatorg". Þegar smellt er á hann birtist innskráningargluggi inn á Bændatorgið þar sem notendur geta náð í margvíslegar upplýsingar úr sínum búrekstri.
Áfram


07-apr.-11

Bein útsending frá aðalfundi LS

Mynd með fréttAðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst í dag, fimmtudag, kl. 13:00 í Bændahöllinni í Reykjavík. Fundurinn stendur fram undir helgi en árshátíð LS verður haldin á föstudagskvöldinu.
Áfram


05-apr.-11

Afstaða bænda til ESB-viðræðna kynnt í ríkisstjórn

Mynd með fréttSjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á föstudaginn var kynnt ríkisstjórn Íslands ályktun Búnaðarþings vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB.
Áfram


29-mar.-11

Fréttablaðið og skýrsla Ríkisendurskoðunar

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson formaður BÍ skrifar grein í Fréttablaðið í dag og svarar þar fullyrðingum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra í leiðara frá 28. mars um skýrslu Ríkisendurskoðunar og tengsl hennar við varnarlínur BÍ í ESB-málum.
Áfram


25-mar.-11

Stuðningur við lífræna aðlögun í landbúnaði

Mynd með fréttÁ liðnu sumri vann nefnd á vegum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að úttekt á stöðu lífræns landbúnaðar hér á landi. Á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar hefur í vetur verið unnið að samningu verklagsreglna...
Áfram


25-mar.-11

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um útvistun opinberra verkefna til BÍ

Mynd með fréttRíkisendurskoðun kynnti í dag skýrsluna "Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands". Í skýrslunni er fjallað um þau verkefni sem hið opinbera úthýsir til BÍ, sér í lagi á grundvelli búvörusamninga og búnaðarlagasamnings. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að Ríkisendurskoðun telur að Bændasamtökunum hafi verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála og að endurskoða verði fyrirkomulagið.
Áfram


24-mar.-11

Bændablaðið í 30 þúsund eintökum

Mynd með fréttBændablaðinu er í dag dreift í aukaupplagi til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Heildarupplag er því rúm 30 þúsund eintök. Tilgangurinn er að vekja athygli á blaðinu en síðustu ár hefur dreifing...
Áfram


18-mar.-11

Ráðherra tekur á móti ESB-ályktun

Mynd með fréttForsvarsmenn Bændasamtakanna fóru á fund Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag og afhentu honum ályktanir Búnaðarþings 2011. Þar á meðal var ályktun um ESB-málin þar sem bændur setja fram varnarlínur...
Áfram


18-mar.-11

Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2011

Mynd með fréttSauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2011 á eyðublöðum sem finna má á www.mast.is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send.
Áfram


15-mar.-11

Frestun á fundum um hrossarækt og hestamennsku

Mynd með fréttVegna veðurs verður almennum fundum um málefni hrossaræktar og hestamennsku sem halda átti í vikunni frestað fram í næstu
Áfram


09-mar.-11

Aðild Íslands að ESB - afstaða BÍ

Mynd með fréttBúnaðarþingi var slitið á tíunda tímanum í kvöld en meðal síðustu mála kvöldsins var ályktun um ESB-málin og aðkomu bænda að umsóknarferli ríkisstjórnarinnar. Ályktunin hljóðar svo í heild sinni ásamt greinargerð:
Áfram


09-mar.-11

Matvælaframleiðsla á krossgötum - MYNDBAND

Mynd með fréttÁ setningu Búnaðarþings 2011 var frumsýnt stutt myndband um matvælaframleiðslu í heiminum og þróun hennar. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, og hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson og Erna Bjarnadóttir fjalla þar öll um misjöfn áhrif fólksfjölgunar, skort á ræktunarlandi og breytt loftslags- og ræktunarskilyrði á matvælaframleiðslu.
Áfram


06-mar.-11

Ræktum okkar land - Búnaðarþing 2011 sett

Mynd með fréttBúnaðarþing 2011 var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni í dag. Þingið mun starfa næstu þrjá daga, eða fram á miðvikudag. Þá veitti Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Landbúnaðarverðlaunin 2011 en að þessu sinni féllu þau í skaut Beint frá býli og Ferðaþjónustu bænda.
Áfram


03-mar.-11

Ræktum okkar land - Búnaðarþing 2011

Mynd með fréttBúnaðarþing verður sett sunnudaginn 6. mars í Súlnasal Hótels sögu kl. 13:30. "Ræktum okkar land" eru einkunnarorð setningarathafnarinnar en þar mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, halda setningarræðu. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar...
Áfram


28-feb.-11

Hrossarækt og hestamennska

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum í vikunni. Þriðjudaginn 1. mars. Hvanneyri, Borgarfirði.
Áfram


24-feb.-11

Skráning hafin á Fræðaþing

Mynd með fréttFræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Á Fræðaþingi er fjallað um það sem er efst á baugi í rannsóknum og vísindum tengdum landbúnaði. Skráning þátttakenda er hafin...
Áfram


21-feb.-11

Hrossarækt og hestamennska

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30
Áfram


17-feb.-11

Ráðunautafundir í Bændahöll

Mynd með fréttDagana 17. – 18. febrúar funda ráðunautar í Bændahöllinni um sín faglegu málefni. Á dagskrá eru m.a. fyrirlestrar um fóðrun sauðfjár, dýraheilbrigði, ræktunarmálefni og rekstur búa. Dagarnir skiptast í málstofur þar sem rætt er um hvert fagsvið en einnig eru sameiginlegir fundir þar sem samþætting ráðgjafarþjónustunnar og starfsumhverfi hennar er til umfjöllunar.
Áfram


14-feb.-11

Nýir kálfar á Nautastöð BÍ

Mynd með fréttFöstudaginn 11. febrúar komu 12 nýir nautkálfar á Nautastöð BÍ á Hesti. Níu koma af Suðurlandi, tveir koma af Norðausturlandi og einn úr Borgarfirði. Í meðfylgjandi skrá má sjá myndir af kálfunum og hvernig þeir eru ættaðir.
Áfram


11-feb.-11

Fregnir um díoxínmengun í Skutulsfirði berast víða um heim

Mynd með fréttÍ kjölfarið á umfjöllun um díoxínmengun í Skutulsfirði hafa birst fréttir í erlendum fjölmiðlum um að mengað íslenskt kjöt hafi verið sent á erlenda markaði. Komið hefur fram að tæplega 5 tonn af kindakjöti voru flutt út til Bretlands (2,2 tonn) og Spánar (2,7 tonn) sem eiga uppruna sinn af svæðinu fyrir vestan.
Áfram


10-feb.-11

Uppgjör afurðaskýrslna komið á vefinn

Mynd með fréttUppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir janúar er komið á vefinn. Nálgast má niðurstöðurnar í heild undir nautgriparækt á vef okkar með því að smella...
Áfram


28-jan.-11

Fræðaþingið verður haldið 10.-11. mars

Mynd með fréttFræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi.
Áfram


27-jan.-11

Uppgjör skýrsluhaldsins 2010 komið á vefinn

Mynd með fréttUppgjör afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar árið 2010 er komið á vefinn og má nálgast hér. Fjallað er um niðurstöðurnar í 2. tbl. Bændablaðsins á bls. 21.
Áfram


20-jan.-11

Ný stjórn Lífeyrissjóðs bænda

Mynd með fréttNý stjórn hefur verið skipuð hjá Lífeyrissjóði bænda. Loftur Þorsteinsson og Guðmundur Grétar Guðmundsson láta nú af störfum en nýir stjórnarmenn eru Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Skúli Bjarnason verður áfram formaður stjórnar.
Áfram


19-jan.-11

Uppfærsla á dkBúbót vegna launa- og verktakamiða

Mynd með fréttÞriðjudaginn 17. janúar fengu notendur dkBúbótar sendann tölvupóst með hlekk á uppfærslu vegna launa- og hlutafjármiða. Notendur eru kvattir til að kynna sér leiðbeiningar vel áður en uppfærslan er sótt. Þeir notendur sem ekki geta sótt uppfærsluna rafrænt eru beðnir um að óska eftir henni á geisladisk...
Áfram


17-jan.-11

Fréttir frá Fagráði í hrossarækt

Mynd með fréttFundur var haldinn í Fagráði í hrossarækt þann 17. desember síðastliðinn, að vanda var margt tekið þar til umræðu en fundargerðir fagráðs eru aðgengilegar á heimasíðu BÍ www.bondi.is undir Hrossarækt. Það sem m.a. var tekið fyrir á fundinum var eftirfarandi: 1. Stefnt er á að halda alþjóðlegt námskeið fyrir unga (18-25 ára) sýnendur kynbótahrossa í vor.
Áfram


13-jan.-11

Orðsending til garðyrkjubænda vegna beingreiðslna

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 4/2011 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2011 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2011 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 15. janúar 2011 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa, sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2011.
Áfram


11-jan.-11

Áramótavinnsla í dkBúbót og staðgreiðsla launagreiðenda 2011

Mynd með fréttVið áramót þurfa launagreiðendur að uppfæra fjárhæðir og mörk vegna staðgreiðslu og notendur dkBúbótar þurfa að færa þessar upplýsingar inn í launakerfið.
Áfram


29-des.-10

Breytingar á lögum er varða gjaldfærslu við kaup á greiðslumarki

Mynd með fréttÁ Alþingi voru samþykkt lög um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld þann 18. desember sl. og þar með breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. Þar var felld niður heimild til að færa niður stofnkostnað við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði.
Áfram


22-des.-10

Opnunartími skrifstofu BÍ yfir hátíðarnar

Mynd með fréttSkrifstofur Bændasamtaka Íslands verða opnar sem hér segir yfir hátíðarnar: - fimmtudagur 23. desember, Þorláksmessa: Lokað - föstudagur 24. desember, aðfangadagur: Lokað - mán. 27. desember: Opið 10:00-16:00
Áfram


21-des.-10

Landbúnaðartrygging VÍS tekur breytingum

Mynd með fréttVátryggingafélag Íslands hefur um árabil boðið bændum „Landbúnaðartryggingu“ sem er sérsniðin trygging fyrir búrekstur. Landbúnaðartryggingin er víðtæk og tekur til búfjár, heyja og annars fóðurs samkvæmt forðagæsluskýrslum ásamt áhöldum og tækjum sem tilheyra hefðbundinni búfjárrækt. Einnig er ábyrgðartrygging bænda innifalin í tryggingunni.
Áfram


16-des.-10

Ný nautaskrá

Mynd með fréttInnan skamms verður ný nautaskrá send til allra kúabænda en hún er nú þegar aðgengileg á vefnum (sækja pdf). Í skránni eru nú 25 naut úr nautaárgöngum 2002-2004. Nautum úr árgangi 2002 fer nú fækkandi en sá árgangur var mjög öflugur í samanburði við flesta aðra.
Áfram


13-des.-10

Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar komnar á netið

Mynd með fréttAthygli er vakin á því að niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni hafa verið birtar á vefnum. Þær er hægt að nálgast með því að smella...
Áfram


02-des.-10

BÍ lýsa yfir undrun sinni á ummælum formanns samninganefndar við ESB

Mynd með fréttBændasamtökin hafa sent bréf til Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra og formanns samninganefndar Íslands við ESB, vegna ummæla hans í Fréttablaðsviðtali laugardaginn 27. nóv. sl. Samtökin lýsa í bréfinu undrun sinni á ummælunum en í viðtalinu lýsti hann m.a. yfir vonbrigðum sínum yfir því að samtökin taki ekki þátt í rýnifundum um landbúnaðarmál úti í Brussel í þessari viku.
Áfram


18-nóv.-10

Bændafundir framundan

Mynd með fréttAlmennir haustfundir Bændasamtakanna hófust mánudaginn 22. nóvember og standa þeir til 6. desember. Alls verða fundirnir 16 talsins og verða þeir haldnir um allt land. Á fundunum verða m.a. rædd þau tækifæri sem landbúnaðurinn hefur til þess að efla þjóðarhag og hvar sóknarfæri liggja.
Áfram


17-nóv.-10

Ritstjóri Bændablaðsins

Mynd með fréttBændasamtök Íslands óska eftir að ráða ritstjóra að Bændablaðinu. Leitað er að einstaklingi sem hefur starfað á fjölmiðlum og hefur þekkingu á ritstjórn blaða. Ritstjóranum er einnig ætlað að ritstýra fréttavef Bændablaðsins, www.bbl.is. Umsækjandi þarf að hafa metnað og áhuga á íslenskum landbúnaði.
Áfram


12-nóv.-10

Ráðstefnan Hrossarækt 2010 - 20. nóvember

Mynd með fréttRáðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri er Víkingur Gunnarsson.
Áfram


11-nóv.-10

Rafræn skil á forðagæsluskýrslum

Mynd með fréttNú hafa um 100 manns skilað forðagæsluskýrslu rafrænt á Netinu í nýja vefforritinu Bústofn.is sem tölvudeild Bændasamtakanna hefur þróað fyrir Matvælastofnun. Rúmlega þrjú þúsund bændur hafa fengið send forðagæsluskýrslueyðublöð í pósti frá Matvælastofnun og skal skila þeim á pappír fyrir 20. nóvember nk.
Áfram


11-nóv.-10

Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda, IFAP, úrskurðuð gjaldþrota

Mynd með fréttÞann 4. nóvember kvað hæstiréttur Frakklands upp þann dóm að Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda, IFAP (International Federation of Agricultural Producers), skyldu tekin til gjaldþrotameðferðar. Þetta mál mun eiga sér allnokkurn aðdraganda og...
Áfram


10-nóv.-10

Uppgjör sauðfjárræktarinnar árið 2010 – aldrei betri niðurstöður

Mynd með fréttUppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2010 er þegar hafið. Það er fyrr á ferðinni en nokkru sinni áður. Afrekslistarnir eru þegar aðgengilegir á vefnum. Við þá bætist síðan jafnt og þétt eftir því sem uppgjörinu miðar áfram. Af þessum fyrstu tölum er hins vegar strax ljóst að afurðir eru meiri og kjötmatsniðurstöður betri haustið 2010 en áður hefur sést.
Áfram


09-nóv.-10

SAM leggja til 116 milljóna lítra greiðslumark á næsta ári

Mynd með fréttÁ fundi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem haldinn var í síðustu viku, var ákveðið að gera tillögu að 116 milljón lítra greiðslumarki mjólkur árið 2011 en þá verður verðlagsárið jafnframt fært að almanaksári.
Áfram


08-nóv.-10

BÚSTOFN og tilboðsmarkaður með greiðslumark

Mynd með fréttMatvælastofnun (MAST) heldur fræðslufund fyrir bændur þriðjudaginn 9. nóvember í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fundurinn skiptist í tvennt, kl. 15:00 verður fjallað um rafræna skráningarforritið BÚSTOFN og rafræn skil á forðagæsluskýrslum. Klukkan 15:30 verður fjallað um tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur.
Áfram


04-nóv.-10

Össur svarar í annað sinn

Mynd með fréttBændasamtök Íslands sendu Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra bréf 22. september síðastliðinn þar sem þess var krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið yrði skýrð. Ráðherra svaraði því bréfi 1. september en að mati forsvarsmanna Bændasamtakanna voru þau svör sem komu fram í því bréfi ekki fullnægjandi og var því farið fram á að ráðherra skýrði frekar nokkur atriði.
Áfram


01-nóv.-10

Nýir hrútar á sæðingastöðvarnar eftir afkvæmarannsóknirnar haustið 2010

Mynd með fréttÁ næstu dögum mun birtast á sauðfjárræktarsvæðinu stutt kynning á þeim fimm nýju hrútum sem komnir eru inn á sæðingastöðvarnar haustið 2010, eftir að sérstökum afkvæmarannsóknum vegna stöðvanna er lokið. Fyrsti hrúturinn í þeirri kynningu er Geysir frá Svínafelli I.
Áfram


25-okt.-10

Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar haustið 2010

Mynd með fréttBúið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsóknanna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2010. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður hér.
Áfram


22-okt.-10

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir ráðin aðstoðarmaður ráðherra

Mynd með fréttJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ráðið Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur í starf aðstoðarmanns ráðherra. Hún hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu. Gunnfríður hefur frá árinu 2007 starfað sem nautgriparæktarráðunautur hjá BÍ en verður nú í leyfi frá störfum þó hún sinni áfram tilteknum verkefnum.
Áfram


21-okt.-10

Nýr búnaðarlagasamningur í höfn

Mynd með fréttSkrifað var undir nýjan búnaðarlagasamning til tveggja ára 20. október síðastliðinn. Gildandi búnaðarlagasamningur hefur verið skertur verulega nú þegar en hann rennur út um næstu áramót. Eins og vísbendingar voru um í frumvarpi til fjárlaga komandi árs er um mjög verulegan niðurskurð að ræða frá fyrri samningi.
Áfram


15-okt.-10

Niðurstöður úr skýrsluhaldi komnar á Netið

Mynd með fréttAthygli er vakin á því að upplýsingar um uppgjörsskýrslur nautgriparæktarinnar fyrir septembermánuð eru komnar á vefinn. Þær má nálgast með því að smella hér.
Áfram


12-okt.-10

Bændasamtökin óska frekari skýringa á stöðu landbúnaðar í samningaferlinu við ESB

Mynd með fréttBændasamtök Íslands sendu utanríkisráðherra Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þann 22. sept. þar sem þess var krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu við Evrópusambandið yrði skýrð. Að mati samtakanna hafa bæði stjórnvöld...
Áfram


12-okt.-10

Námskeið í ullarflokkun haustið 2010

Mynd með fréttUllarmatsnefnd og Landssamtök sauðfjárbænda í samvinnu við Endurmenntun LbhÍ standa fyrir námskeiðum í ullarflokkun víðsvegar um land, sem haldin verða í byrjun nóvember. Námskeiðin verða haldin í fjárhúsum hjá bændum þar sem rúið verður og ullin flokkuð jafnóðum. Auk þess verður farið yfir reglur um ullarflokkun og sýndar myndir til skýringar.
Áfram


06-okt.-10

ESB-aðild er neikvæð fyrir garðyrkjuna

Mynd með fréttNý skýrsla Hagfræðistofnunar sem m.a. fjallar um áhrif ESB-aðildar á garðyrkjuna staðfestir það sem bændur hafa haldið fram um neikvæðar afleiðingar af inngöngu í sambandið. Talið er að styrkir til tómata-, gúrku- og paprikuræktunar muni lækka um allt að helming við aðild og að íslensk blómarækt muni ekki ráða við þá samkeppni sem verður þegar innflutningur á suðrænum blómum verður óhindraður vegna afnáms tolla.
Áfram


04-okt.-10

Nýtt kynbótamat

Mynd með fréttNýir útreikningar á kynbótamati fyrir alla skýrslufærða gripi liggja nú fyrir og fyrstu niðurstöður vegna afkvæmarannsóknanna má sjá á nautaskrárvefnum. Kynbótamatið hefur einnig verið uppfært í Huppu og þar er að finna nýt mat fyrir alla skráða gripi. Nautsmæðraskráin hefur verið uppfærð og einnig skráin um efnilegar kvígur.
Áfram


27-sep.-10

Nýir hrútar sem fengnir voru fyrir sæðingastöðvarnar sumarið 2010

Mynd með fréttÁ næstu dögum mun birtast hér á vefnum, í sauðfjárræktarhlutanum, kynning á nýjum hrútum á sæðingastöðvunum sumarið 2010. Á síðustu árum haf slíkar kynningar verið viðhafðar til að gefa forsmekk að hrútaskrá haustsins.
Áfram


22-sep.-10

Aðildarviðræður við ESB orðnar aðlögunarferli

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið (ESB) verði skýrð.
Áfram


17-sep.-10

Tekið verði á skuldavanda bænda á sama hátt og hjá einstaklingum og heimilum

Mynd með fréttNauðsynlegt er að staða bænda sem tóku gengisbundin lán sé skýrð hið fyrsta. Eðlilegt sé að skuldamál bænda séu meðhöndluð á sama hátt og skuldamál einstaklinga. Þetta er mat Bændasamtaka Íslands í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í gær þar sem kveðið er á um vaxtakjör á ólöglegum gengisbundnum lánum.
Áfram


10-sep.-10

Aðlögun að regluverki ESB er hafin segir formaður BÍ

Mynd með fréttÍ byrjun þessarar viku komu sérfræðingar á vegum Evrópusambandsins til fundar við ýmsa aðila í landbúnaðinum og þar á meðal forsvarsmenn Bændasamtakanna. Þarna voru á ferðinni sk. TAIEX-sérfræðingar sem veita ríkjum tæknilega og faglega ráðgjöf eða aðstoð við að aðlaga þjóðir að regluverki ESB.
Áfram


03-sep.-10

Norskir bændur söfnuðu 7,7 milljónum króna fyrir bændur á gossvæðinu

Mynd með fréttÍ kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli ákváðu norsku bændasamtökin í samvinnu við ýmis fyritæki í landbúnaði þar í landi að hrinda af stað fjársöfnun fyrir bændur á gossvæðinu. Á fundi NBC, samtaka bænda á Norðurlöndunum, var tilkynnt að safnast hefðu 406 þúsund norskar krónur í söfnuninni sem jafngildir rúmlega 7,7 milljónum íslenskra króna.
Áfram


26-ágú.-10

Neytendur njóta góðs af stöðugu verði á búvörum

Mynd með fréttHagstofa Íslands hefur birt vísitölu neysluverðs miðað við verðlag í ágúst. Athygli vekur að búvörur og grænmeti hafa haldið aftur af verðbólgu sl. 12 mánuði svo um munar.
Áfram


24-ágú.-10

Fjár- og stóðréttir haustið 2010

Mynd með fréttEins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Nokkrar breytingar hafa orðið á tímasetningum fjárrétta haustsins Þær eru helstar að breytingar hafa orðið á dagsetningum þriggja rétta á Langanesi. Þær eru Hallgilsstaðarétt sem verður 10. september, Ósrétt sem verður 9. september og Tunguselsrétt sem verður 14. september. Þá hefur Grafarrétt í Skaftártungu verið frestað um viku og verður hún 18. september.
Áfram


20-ágú.-10

Við upphaf á leitum og göngum

Mynd með fréttÞorsteinn Ólafsson dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur tekið saman stuttar leiðbeiningar um hvað helst ber að varast og hvernig best er að bera sig að til að allir, dýr og menn, komi heilir heim.
Áfram


16-ágú.-10

Styrkumsóknir vegna þróunar- og jarðabótaverkefna

Mynd með fréttNú er rétt að huga að þróunar- og jarðabótaúttektum. Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands/leiðbeiningamiðstöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna hér á bondi.is.
Áfram


12-ágú.-10

Umsögn BÍ um frumvarp til breytinga á búvörulögum

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent frá sér umsögn til nefndasviðs Alþingis vegna frumvarps um breytingar á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, á 138. löggjafarþingi, þskj. 1284 – 662. mál.
Áfram


11-ágú.-10

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hellu 13. – 20. ágúst.

Mynd með fréttVegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í hrossahaldi landsmanna, hefur verið ákveðið að vel athuguðu máli, að hætta að sinni við þá nýbreytni og tilraun sem til stóð að framkvæma
Áfram


11-ágú.-10

LS gefur út viðmiðunarverð kindakjöts fyrir komandi sláturtíð

Mynd með fréttStjórn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) hefur gefið út viðmiðunarverðskrá á kindakjöti fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5 prósent frá fyrra ári en sú hækkun er nánast á pari við hækkun vísitölu neysluverðs frá síðasta ári.
Áfram


09-ágú.-10

Gott að hafa í huga vegna breytinga á búvörulögum

Mynd með fréttÍ frumvarpi um breytingar á búvörulögum er engin eðlisbreyting gerð á gildandi lögum. Það er ekki heimilt að markaðsetja mjólk sem framleidd er utan greiðslumarks. Hefur það fyrirkomulag verið um langt skeið. Það hefur ekkert með að gera að ekki geti verið samkeppni um kaup mjólkur af bændum, úrvinnslu hennar og markaðssetningu.
Áfram


16-júl.-10

Þjónusta við dkBúbót í sumarlokun BÍ

Mynd með fréttÞeir notendur dkBúbótar sem þurfa aðstoð meðan á sumarlokun skrifstofu BÍ stendur geta sent tölvupóst á msj@bondi.is með stutta lýsingu á vandamálinu ásamt nafni og símanúmeri.
Áfram


15-júl.-10

Sumarlokun Bændasamtakanna

Mynd með fréttSumarlokun Bændasamtakanna verður í 2 vikur frá og með mánudeginum 19. júlí til þriðjudagsins 3. ágúst. Vefurinn bondi.is mun einnig fara í frí á þessum tíma en vefur Bændablaðsins bbl.is verður reglulega uppfærður.
Áfram


05-júl.-10

Matvælastofnun tekin við forðagæslunni

Mynd með fréttÞau tímamót urðu í lok júní að Matvælastofnun á Selfossi tók að fullu við búfjáreftirliti, söfnun forðagæsluskýrslna, úrvinnslu og afgreiðslu gagna um fjölda búfjár og fóðuröflun í landinu, af Bændasamtökum Íslands. Frá ársbyrjun 2006 höfðu Bændasamtökin sinnt þessu opinbera hlutverki í umboði og samkvæmt beiðni Matvælastofnunar eftir lagabreytingu, en fram að því höfðu samtök bænda á ýmsum tímum ætíð haft umsjón með forðagæslumálum, allt frá fyrstu lagsetningum um þessi efni seint á 19. öld og snemma á þeirri 20.
Áfram


29-jún.-10

Undrast fálmkennd og ómarkviss viðbrögð vegna dóms Hæstaréttar

Mynd með fréttBændasamtök Íslands og Landssamband smábátaeigenda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna ólögmætis gengistryggðu lánanna:
Áfram


24-jún.-10

Afleysingar á gossvæðinu hefjast 5. júlí

Mynd með fréttAfleysingar á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli á vegum Búnaðarsambands Suðurlands, Bændasamtaka Íslands og Félags kúabænda á Suðurlandi hefjast þann 5. júlí. Þeir bændur sem hug hafa á að nýta sér hana eru beðnir að hafa samband við Svein Sigurmundsson hjá BSSL í síma 480 1800 eða í netfangið sveinn@bssl.is.
Áfram


21-jún.-10

Áhrif hæstaréttardóma á gengistryggð lán

Mynd með fréttBændasamtök Íslands telja augljóst að nýfallnir hæstaréttardómar um ólögmæti gengistryggingar muni hafa veruleg áhrif á skuldastöðu og lánamál bænda eins og annarra heimila í landinu. Eins telja BÍ að áhrifin séu víðtæk og nái til mun fleiri lánasamninga en bíla- og tækjalána þrátt fyrir yfirlýsingar sumra lánastofnana.
Áfram


21-jún.-10

Nemendaverkefni um frjósemi nautgripa

Mynd með fréttBændasamtökin fengu í vor styrk til að vinna rannsóknaverkefni um ,,Frjósemi nautgripa". Verkefnið miðar að því að finna nýjar leiðir til að meta eiginleikann ,,frjósemi" hjá íslenskum nautgripum.
Áfram


20-jún.-10

Alþjóðleg ráðstefna um nýtingu fóðurbelgjurta - 20.-22. júní

Mynd með fréttFyrirhugað er að halda alþjóðlega ráðstefnu um nýtingu fóðurbelgjurta í landbúnaði á norðurslóð á Hvanneyri 20. -22. júní. Fjallað verður um efnið frá ýmsum sjónarhornum og má nefna kynbætur og aðlögun belgjurta að fjölbreyttu umhverfi, fjölbreytni í gróðurfari og áhrif hennar á uppskeru og stöðugleika, áhrif belgjurta á jarðvegsfrjósemi og jafnvægi niturs og loks þátt belgjurta í fóðurgæðum.
Áfram


14-jún.-10

Afkvæmasýningar stóðhesta á árinu 2010

Mynd með fréttVegna frestunar landsmóts hestamanna hefur fagráð í hrossarækt ákveðið eftirfarandi: Ef áhugi stóðhestseigenda er fyrir hendi verður boðið uppá hefðbundnar afkvæmasýningar stóðhesta á viðburðunum sem áætlaðir eru um verslunarmannahelgina, Fákaflugi í Skagafirði og Hestafjöri 2010 á Gaddstaðaflötum.
Áfram


11-jún.-10

Fræðslu- og umræðufundur um heyskap á gossvæðunum

Mynd með fréttFræðslu- og umræðufundur um áhrif gosösku á heyskap og heyverkun á Suðurlandi í sumar verður haldinn að Hótel Hvolsvelli mánudaginn 14. júní kl 20:30.
Áfram


04-jún.-10

Breyttar dagsetningar kynbótasýninga næstu mánuði

Mynd með fréttÁ fundi Fagráðs í hrossarækt fimmtudaginn 3. júní voru í mörgum tilfellum ákveðnar nýjar dagsetningar fyrir þær kynbótasýningar sem ráðgerðar eru á árinu. Breytingarnar eru tilkomnar vegna kvefpestar þeirrar sem nú herjar á hrossastofninn. Haldnir voru fjölmennir fundir á Norður- og Suðurlandi með fulltrúum búnaðarsambanda, hrossaræktendum og knöpum...
Áfram


03-jún.-10

Afleysingar á gossvæðinu

Mynd með fréttBændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands, Félag kúabænda á Suðurlandi og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óska eftir að ráða starfsmann í afleysingar fyrir bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Um er að ræða tímabundið starf fram að áramótum.
Áfram


01-jún.-10

Orlofsstyrkir fyrir bændur á öskusvæðunum

Mynd með fréttStjórn Orlofssjóðs bænda hefur ákveðið að styðja sérstaklega við bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Með þessu vill sjóðurinn hvetja bændur og fjölskyldur þeirra á svæðinu til þess að taka sér orlof og hvíla sig fjarri rykmengun og erfiðum verkum.
Áfram


01-jún.-10

Hrossaræktendur og knapar á Suður- og Suðvesturlandi

Mynd með fréttFundur verður haldinn í félagsheimili Sleipnis á Selfossi annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. júní kl. 20:00. Fundarefnið er skipulag kynbótasýninga á Suður- og Suðvesturlandi það sem eftir lifir sumars.
Áfram


28-maí-10

Heymiðlun vegna eldgossins

Mynd með fréttÁ vegum samtaka bænda og sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hefur verið sett á fót heymiðlun með það að markmiði að tryggja þeim bændum sem ekki hafa aðstöðu til þess að afla þeirra viðbótarheyja sem þarf vegna tjónsins af völdum gossins aðgang að góðu heyi.
Áfram


27-maí-10

Norskir bændur sýna Íslendingum samstöðu - 7 milljónir íslenskra króna lagðar í styrktarsjóð vegna eldgossins

Mynd með fréttNorska bændahreyfingin og fleiri fyrirtæki í Noregi hafa ákveðið að styðja við bakið á íslenskum bændum sem hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af gosinu í Eyjafjallajökli. Þeir hafa lagt 7 milljónir íslenskra króna í sjóð sem Bændasamtökum Íslands er ætlað að ráðstafa til þeirra bænda sem eiga í hlut.
Áfram


18-maí-10

Ert þú aflögufær um hey?

Mynd með fréttVegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur skapast óvissa um fóðuröflun á öskufallssvæðinu í sumar. Fyrirsjáanlegt er að talsvert viðbótarhey þarf inn á svæðið og því er nauðsynlegt að tryggja nægar heybirgðir fyrir haustið. Sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa falið Bændasamtökum Íslands og Búnaðarsambandi Suðurlands að afla upplýsinga um þá bændur sem eru viljugir til þess að selja gæðahey inn á áhrifasvæði eldgossins.
Áfram


17-maí-10

Kvótamarkaði með greiðslumark komið á og viðskipti óheimil til 1. des.

Mynd með fréttJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á aðilaskiptum á greiðslumarki í mjólk. Reglugerðarbreytingin hefur í för með sér að komið verður á kvótamarkaði sem Matvælastofnun (MAST) skal starfrækja.
Áfram


17-maí-10

Ábendingar vegna langrar innistöðu sauðfjár

Mynd með fréttBændum er ráðlagt að hafa samráð við sína dýralækna um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna langrar innistöðu, þröngra beitarhólfa og hey- og kjarnfóðurgjafar.
Áfram


14-maí-10

Landbúnaður á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli – staða, horfur og aðkallandi aðgerðir

Mynd með fréttDagana 11. og 12. maí fóru rúmlega 20 héraðs- og landsráðunautar ásamt fleirum í heimsóknir á 120 bú á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tilgangurinn var að ræða við bændur og m.a. meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og í sumar. Úrvinnslu gagna er ekki að fullu lokið úr ferðinni en niðurstöður ættu að liggja fyrir í byrjun næstu viku.
Áfram


11-maí-10

Frá hrossaræktarráðunauti Bændasamtaka Íslands

Sýningar kynbótahrossa eru í gangi þessa dagana víða um land. Afföll hrossa af sýningunum eru talsverð vegna hrossapestarinnar sem hrjáir hrossastofninn. Ekki þótti fært að seinka sýningunum með því hefði...
Áfram


10-maí-10

Ráðunautar heimsækja bændur á áhrifasvæði eldgossins

Mynd með fréttTeymi héraðsráðunauta alls staðar að af landinu munu á þriðjudag og miðvikudag fara á bæi á öskufallssvæðinu fyrir austan, ræða við bændur og meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og sumar. Það er Búnaðarsamband Suðurlands, Bændasamtökin og búnaðarsambönd um allt land sem standa að skipulagningu heimsókna ráðunauta auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.
Áfram


10-maí-10

Afkvæmarannsóknir á hrútum fyrir kjötgæðaeiginleika haustið 2009

Mynd með fréttHaustið 2009 var umfang afkvæmarannsókna á hrútum sem unnar voru á vegum búnaðarsambandanna um allt land meira en nokkru sinni. Rannsóknir voru gerðar á samtals 269 búum og voru yfir 2.400 afkvæmahópar sem þar fengu sinn dóm. Allar niðurstöður úr einstökum rannsóknum hafa nú verið settar á vefinn og má sjá...
Áfram


07-maí-10

Reglur um aðstoð Bjargráðasjóðs vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Mynd með fréttSjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú staðfest reglur Bjargráðasjóðs um aðstoð vegna tjóns af völdum öskufalls og flóða vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Bjargráðsjóður bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna...
Áfram


04-maí-10

Tilkynning frá hrossaræktarráðunauti

Mynd með fréttVarla hefur hún farið framhjá nokkrum hestamanni sú kvefpest sem þessa dagana herjar á hrossastofninn. Ljóst er að pestin er mun alvarlegri en í fyrstu var talið og virðist hrossum mjög hætt við að slá niður ef ekki er varlega farið, þó menn telji einkenni horfin.
Áfram


30-apr.-10

Opinn landbúnaður, Beint frá býli og Ferðaþjónusta bænda í Perlunni um helgina

Mynd með fréttFerðasýningin Íslandsperlur verður haldin dagana 1. og 2. maí í Reykjavík, nánar tiltekið í Perlunni. Ferðaþjónusta bænda mun ásamt Beint frá býli og Opnum landbúnaði taka þátt í sýningunni en auk þessarra aðila standa að sýningunni markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu.
Áfram


27-apr.-10

Bændasamtök Íslands senda bændum og öðrum íbúum á áhrifasvæði goss í Eyjafjallajökli kveðjur og samstöðu íslenskra bænda

Mynd með fréttBændasamtökin þakka fjölmörgum sem sýnt hafa bændum stuðning í hug og verki undanfarna sólarhringa. Sérstakar þakkir eru færðar til samtaka bænda í nágrannalöndum okkar og raunar um allan heim. En atburðir vekja til umhugsunar mikilvægi á starfi bænda, velferð dýra og matarframleiðslu. Íslendingar sýna innlendri matvælaframleiðslu mikinn skilning og meta bændur það mikils og vilja rækja það hlutverk, sem er besti stuðningurinn til lengri tíma.
Áfram


23-apr.-10

Fulltrúar BÍ í Heimalandi undir Eyjafjöllum

Mynd með fréttFulltrúar Bændasamtakanna, þau Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri félagssviðs og Elías Blöndal Guðjónsson lögfræðingur, verða til viðtals í fjöldahjálparmiðstöðinni Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag milli kl. 12:00 og 14:00. Bændur á svæðinu geta leitað til þeirra með ýmis lögfræðileg atriði og rætt um þau úrræði sem eru fyrir hendi vegna tjónsins sem eldgosið í Eyjafjallajökli hefur skapað bændum.
Áfram


21-apr.-10

Sjálfboðaliðar hafa samband við Bændasamtökin

Mynd með fréttBændasamtökunum hafa borist fyrirspurnir frá ýmsum aðilum, almenningi og félögum sem vilja aðstoða þá bændur sem standa í ströngu um þessar mundir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Samtökin vilja koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa boðið fram krafta sína, beitarhaga eða húsakost. Hjá Bændasamtökunum hefur verið gripið til þess ráðs að skrásetja upplýsingar um þá sem vilja veita aðstoð með einhverjum hætti. Þær upplýsingar verða notaðar þegar og ef þörf krefur.
Áfram


19-apr.-10

Erlend bændasamtök senda íslenskum bændum kveðjur og hvatningarorð

Mynd með fréttBændasamtökum Íslands hafa borist kveðjur og hvatningarorð til bænda á Íslandi vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli. Norsku bændasamtökin, Norges bondelag, sendu í dag bréf til BÍ þar sem forsvarsmenn þeirra lýstu yfir stuðningi við þá bændur sem nú berjast við náttúruöflin og bjóða aðstoð sína ef þörf krefur. Þá sendi David King, aðalritari Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda, IFAP, íslenskum bændum góðar kveðjur og ítrekaði samstöðu IFAP með þeim. Kveðjur hafa borist víðar frá erlendum bændum og samtökum þeirra, m.a. frá Finnlandi og Svíþjóð.
Áfram


19-apr.-10

Tölvukerfi lokuð vegna uppfærslu

Mynd með fréttEftirfarandi tölvukerfi Bændasamtaka Íslands verða lokuð á þriðjudeginum 20.04.2010 vegna uppfærslu gagnagrunna: MARK.IS, HUPPA.IS, JORD.IS, FJARVIS.IS, AFURD.IS /Tölvudeild BI
Áfram


18-apr.-10

Áríðandi tilkynning til eigenda útigangshrossa

Mynd með fréttEigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir verja hross sín fyrir öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á. Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu Suður- og Suðausturlandi þurfa að vera í viðbragðsstöðu.
Áfram


16-apr.-10

Mikilvægt að allir bændur fylgist með áhrifum eldgossins

Mynd með fréttBændur á Suðurlandi og austur í Skaftafellssýslum standa nú í ströngu vegna gossins í Eyjafjallajökli og afleiðinga þess. Bændasamtökin hafa komið á fót viðbragðshópi sem í eru starfsmenn og stjórnarmenn og fundaði hann í gær. Ýmsar spurningar vakna eðlilega við hamfarir sem þessar, m.a. um áhrif öskufalls, mögulega flutninga á bústofni, tryggingamál, fóðurbirgðir og flutninga.
Áfram


14-apr.-10

Eldgos og jökulhlaup úr Eyjafjallajökli

Mynd með fréttEldgos er hafið í Eyjafjallajökli og vatnsflæði úr jöklinum ógnar löndum og mannvirkjum í nágrenni jökulsins. Gos er í toppgígnum en ekki í suðvesturhlíðum eins og talið var í fyrstu. Vatn flæðir niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls og hætta er á að vatnsmagns aukist töluvert á þeim slóðum. Vatnsrennsli hefur aukist í Markarfljóti við gömlu Markarfljótsbrúnna og hefur vatnsyfirborð hækkað mikið.
Áfram


12-apr.-10

Verðlaun fyrir bestu hrútana

Mynd með fréttViðurkenning fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna var veitt á afmælisráðstefnu Landsamtaka sauðfjárbænda 9. apríl. Á síðasta ári hófu stöðvarnar að veita þessa viðurkenningu sem eru farandgripir og mikil listaverk eftir Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, styttur af hrúti.
Áfram


08-apr.-10

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

Mynd með fréttAðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2010 hófst í dag 8. apríl á Hótel Sögu. Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins og rétt er að benda á að frekari gögn og upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna, saudfe.is, þar sem einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu.
Áfram


08-apr.-10

Styrkveitingar á vegum erfðanefndar landbúnaðarins

Mynd með fréttMeginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að því hlutverki. Vísað er til stefnumörkunaráætlunar erfðanefndar varðandi nánari áherslur nefndarinnar, sjá vefsíðu nefndarinnar; www.agrogen.is.
Áfram


29-mar.-10

dkBúbót uppfærsla

Mynd með fréttFramtalsuppfærsla fyrir dkBúbót er tilbúin. Áskrifendur fengu tölvupóst á föstudaginn var, þar sem þeim gefst kostur á að hlaða uppfærslunni niður á tölvurnar sínar. Jafnframt var uppfærslan send í framleiðslu og verður geisladiskur með uppfærslunni sendur til notenda um leið og hann er tilbúinn nú í vikunni.
Áfram


21-mar.-10

Hraungos á Fimmvörðuhálsi - leiðbeiningar vegna dýra

Mynd með fréttHraungos er hafið á Fimmvörðuhálsi og 0,7-1 km sprunga myndast frá suðvestri til norðausturs. Hraun rennur frá henni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær um 1 km í loft upp og leggur beint til vesturs.
Áfram


19-mar.-10

Framtalsgerð og skattabreytingar

Mynd með fréttNú er tími skattframtala kominn og flestir farnir að huga að framtalsgerð. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á sköttum og opinberum gjöldum á þessu og síðasta ári. Teknar hafa verið saman helstu upplýsingar um skattkerfisbreytingarnar og um framtalsgerð. Upplýsingar þessar henta bæði þeim sem nota bókhaldsforritið dkBúbót sem og hinum sem gera það ekki.
Áfram


18-mar.-10

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

Mynd með fréttReglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi.
Áfram


18-mar.-10

Hrossaræktarfundir 15. og 16. mars

Mynd með fréttÍ næstu viku verða haldnir eftirtaldir fundir um málefni hrossaræktarinnar. Fundirnir hefjast kl. 20:30.
Áfram


16-mar.-10

Íþróttadómar FEIF-landa í WorldFeng

Mynd með fréttÍþróttadómar allra FEIF-landa (alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta) er nú að finna í WorldFeng. Um er að ræða íþróttadóma frá öllum aðildarlöndum FEIF, sem eru 18 talsins. Upplýsingar um íþróttadóma verða lesnir inn vikulega í WorldFeng. Á ráðstefnu FEIF, sem haldin var í Danmörku í síðasta mánuði, kom fram að innlestur dómsniðurstaðna frá löndum FEIF verði eitt af forgangsverkefnum á þessu ári hvað varðar þróun á WorldFeng
Áfram


16-mar.-10

Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2010

Mynd með fréttSauðfjárbændur sem ætla að sækja um nýtt leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2010 á eyðublöðum sem finna má á www.mast.is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send.
Áfram


09-mar.-10

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Mynd með fréttHagtölur landbúnaðarins 2010 eru komnar út. Eins og fyrri ár er útgáfan í bæklingsformi og er alls 30 síður. Í Hagtölum landbúnaðarins er m.a. hægt að finna tölfræði um landið og bóndann, bústofn og bústærð, landbúnaðarframleiðsluna, markaðsmál, verðlag og vísitölur o.m.fl. Bæklingurinn fer víða - hann er m.a. vinsæll á meðal ferðamanna, skólafólks og að sjálfsögðu á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði.
Áfram


08-mar.-10

dkBúbót – framtalsuppfærsla væntanleg í lok næstu viku

Mynd með fréttGert er ráð fyrir því að uppfærsla á dkBúbót vegna skattframtals 2010 berist notendum dkBúbótar á geisladisk u.þ.b. viku eftir að vefframtal opnast á vef Ríkisskattstjóra. Uppfærslan mun því berast notendum í þriðju viku mars (17.-20. mars) gangi áætlanir eftir, en áætlaður opnunardagur vefframtals er 10. mars.
Áfram


05-mar.-10

Viðbúnaður vegna aukinnar eldvirkni í Eyjafjallajökli

Mynd með fréttVegna aukinnar virkni í Eyjafjallajökli hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra beðið Matvælastofnun að hvetja alla þá sem hafa með búfjárhald að gera í nágrenni jökulsins að fylgjast vel með fréttum útvarpsstöðva. Nýjustu fréttir eru einnig að finna á heimasíðu Almannavarna: www.almannavarnir.is.
Áfram


05-mar.-10

Hrossaræktarfundir 8. - 10. mars

Mynd með fréttÍ vikunni verða haldnir eftirtaldir fundir um málefni hrossaræktarinnar og hefjast þeir allir kl. 20:30.
Áfram


04-mar.-10

Aðildarumsókn að ESB - Yfirlýsing Búnaðarþings 2010

Mynd með fréttÁ Búnaðarþingi 2010 var samþykkt yfirlýsing vegna umsóknar stjórnvalda að Evrópusambandinu. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Búnaðarþing 2010 ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þingið lýsir fullum stuðningi við áherslur Bændasamtakanna og felur stjórn BÍ að gæta áfram hagsmuna bænda í hvívetna, vera áfram leiðandi í umræðu um áhrif ESB aðildar á landbúnað og byggja áfram á faglegri þekkingaröflun.
Áfram


04-mar.-10

Búnaðarþingi lokið

Mynd með fréttBúnaðarþingi lauk seint í gærkvöldi (miðvikudag) og þingfulltrúar héldu til síns heima. Hér á vefnum er hægt að skoða niðurstöður mála auk fundargerða og annars fylgiefnis.
Áfram


02-mar.-10

Ný stjórn Bændasamtakanna kjörin á Búnaðarþingi

Mynd með fréttBúið er að kjósa nýja stjórn Bændasamtakanna. Haraldur Benediktsson var kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum eða 45. Að auki voru kosnir sex fulltrúar í stjórn samtakanna. Alls gáfu ellefu þingfulltrúar kost á sér til stjórnarsetu. Úrslit kosninganna voru þau að Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð fékk 45 atkvæði, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum fékk 41 atkvæði, Sigurbjartur Pálsson á Skarði fékk 40...
Áfram


28-feb.-10

Hraun á Skaga og Grænhóll í Ölfusi hljóta landbúnaðarverðlaun

Mynd með fréttJón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhenti bændunum á Hrauni á Skaga og Grænhóli í Ölfusi landbúnaðarverðlauninin 2010. Verðlaunin eru sem áður gripir úr höndum Ívars Björnssonar gullsmiðs og leturgrafara. Ráðherra sagði að tilgangurinn verðlaunanna væri einkum að vekja athygli á því sem vel er gert í landbúnaði.
Áfram


28-feb.-10

Búnaðarþing 2010 - Aftur kemur vor í dal

Mynd með fréttBúnaðarþing var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni í dag. Þar héldu ávörp Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Brita Skallerud annar tveggja varaformanna norsku bændasamtakanna Norges bondelag og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.
Áfram


24-feb.-10

Hrossaræktarfundir

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Áfram


23-feb.-10

Búnaðarþing á næsta leiti

Mynd með fréttÁrlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 28. febrúar og stendur til miðvikudagsins 3. mars. Búnaðarþing verður sett með viðhöfn á sunnudaginn en yfirskrift setningarathafnarinnar er „Aftur kemur vor í dal“. Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem m.a. verður fjallað um mál sem tengjast umsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu, jarðalögum, fjármálum bænda og uppbyggingu félagskerfis þeirra.
Áfram


22-feb.-10

Nautaskrá veturinn 2010

Mynd með fréttNautaskrá vetrarins 2010 er nú aðgengileg á vefnum en hún fer í dreifingu innan tíðar. Uppsetning skrárinnar er með svipuðu sniði og undanfarin ár en hvert reynt naut fær kynningu á sínum eiginleikum. Útreikningar kynbótamats eru eins og á síðasta ári, allar einkunnir eru sambærilegar og gefa rétta mynd af stöðu nautanna óháð árgangi.
Áfram


19-feb.-10

Upptökur af Fræðaþingi á Netinu

Mynd með fréttÚrval af upptökum af fyrirlestrum af Fræðaþingi landbúnaðarins eru aðgengilegar á Netinu. Upptökurnar eru gerðar þannig úr garði að auðvelt er að hlaða þeim niður. Bæði er hægt að sjá glærur fyrirlesara og mynd- og hljóðupptökur.
Áfram


19-feb.-10

Bein útsending á Rúv frá Fræðaþingi

Mynd með fréttÞátturinn Samfélagið í nærmynd á Rás I sendir beint út frá Bændahöllinni í dag af Fræðaþingi landbúnaðarins frá kl. 11:00 - 12:00. Það eru þau Hrafnhildur Halldórsdóttir og Leifur Hauksson sem eru umsjónarmenn þáttarins en þau munu m.a. fá í viðtöl Guðjón Þorkelsson og Þóru Valsdóttur hjá Matís, Georg Ottósson frá Flúðasveppum og Gunnfríði E. Hreiðarsdóttur frá Bændasamtökunum.
Áfram


18-feb.-10

Orkubúskapur og fæðuöryggi í byrjun Fræðaþings

Mynd með fréttFræðaþing landbúnaðarins var sett í dag í Súlnasal Hótels Sögu af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fyrsta erindið hélt Þorsteinn I. Sigfússon hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um orkumál þar sem m.a. kom fram að smávirkjanir á Íslandi framleiða nú u.þ.b. 1/10 af orku Kárahnjúkavirkjunar.
Áfram


17-feb.-10

Ráðunautafundur í dag - Fræðaþing á morgun

Mynd með fréttÍ dag, miðvikudag, er haldinn í Bændahöllinni árlegur fundur ráðunauta í landbúnaði en hann er undanfari Fræðaþings landbúnaðarins sem hefst á morgun, fimmtudag. Ráðunautar munu áfram funda fyrir hádegi á fimmtudag um ýmis mál sem tengjast þeirra starfi.
Áfram


05-feb.-10

Tilkynning vegna annars ársfjórðungs í gæðastýrðu skýrsluhaldi í nautgriparækt

Mynd með fréttSamkvæmt gildandi reglum um gæðastýrt skýrsluhald geta skýrsluhaldarar sem féllu út af fyrsta ársfjórðungi vegna seinna skila, komið aftur inn í gæðastýrt skýrsluhald á öðrum ársfjórðungi. Eina skilyrðið er að menn hafi sent inn kýrsýni á fyrsta ársfjórðungi.
Áfram


03-feb.-10

Sendiherrar funduðu um ESB og landbúnað í Bændahöllinni

Mynd með fréttHópur sendiherra og starfsmanna sendiráða sem starfa á Íslandi komu til fundar við bændur í Bændahöllinni á dögunum. Það voru Bændasamtökin sem boðuðu til fundarins en tilgangurinn var að kynna íslenskan landbúnað fyrir sendifulltrúunum og afstöðu Bændasamtakanna í ESB-málunum.
Áfram


31-jan.-10

dkBúbót – Ný uppfærsla 9.00D - Lagfæring vegna villu í virðisaukaskattsskýrslu

Mynd með fréttNý uppfærsla fyrir dkBúbót 9.00D hefur verið send út með tölvupósti til notenda. Ef notanda hefur ekki borist tölvupóstur með uppfærslunni föstudaginn 29. janúar er hann beðinn um að tilkynna það með tölvupósti til hh@bondi.is.
Áfram


26-jan.-10

Villa í uppfærslu á dk-Búbót

Mynd með fréttAthygli notenda dkBúbótar er vakin á því að fundist hefur villa í uppfærslu 9.00A (send með tölvupósti 5. og. 7. janúar) og 9.00B/C (á geisladisk sem fór í póst í gær) í tengslum við breytingu á virðisaukaskatti. Villan er fólgin í því að þegar valið er bókhaldsárið 2009 eða eldra virðist forritið ekki lesa bókhaldsárið og notar nýju virðisaukaskattprósentuna 25,5% ef útbúin er færsla sem reiknar virðisaukaskatt, í stað 24,5% eins og á að gera.
Áfram


19-jan.-10

Uppgjör skýrsluhaldsins 2009

Mynd með fréttÁrsuppgjör 2009 hefur nú verið sett á vefinn og má nálgast helstu uppgjörstölur hér á vef nautgriparæktarinnar. Afurðir eru örlítið minni en í fyrra en fjöldi gripa sem taka þátt í skýrsluhaldinu hefur aukist milli ára
Áfram


14-jan.-10

Orðsending til garðyrkjubænda

Mynd með fréttNý reglugerð nr. 1/2010 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2010 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2010 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 15. janúar 2010 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa, sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2010.
Áfram


11-jan.-10

Alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni

Mynd með fréttÍ dag er ýtt úr vör Alþjóðlegu ári líffræðilegrar fjölbreytni sem hefur kjörorðin Líffræðileg fjölbreytni er lífið - líffræðileg fjölbreytni er líf okkar. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir bændur um allan heim þar sem líffræðileg fjölbreytni og landbúnaður eru háð innbyrðis; hvort tveggja gegnir einnig lykilhlutverki í loftslags- og fæðuöryggismálum.
Áfram


06-jan.-10

Uppfærsla á dkBúbót

Mynd með fréttÍ gær var send út uppfærsla númer 9.00A á dkBúbót með tölvupósti til notenda vegna breytinga á tekjuskatti og virðisaukaskatti sem tóku gildi nú um áramót. Önnur uppfærsla vegna launamiða og annarra áramótafærslna er væntanleg síðar í mánuðinum og verður sú útgáfa send notendum á geisladisk. Þeir sem ekki getað sótt uppfærsluna núna og þurfa á henni að halda eru beðnir um að...
Áfram


21-des.-09

Raftur 05-966 slær öll eldri met

Mynd með fréttNú er lokið útsendingu sauðfjársæðingastöðvanna á hrútasæði þetta árið. Starfsemin hefur gengið ákaflega vel og þátttaka í starfinu er meiri en áður. Nánar má lesa um það á heimasíðum stöðvanna (www.buvest.is og www.bssl.is).
Áfram


18-des.-09

Fréttaflutningur um slæma meðferð sauðfjár

Mynd með fréttÍ fréttatíma Ríkissjónvarpsins kl. 19 fimmtudaginn 17. desember var fjallað um slæma meðferð sauðfjár á Stórhóli í Álftafirði og dómssátt með sektargreiðslu þar að lútandi á milli ábúanda Stórhóls og lögreglustjórans á Eskifirði.
Áfram


11-des.-09

Ný útgáfa af Sauðfjárbókinni komin út

Mynd með fréttNý útgáfa af Sauðfjárbókinni er komin út og fæst hún hjá Bændasamtökunum. Sauðfjárbókin hefur verið gefin út frá árinu 1951 en þrátt fyrir að nú séu bændur í æ ríkari mæli að taka tölvutæknina í sína þjónustu gegnir bókin enn mikilvægu hlutverki í sauðfjárskýrsluhaldi.
Áfram


07-des.-09

Niðurstöður sauðfjársæðinganna í desember 2008

Mynd með fréttSæðingar sauðfjár eiga sér lengri sögu hér á landi en í flestum öðrum löndum. Þær hafa orðið sífellt veigameiri þáttur við dreifingu á besta erfðaefninu í stofninum á hverjum tíma. Ræktunarárangur vegna þessa starfs er mikill og augljós flestum fjárbændum.
Áfram


30-nóv.-09

Ferðaþjónusta bænda í samstarf við Útflutningsráð Íslands

Mynd með fréttÁ uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var á Hótel Hafnarfirði föstudaginn 20. nóvember sl.var undirritaður samstarfssamning við Útflutningsráð Íslands, sem felur í sér samvinnu um handleiðslu- og þróunarverkefni á meðal félaga í Ferðaþjónustu bænda.
Áfram


27-nóv.-09

Eiga bændur von á heimsókn?

Mynd með fréttFundargestir á bændafundum undanfarinna vikna senda skýr skilaboð til þeirra sem starfa að hagsmunamálum bænda og þeirra sem náðu kjöri í síðustu alþingiskosningum. Við, bændur, gerum okkur vel grein fyrir þeim miklu vandamálum sem steðja að. Bændur hafa sterka stöðu hjá þjóðinni, því líkt og ætíð hefur staðið upp úr í málflutningi bænda þá...
Áfram


13-nóv.-09

Fundir um sauðfjársæðingar

Mynd með fréttBúnaðarsamböndin um allt land gangast fyrir kynningarfundum á sauðfjársæðingastarfseminni í desember 2009. Fundirnir verða með líku sniði og undanfarin ár. Skipulag starfsins í desember verður kynnt auk hrútakosts stöðvanna. Hrútaskránni verður jafnframt dreift á fundunum.
Áfram


10-nóv.-09

Skrá um nautsmæður uppfærð

Mynd með fréttNú er nýlokið að keyra nýtt kynbótamat og í kjölfar þess hefur verið ákveðið að endurskoða listann yfir nautsmæður í “HUPPU”. Kröfur til nautsmæðra hafa verið hertar nokkuð hvað varðar mjólkurmagn, afurðamat, júgur, spena og mjaltir. Til þess að kýr verði merkt sem nautsmóðir þarf hún að fá eftirfarandi lágmarks kynbótaeinkunnir
Áfram


29-okt.-09

Afurðauppgjör í sauðfjárræktinni 2009

Mynd með fréttFyrstu uppgjörunum í afurðaskýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar árið 2009 er lokið. Þetta er nær mánuði fyrr en áður hefur verið. Yfirlit um niðurstöður er hægt að skoða hér eins og áður hefur verið. Þessi yfirlit um hæstu bú samkvæmt mismunandi skilyrðum eru síðan uppfærð jafnskjótt og nýir aðilar koma til uppgjörs. Samkvæmt venju mun stór hluti búanna varla hafa lokið sínu uppgjöri fyrr en um áramót, þannig að heildarmynd um niðurstöður ársins 2009 liggi fyrir.
Áfram


28-okt.-09

Félagatal Bændasamtaka Íslands – um 6.000 meðlimir

Mynd með fréttNú stendur yfir vinna við gerð samræmds félagatals fyrir Bændasamtök Íslands í heild. Tilgangurinn er að öðlast betri yfirsýn yfir hversu margir einstaklingar eru félagar í samtökunum og bæta upplýsingaflæði til þeirra.  Af þessum sökum hefur verið kallað eftir félagaskrám frá öllum aðildarfélögum samtakanna, sem þau hafa nú öll skilað.
Áfram


26-okt.-09

Grunur um H1N1 á íslensku svínabúi

Mynd með fréttGrunur leikur á að svínaflensan svokallaða, H1N1, hafi stungið sér niður á svínabúi hér á landi. Vísindamenn á Keldum rannsaka nú hvort grunurinn eigi við rök að styðjast en ef niðurstaðan reynist jákvæð yrði það í fyrsta sinn hér á landi sem inflúensan greinist í svínum. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu.
Áfram


23-okt.-09

Yfirlýsing Bændasamtaka Íslands vegna svara við spurningalista ESB

Mynd með fréttÍslensk stjórnvöld skiluðu í gær inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af umsóknarferli að ESB. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu er tekið fram að náið samráð hafi verið haft við félagasamtök og hagsmunahópa og Bændasamtökin nefnd þar til sögunnar ásamt fleirum.
Áfram


22-okt.-09

Málþing: Ungt fólk og landbúnaður

Mynd með fréttFöstudaginn 23. október verður málþing haldið í Dalabúð í Búðardal með yfirskriftinni Ungt fólk og landbúnaður og í framhaldi verður stofnfundur samtaka ungra bænda. Viljum við hvetja sem flesta til að mæta, bændur sem og annað fólk sem hefur áhuga á málefnum landbúnaðar og hinna dreifðu byggða landsins.
Áfram


21-okt.-09

Bændur bjóða í kjötsúpuveislu

Mynd með fréttÍ tengslum við matreiðsluþættina "Eldum íslenskt", sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00.
Áfram


09-okt.-09

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum

Mynd með fréttÚt er komið Rit LbhÍ nr. 19. Ritið ber heitið Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum. Skýrsla um rannsóknir 2006-2008. Ritstjóri er Magnús B. Jónsson. “Kálfadauði hefur á undanförnum árum verið stöðugt vaxandi vandamál í íslenskri mjólkurframleiðslu. Má ætla að tjón af völdum hans nemi milljónum króna á ári hverju í afurðatjóni, töpuðum erfðaframförum stofnsins og fleiri þáttum,” segir Magnús B. Jónsson í yfirlitsgrein.
Áfram


05-okt.-09

Mjólkurskýrslur september

Mynd með fréttSíðasti skiladagur mjólkurskýrslu septembermánaðar inn til uppgjörs er 10. október. Viljum við því minna menn á að skila skýrslunum í tíma því samkvæmt gildandi reglum um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt...
Áfram


02-okt.-09

Framlög til ráðgjafarþjónustu bænda dragast mikið saman

Mynd með fréttÍ fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær er niðurskurðarhnífnum beitt oft og víða. Meðal þess sem fyrir honum verður eru framlög ríkisins til bænda og samtaka þeirra. Framlög til þess að standa undir beingreiðslum til sauðfjár-, kúa- og garðyrkjubænda eru þó í samræmi við þá samninga sem gerðir voru um búvöruframleiðsluna í vor og sumar.
Áfram


02-okt.-09

Nýtt samningsform um kaup á greiðslumarki í mjólkurframleiðslu

Mynd með fréttVakin er athygli á að eyðublað Samnings um kaup á greiðslumarki í mjólkurframleiðslu hefur nú verið uppfært. Er það gert á grundvelli 4. og 5. gr. í samningi landbúnaðarráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um starfskilyrði í mjólkurframleiðslu frá 1. september 2005 til og með ársloka 2014 .
Áfram


24-sep.-09

Utanríkisráðuneytið hyggst ekki afhenda spurningalista ESB á íslensku

Mynd með fréttUtanríkisráðuneytið hefur sent Bændasamtökunum svar við fyrirspurn þeirra um að fá afhenta íslenska útgáfu spurningalista framkvæmdastjórnar ESB. Ráðuneytið segir í svarbréfi að það hafi ekki í hyggju að leggja í þýðingu spurningalistans og ber m.a. fyrir sig kostnaði sem ráðuneytið áætlar að sé um 10 milljónir króna og verkið taki 2-3 mánuði að vinna. Með opinberri birtingu spurninganna telur ráðuneytið sig hafa gert almenningi kleift að kynna sér innihald þeirra með aðgengilegum hætti.
Áfram


21-sep.-09

Svör við ESB-spurningalista verði tekin til umfjöllunar í utanríkismálanefnd

Mynd með fréttBændasamtökin sendu utanríkisráðuneytinu erindi 11. september sl. þar sem farið var fram á að spurningalistar ESB, sem fjalla um landbúnað, yrðu þýddir á íslensku. Ekkert svar hefur borist frá ráðuneytinu en samtökin hafa nú ítrekað óskir sínar með öðru bréfi.
Áfram


18-sep.-09

Nýir hrútar á sæðingarstöðvunum

Mynd með fréttAllstór hópur hrúta var í vor valinn til notkunar á stöðvunum frá haustinu 2009. Þessir hrútar hafa í sumar dvalið á grænum grundum í einangrunargirðingum stöðvanna. Í hópinn mun síðan bætast á næstu dögum nokkrir hrútar sem koma úr sértökum afkvæmarannsóknum fyrir stöðvarnar á nokkrum stöðum sem dreift er um landið.
Áfram


15-sep.-09

Mikil andstaða við aðild að ESB

Mynd með fréttÁ vef Samtaka iðnaðarins er greint frá nýrri skoðanakönnun Capacent um vilja landsmanna til þess að ganga í Evrópusambandið. Samkvæmt niðurstöðum hennar eru 61,5% aðspurðra sem segja líklegt að þeir myndu sennilega eða örugglega greiða atkvæði gegn aðild en 38,5% sennilegt eða öruggt að þeir myndu greiða atkvæði með aðild.
Áfram


11-sep.-09

Bændasamtökin óska eftir spurningalistum ESB á íslensku

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðuneytinu erindi og óskað eftir því að fá í hendur íslenska útgáfu spurningalista Evrópusambandsins sem fjallar um landbúnaðarmál eða varða félagsmenn BÍ sérstaklega. Í bréfi samtakanna segir að þetta sé nauðsynlegt svo kynna megi félagsmönnum spurningarnar.
Áfram


10-sep.-09

Nýjar varnalínur gegn sauðfjársjúkdómum

Mynd með fréttÞann 19. ágúst sl. var birt auglýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um endurskipulagningu varnarlína gegn sauðfjársjúkdómum. Auglýsingin, eins og hún birtist þá, var ekki rétt og verða nýjar varnarlínur því auglýstar aftur á næstunni.
Áfram


28-ágú.-09

Opinn fundur með Jóni Bjarnasyni 1. september

Mynd með fréttFormannafundur aðildarfélaga Bændasamtaka Íslands verður haldinn þriðjudaginn 1. september næstkomandi. Í tengslum við fundinn er boðað til opins fundar með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð Hótel Sögu og hefst hann klukkan 13.00. Fundarefnið verður: Hvernig verða hagsmunir landbúnaðar tryggðir í væntanlegum aðildarviðræðum við ESB.
Áfram


26-ágú.-09

Tilkynning vegna gæðastýrðs skýrsluhalds í nautgriparækt

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa, í samráði við Landssamband kúabænda, sett fram reglur um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt fyrir verðlagsárið 2009-2010. Kröfur um skýrsluskil eru þær sömu og á fyrra verðlagsári, þ.e. að skýrslur þurfa að vera komnar inn til uppgjörs fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð. Kröfur um kýrsýni kveða á um að eitt kýrsýni skuli taka á hverjum ársfjórðungi almanaksársins.
Áfram


21-ágú.-09

Réttir haustið 2009 - uppfært og leiðrétt

Mynd með fréttÓlafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Bændasamtaka Íslands, hefur tekið saman eftirfarandi lista um fjár- og stóðréttir haustið 2009. Almennt má segja að réttir séu á svipuðum tíma og í fyrra. Þá fylgir þessum lista yfirlit yfir helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2009.
Áfram


21-ágú.-09

Hagtölur landbúnaðarins 2009 á ensku

Mynd með fréttVakin er athygli á því að Hagtölur landbúnaðarins 2009 eru komnar út á ensku. Íslenska útgáfan er í vinnslu og er væntanleg á næstunni. Hægt er að nálgast prentútgáfu á skrifstofu Bændasamtakanna við Hagatorg eða fá þær sendar endurgjaldslaust. Vefútgáfuna er hægt að sækja á pdf-formi, á vefnum.
Áfram


20-ágú.-09

Umsóknarfrestur um styrki til áburðarkaupa úr Bjargráðasjóði rennur út í dag

Mynd með fréttUmsóknarfrestur til að sækja um styrk til Bjargráðasjóðs vegna áburðarkaupa sumarið 2009 rennur út í dag, 20. ágúst. Aðeins bændur sem standa fyrir búrekstri á lögbýli og greiða búnaðargjald geta sótt um styrkinn.
Áfram


19-ágú.-09

Fjölbreyttar niðurstöður úr BLUP kynbótamatinu í sauðfjárrækt árið 2009 – nú aðgengilegar á vefnum

Mynd með fréttÚrvinnslu á BLUP kynbótamatinu í sauðfjárrækt fyrir árið 2009 lauk í júli. Áður en sumarleyfi hófust var komið á framfæri fyrstu niðurstöðum þess hér á vefnum.
Áfram


11-ágú.-09

Uppgjör júlí 2009

Mynd með fréttUppgjör júlí mánaðar hefur verið birt á vef nautgriparæktarinnar. Skýrsluskil eru tæp 90 % sem er svipað og í mánuðinum á undan en meðalafurðir hækka örlítið.
Áfram


10-ágú.-09

Norrænir bændur funda í Reykjavík

Mynd með fréttSamtök norrænna bænda, NBC, halda aðalfund sinn í Reykjavík í þessari viku. Gestir fundarins eru allir helstu forvígismenn bænda á Norðurlöndunum auk þess sem Roger Johnson, formaður bandarísku bændasamtakanna (NFU), heiðrar samkomuna með nærveru sinni. Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu og hefst miðvikudaginn 12. ágúst og lýkur föstudaginn 14. ágúst.
Áfram


15-júl.-09

Viðbrögð BÍ - skýrsla Hagfræðistofnunar um áhrif ESB-aðildar

Mynd með fréttBændasamtökin fagna að fengist hefur að birta skýrslu sem er tilraun til úttektar á áhrifum ESB-aðildar á íslenskan landbúnað. Skýrslan staðfestir í meginatriðum málflutning og rök samtakanna sem haldið hefur verið fram í ESB-umræðunni síðustu misseri.
Áfram


14-júl.-09

Landbúnaður ekki tryggður í ESB-tillögu

Mynd með fréttÍ nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er fjallað sérstaklega um meginhagsmuni Íslands ef til aðildarviðræðna kemur. Meðal þess sem fjallað er sérstaklega um eru landbúnaðar- og byggðamál. Þó lögð sé áhersla á mikilvægi íslensks landbúnaðar í umsögn nefndarinnar er vart hægt að segja að slegnir séu þeir varnaglar sem veitt gætu landbúnaðinum skjól ef til aðildar kæmi.
Áfram


14-júl.-09

BLUP-kynbótamatið í sauðfé árið 2009

Mynd með fréttNú er búið að vinna BLUP kynbótamatið í sauðfjárræktinni árið 2009. Á næstunni munu þessar niðurstöður verða fluttar inn á FJARVIS.IS og þar getur hver og einn fjáreigandi sem hefur aðgang að því kerfi skoðað niðurstöður fyrir sitt eigin bú.
Áfram


13-júl.-09

Uppgjör júní 2009

Mynd með fréttMjólkurskýrslur júnímánaðar hafa nú verið gerðar upp og niðurstöðurnar birtar á vef nautgriparæktarinnar.
Áfram


08-júl.-09

Munum eftir mjólkurskýrslunum

Mynd með fréttViljum við því benda mönnum á að síðasti skiladagur, fyrir mjólkurskýrslur júnímánaðar, nálgast óðfluga. Skýrslur þurfa að vera komnar inn til uppgjörs fyrir miðnætti 10 júlí og einnig viljum við benda
Áfram


03-júl.-09

Umsóknir um styrk vegna áburðarkaupa og þróunar- og jarðabótaverkefna

Mynd með fréttUmsóknarfrestur um styrk úr Bjargráðasjóð vegna áburðarkaupa rennur út 20. ágúst (áður auglýst 10. ágúst) Umsóknirnar eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn.
Áfram


26-jún.-09

Styrkir til áburðarkaupa úr Bjargráðasjóði

Mynd með fréttEins og kunnugt er tóku ný lög um Bjargráðasjóð gildi 23. apríl síðastliðinn. Með þeim breytingum sem þá voru gerðar á lögunum var aðkoma sveitarfélaga að sjóðnum afnumin og stendur nú yfir uppgjör á eignum sjóðsins sem stefnt er á að ljúki fyrir árslok 2009.
Áfram


25-jún.-09

Heyskapur um helgina?

Mynd með fréttUndanfarna þrjá mánudaga hafa ráðunautar tekið grassýni til að fá mat á orkugildi þess. Grassýnin eru tekin á sjö stöðum á landinu. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í samhengi við fyrri ár þá virðist fall á meltanleika túngrasanna vera svipað og árið 2007 en fall á meltanleika er að meðaltali um viku seinna en í fyrra.
Áfram


23-jún.-09

Lækkar verðið örugglega?

Mynd með fréttFréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur að undanförnu fjallað um ýmsar hliðar Evrópusambandsins og áhrif hugsanlegrar aðildar að því fyrir íslenskt samfélag. Á sunnudaginn var komið að neytendamálum og reynt að draga upp mynd af því hvaða áhrif aðild að ESB hefði á verðlag og vexti. Það var að mörgu leyti ágæt umfjöllun en fréttamaðurinn datt hins vegar í sama pytt og margir aðrir sem fjallað hafa um þetta mál að undanförnu.
Áfram


19-jún.-09

Kýrsýnataka vegna gæðastýringar

Mynd með fréttNautgriparæktarráðunautar vilja minna á að til að standast þriðja hluta gæðastýringar, sem gerður verður upp í september næstkomandi, þurfa að liggja fyrir tvær kýrsýnatökur á fyrri hluta ársins
Áfram


18-jún.-09

Verð á tilbúnum áburði lækkar á heimsmarkaði

Mynd með fréttEftir umtalsverðar hækkanir og miklar sveiflur á heimsmarkaðsverði á tilbúnum áburði síðaðsliðin 2-3 ár eru nú teikn á lofti um að verðið fari lækkandi. Í Svíþjóð hefur áburðarverð þegar lækkað um 35 af hundraði, samkvæmt ,,Landbrukets Affärdstidning". Þessi lækkun hefur aftur leitt til þess að YARA í Noregi og Norsku Samkaupin (De norske Fælleskjöp) hafa samið um 30-40 % lækkun á áburðarverði til norskra bænda og tekur sú lækkun gildi frá og með 31. desember 2009.
Áfram


10-jún.-09

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttNýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Athygli er vakin á því að þeir bændur sem hófu gæðastýrða sauðfjárframleiðslu á árinu 2009 verða að skila vorbók/vorupplýsingum skýrsluhaldsins fyrir 20. júní nk.
Áfram


02-jún.-09

Bændur samþykkja breytingar á búvörusamningum

Mynd með fréttTalning atkvæða vegna breytinga á búvörusamningum fór fram 2. júní 2009. Breytingar á samningum sauðfjárbænda og mjólkurframleiðenda voru samþykktar með miklum meirihluta.
Áfram


02-jún.-09

Afkvæmarannsóknir hrúta hjá búnaðarsamböndunum haustið 2008

Mynd með fréttHaustið 2008 voru afkvæmarannsóknir á hrútum vegna kjötgæða umfangsmeiri en nokkru sinni áður á vegum búnaðarsambandanna í landinu. Þessar rannsóknir eru byggðar upp á tvískiptum grunni. Í öðrum hlutanum er byggt á ómsjármælingum og stigun á lifandi lömbum undan hrútunum. Hinn hlutinn er aftur á móti niðurstöður úr kjötmati sláturlambanna undan sömu hrútum.
Áfram


28-maí-09

Bændum er brugðið

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson formaður BÍ ritar leiðara í nýtt Bændablað þar sem hann fjallar um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild að ESB. Þar gagnrýnir hann harðlega Vinstri græna sem fyrir kosningar lofuðu á bændafundum að þeir myndu standa vörð um sjálfstæði Íslands og lýstu því yfir að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Í seinni hluta leiðarans, sem er birtur hér í heild sinni undir, ræðir Haraldur um nýfallinn úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Áfram


25-maí-09

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sektargreiðslu BÍ

Mynd með fréttÁfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur kveðið upp þann úrskurð að Bændasamtök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum eins og Samkeppniseftirlitið hafði komist að niðurstöðu um í úrskurði sínum 6. mars sl.
Áfram


22-maí-09

Bændur hvattir til þátttöku í kosningunum

Mynd með fréttNú þegar allir sauðfjár- og kúabændur ættu að hafa fengið kjörgögn i hendur vegna atkvæðagreiðslunnar um breytingar á búvörusamningi, er vert að hvetja alla til þátttöku í kosningunum. Minnt er á að atkvæðaseðlar skulu hafa borist til skrifstofu Bændasamtaka Íslands ekki síðar en 29. maí nk.
Áfram


15-maí-09

Kosningar hefjast um breytingar á búvörusamningi

Mynd með fréttÍ dag 14. maí verða atkvæðaseðlar póstlagðir vegna kosninga um breytingar á búvörusamningi. Bændur ættu því að hafa fengið atkvæðaseðla í sínar hendur 15. maí eða í síðasta lagi 18. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á tímabilinu 15. maí til 29. maí og þurfa atkvæðaseðlar að hafa borist skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síðasta lagi þann 29. maí.
Áfram


10-maí-09

Jón Bjarnason fær lyklavöldin í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Mynd með fréttJón Bjarnason, efsti maður á lista Vinstri-hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvestur-kjördæmi, er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann tók við lyklavöldum í ráðuneytinu á Skúlagötu í kvöld úr hendi Steingríms J. Sigfússonar fráfarandi ráðherra sem nú einbeitir sér að fjármálaráðuneytinu. Jón Bjarnason sagði við tilefnið ætla að gera allt sitt til þess að standa undir þeim væntingum sem þjóðin ber til þessara mikilvægu atvinnuvega á erfiðum tímum.
Áfram


08-maí-09

Opinn landbúnaður kynntur víða

Mynd með fréttÚt er kominn bæklingurinn „Upp í sveit 2009“ en þar eru birtar upplýsingar um bæi í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og í Opnum landbúnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar vinna saman að kynningarstarfi á gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni.
Áfram


28-apr.-09

Bændafundir vegna breytinga á búvörusamningum

Mynd með fréttKynningarfundir um breytingar á gildandi búvörusamningum um starfsskilyrði sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu verða haldnir um allt land á næstu dögum. Fundirnir eru öllum opnir en bændur sem starfa við mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt eru hvattir til að mæta á fundina og kynna...
Áfram


27-apr.-09

Orlofshús bænda að Hólum

Vakin er athygli á því að enn er tími til að bóka orlofshús Bændasamtaka Íslands að Hólum í Hjaltadal fyrir sumarið. Samtökin eiga þar tvö hús sem bændur eiga kost á að taka á leigu í sumar. Nokkrar vikur eru enn lausar og nánari upplýsingar veitir Hallóra Ólafsdóttir í síma 563-0300.
Áfram


24-apr.-09

Upptökur frá framboðsfundinum í Hlégarði

Mynd með fréttFimmtudaginn 16. apríl sl. voru haldnir fjórir fundir á vegum Bændasamtakanna með bændum og frambjóðendum til Alþingis. Þátttaka var mjög góð en um 350 manns mættu á fundina til samans. Nú liggja fyrir upptökur úr Hlégarði af framsögum Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og frambjóðenda flokkanna.
Áfram


18-apr.-09

Samið um breytingar á búvörusamningum – mikilvægt skref til þjóðarsáttar segir landbúnaðarráðherra

Mynd með fréttSkrifað var undir breytingar á gildandi búvörusamningum um starfskilyrði sauðfjárræktar og starfskilyrði mjólkurframleiðslu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Ekki verða gerðar breytingar á aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða eins og stefnt var því ekki náðist samkomulag um þær breytingar í þessari atrennu.
Áfram


14-apr.-09

Bændur kynna landbúnaðardag kosningabaráttunnar – 16. apríl

Mynd með fréttBændur hafa boðað til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 fimmtudagskvöldið 16. apríl og verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.
Áfram


03-apr.-09

Opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsum LbhÍ á Hesti í Borgarfirði laugardag 4. apríl

Mynd með fréttLandbúnaðarháskóli Íslands verður með opið hús í kennslu- og rannsóknafjárhúsunum að Hesti í Borgarfirði laugardaginn 4. apríl. Nú eru liðin tvö ár frá opnu húsi á Hesti og rétt eins og þá verða m.a. kynnt rannsóknaverkefni í sauðfjárrækt og jarðrækt á vegum LbhÍ og samstarfsaðila, auk fyrirhugaðra verkefna á komandi misserum.
Áfram


30-mar.-09

Hrútar með hæstu einkunnir úr afkvæmarannsóknunum haustið 2008

Mynd með fréttVerið er að vinna endanlegan frágang á niðurstöðum afkvæmarannsóknanna haustið 2008 til birtingar á vefnum með umsögnum um hverja rannsókn. Vonir standa til að mögulegt verði að birta það fljótt eftir páska. Á meðan þess er beðið er hér birtur listi yfir þá um það bil 220...
Áfram


26-mar.-09

Bændasamtökin veita umsögn um matvælafrumvarpið að nýju

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa að nýju sent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis umsögn sína um matvælafrumvarpið svokallaða. Frumvarpið hefur tekið umtalsverðum breytingum frá því það var fyrst lagt fram en eins og kunnugt er voru bændur mjög óánægðir með frumvarpið og...
Áfram


24-mar.-09

Mikið svigrúm til úrbóta og aukinna sátta um fjallskil

Mynd með fréttÍ kjölfar Búnaðarþings árið 2008 var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að skoða stjórnvaldsfyrirmæli um fjallskil, dóma og annað sem varðar framkvæmd fjallskila. Hópnum var falið að skilgreina helstu vandamál sem tengjast lögum um afréttarmálefni og fjallskil og framkvæmd þeirra laga.
Áfram


19-mar.-09

Umhverfisráðherra á málstofu í Bændahöllinni um "Íslenska hitabeltið"

Mynd með fréttÍ gær var haldin málstofa í Bændahöllinni á vegum VOR, félags lífrænna bænda,og Bændasamtaka Íslands þar sem Bernward Geier frá Þýskalandi o.fl. fluttu erindi um lífræna ræktun hitabeltisávaxta í gróðurhúsum...
Áfram


19-mar.-09

Bændasamtökin áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Mynd með fréttStjórn Bændasamtaka Íslands ákvað á fundi sínum í gær að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem birtur var 6. mars síðastliðinn til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Eins og kunnugt er komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands hefðu brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum...
Áfram


17-mar.-09

Seinkun á uppfærslu fyrir dkBúbót

Mynd með fréttUnnið er að lagfæringu á villu í nýrri uppfærslu á dkBúbót fyrir skattframtal 2009 og því seinkar dreifingu á uppfærslunni. Vonast er til að það takist innan skamms. Tölvupóstur með slóð á uppfærslu verður sendur notendum um leið og hún er tilbúin.
Áfram


12-mar.-09

Umsóknir um leyfi til að selja líflömb 2009

Mynd með fréttSauðfjárbændur sem ætla að sækja um leyfi til að selja líflömb skulu senda skriflega umsókn til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. apríl 2009 á eyðublöðum sem finna má á www.mast.is eða með því að hafa samband í síma 530-4800 og fá þau send með pósti.
Áfram


09-mar.-09

Hrossaræktarfundir í vikunni

Mynd með fréttOpnir fundir um málefni hrossaræktarinnar, allir velkomnir. Mánudaginn 16. mars kl. 20:30 á Gistiheimilinu á Egilsstöðum Þriðjudaginn 17. mars kl. 20:30 í félagsheimilinu Stekkhól í Hornafirði
Áfram


06-mar.-09

Bændasamtökin telja sig ekki hafa brotið samkeppnislög

Mynd með fréttSamkeppniseftirlitið birti í dag úrskurð sinn vegna rannsóknar sem hófst fyrir ári síðan á starfsháttum Bændasamtaka Íslands vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Vegna málsins hafa Bændasamtök Íslands sent frá sér yfirlýsingu sem er svohljóðandi: "Bændasamtök Íslands telja sig ekki hafa brotið samkeppnislög en svo telur Samkeppniseftirlitið sem úrskurðað...
Áfram


04-mar.-09

Einhugur á meðal bænda við lok Búnaðarþings 2009

Mynd með fréttBúnaðarþingi er lokið en því var slitið á áttunda tímanum í kvöld. Alls voru 34 mál afgreidd á þinginu og var áberandi einhugur meðal þingfulltrúa um afgreiðslu þeirra. Ber þar helst að nefna eindregna afstöðu gegn aðild...
Áfram


03-mar.-09

Afgreiðsla mála gengur vel á Búnaðarþingi

Mynd með fréttÁ fundi Búnaðarþings eftir hádegi hófst afgreiðsla mála. Hér á vefnum eru upplýsingar birtar um leið og þær liggja fyrir en í dag voru m.a. afgreidd mál um jafnrétti til náms, aðild að ESB, nettengingar, fjallskil og dýralæknaþjónustu. Dagurinn hefur gengið vel að sögn starfsmanna þingsins. Allnokkrir gestir voru kallaðir fyrir nefndir en nefndafundir voru haldnir fyrir hádegi og seinni part dags.
Áfram


03-mar.-09

Ráðleggur bændum að auka framleiðslu

Mynd með fréttPål Haugstad, formaður norsku bændasamtakanna Norges Bondelag, var gestur Búnaðarþings í ár. Hann sagði í viðtali í Ríkissjónvarpinu að norrænir bændur hefðu sent stuðningsyfirlýsingu til íslenskra bænda og áskorun til stjórnvalda í þeim erfiðleikum sem nú blasa við.
Áfram


02-mar.-09

Hrossaræktarfundir framundan

Mynd með fréttAlmennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Frummælendur á fundunum verða Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt og Félags hrossabænda og Guðlaugur V. Antonsson landsráðunautur í hrossarækt. Fundirnir eru öllum opnir sem láta sig málefni hrossaræktarinnar varða.
Áfram


01-mar.-09

Búnaðarþing hafið

Mynd með fréttBúnaðarþing árið 2009 var sett fyrr í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands flutti setningarávarp og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði samkomuna. Emma Eyþórsdóttir dósent við LbhÍ hélt hátíðarræðu.
Áfram


27-feb.-09

Búnaðarþing sett á sunnudag

Mynd með fréttBúnaðarþing verður sett sunnudaginn 1. mars næstkomandi klukkan 13.30 í Súlnasal á Hótels Sögu. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarávarp en yfirskrift setningarathafnarinnar að þessu sinni verður „Treystum á landbúnaðinn“. Emma Eyþórsdóttir dósent við Landbúnaðarháskóla...
Áfram


27-feb.-09

Tímabundin niðurfelling álags vegna skila á virðisaukaskatti hjá aðilum á landbúnaðarskrá

Mynd með fréttÍ tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í dag kemur fram að vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu telur ráðuneytið að gildar ástæður séu til að beita heimild laganna til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á virðisaukaskatti fyrir uppgjör aðila á landbúnaðarskrá vegna síðari hluta ársins 2008.
Áfram


20-feb.-09

Hvanneyringar heimsækja BÍ

Mynd með fréttNemendur á öðru ári í búfræðinámi á Hvanneyri heimsóttu Bændasamtökin í vikunni í tengslum við nám sitt. Hópurinn var m.a. kominn til þess að fræðast um starfsemi samtakanna, evrópumálin og það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður býr við nú um stundir. Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal...
Áfram


20-feb.-09

Aðalfundur Landssamtaka landeigenda

Mynd með fréttAðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður haldinn í Harvardsal II, Hótel Sögu föstudaginn 20. febrúar 2009 kl. 16:00. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. - Breytingar á samþykktum félagsins. - Heimildir landeigenda í eignarlöndum og inngrip ríkisvaldsins, Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður. - Sönnunargögn í þjóðlendum, Friðbjörn Garðarsson...
Áfram


17-feb.-09

Myndir af opnun Nautastöðvar BÍ

Mynd með fréttMikill fjöldi gesta var viðstaddur opnun Nautastöðvar BÍ í síðustu viku. Hér á vefnum eru nú aðgengilegar myndir sem teknar voru við það tilefni af þeim Áskeli Þórissyni, Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur og Tjörva Bjarnasyni.
Áfram


13-feb.-09

Kjötframleiðsla og sala minni en á sama tíma í fyrra

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti var 9,3% minni en í sama mánuði 2008. Mest munar um 22,5% samdrátt í alifuglakjöti og tilsvarandi 25% samdrátt í sölu þess. Framleiðsla og sala svínakjöts hefur aukist um 10,5% sl. ár þar af 13,5% síðustu 3 mánuði.
Áfram


12-feb.-09

Fræðaþing landbúnaðarins sett í morgun

Mynd með fréttFræðaþing landbúnaðarins 2009 hófst í dag. Í gær miðvikudag var árlegur fundur ráðunauta haldinn í Bændahöllinni en hann er vanalega undanfari Fræðaþingsins. Þingið hófst í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar kl. 9 með skráningu og afhendingu gagna og síðan setti Sigurður Guðjónsson þingið.
Áfram


11-feb.-09

Ráðunautafundur í dag - Fræðaþing á morgun

Mynd með fréttÍ dag, miðvikudag, er haldinn í Bændahöllinni árlegur fundur ráðunauta í landbúnaði en hann er undanfari Fræðaþings landbúnaðarins sem hefst á morgun, fimmtudag. Þingið hefst í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar kl. 9 með fyrirlestrum um þjóðhagslegan kostnað landbúnaðarkerfisins á Íslandi og tveimur erindum um landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins...
Áfram


11-feb.-09

Fjölmenni við opnun nýrrar Nautastöðvar BÍ

Mynd með fréttNý Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði var vígð 10. febrúar sl. að viðstöddum rúmlega 400 gestum. Stefán Ólafsson byggingarstjóri afhenti Haraldi Benediktssyni formanni Bændasamtakanna lyklana að stöðinni sem þakkaði öllum þeim sem komu að byggingarframkvæmdunum fyrir vel unnin störf. Að svo búnu fékk Sveinbjörn Eyjólfsson...
Áfram


08-feb.-09

Fundur um bótarétt og eignarnám vegna framkvæmda

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa boðað til kynningarfundar í framhaldi af ályktun Búnaðarþings 2008 um bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms. Fundurinn verður haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík, salnum Princeton á 2. hæð, mánudaginn 9. febrúar nk. kl. 13:30 og er bændum og öðrum landeigendum, fulltrúum sveitarfélaga...
Áfram


04-feb.-09

Forystumaður evrópskra bænda í heimsókn á Íslandi

Mynd með fréttPekka Pesonen, finnskur framkvæmdastjóri evrópsku bændasamtakanna COPA-Cogeca, heimsótti Ísland í gær og hélt erindi á fundi Samfylkingarinnar um Evrópusambandið og íslenskan landbúnað. Hann heimsótti einnig Bændasamtökin sem eiga aðild að COPA og átti fund með forsvarsmönnum þeirra.
Áfram


04-feb.-09

Landbúnaðarráðherra áhyggjufullur um stöðu bænda

Mynd með fréttÍ viðtali í hádegisfréttum RÚV sagði Steingrímur J. Sigfússon, nýr landbúnaðarráðherra, að hann óttast að margir bændur þyrftu að bregða búi vegna fjárhagserfiðleika. Sagðist hann ætla að leita eftir viðræðum við bændaforystuna á næstunni um möguleg úrræði.
Áfram


30-jan.-09

Meginrök Bændasamtakanna gegn aðild að ESB

Mynd með fréttBændasamtökin gáfu nýlega út kálf um íslenskan landbúnað og Evrópusambandið sem dreift var með síðasta Bændablaði. Þar er fjallað um skýra afstöðu Bændasamtakanna til aðildar að Evrópusambandinu og færð rök fyrir henni. Farið er yfir stefnu ESB í landbúnaðarmálum og sett fram möguleg áhrif hennar á búgreinar hér á landi.
Áfram


29-jan.-09

Ný Nautastöð á Hesti verður vígð 10. febrúar

Mynd með fréttNú eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á nýja Nautastöð Bændasamtakanna á Hesti í Borgarfirði. Formleg opnun verður þriðjudaginn 10. febrúar og er öllum bændum landsins og öðru áhugafólki um nautgriparækt boðið að berja húsið augum. Auk hefðbundinnar vígsluathafnar verður boðið upp á fyrirlestra um nautgriparækt, tónlistaratriði og veitingar.
Áfram


28-jan.-09

Metár í kjötsölu

Mynd með fréttÁrið 2008 var metár í kjötsölu, bæði í heildarmagni og sölu á íbúa. Alls seldust 25.833 tonn af kjöti eða 81,5 kg á íbúa, 2 kg meiri en árið 2007. Sala á kindakjöti var 7.481 tonn, 7,8% meiri en 2007 og sú mesta síðan 1993 en þá var kindakjötssala 8.088 tonn.
Áfram


22-jan.-09

Enn lækkar meðalverð á greiðslumarki mjólkur

Mynd með fréttÞann 1. febrúar n.k. verða staðfest viðskipti með 174.435 lítra greiðslumarks. Alls eru viðskipti frá upphafi verðlagsársins þá orðin 1.252.455 lítrar sem er 60% af því sem selt hafði verið á sama tíma í fyrra. Meðalverð síðustu...
Áfram


22-jan.-09

Góð þátttaka í félagsmálafræðslu á Selfossi

Mynd með frétt Námskeið í félagsmálafræðslu var haldið í Tíbrá á Selfossi í gærkvöldi. Þátttakendur á námskeiðinu voru 18 og komu þeir frá ungmennafélögunum á svæðinu, kvenfélögum og bændasamtökunum. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel og þátttakendurnir stóðu sig ennfremur með prýði. Áformað er að halda annað námskeið á þessu svæði á næstunni og verður það auglýst sérstaklega þegar það verður ákveðið.
Áfram


20-jan.-09

Fyrirlestur um byggsjúkdóma á Íslandi

Mynd með fréttMiðvikudaginn 28. janúar kl 14:30 mun Tryggvi Sturla Stefánsson segja frá MS verkefni sínu „Byggsjúkdómar á Íslandi: Tegundagreining, sýkingarhæfni og erfðafjölbreytileiki helstu sjúkdómsvalda“. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ársal, 3. hæð í Ásgarði aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.
Áfram


19-jan.-09

Mikil verðlækkun á greiðslumarki mjólkur

Mynd með fréttSamkvæmt meðalverði á síðustu 500.000 lítrum á greiðslumarki mjólkur sem skipt hafa um eigendur, hefur orðið um 50 kr/ltr. lækkun frá 1. desember 2008. Þann 1. janúar sl. var meðalverðið þannig komið niður í 238,24 kr. en það hefur lækkað jafnt og þétt allt verðlagsárið.
Áfram


13-jan.-09

Norskir Miðflokksmenn í heimsókn

Mynd með fréttÍ dag, þriðjudaginn 13. janúar, komu tveir fulltrúar norska Miðflokksins í heimsókn til Bændasamtaka Íslands. Hér á landi er nú stödd sex manna sendinefnd frá flokknum sem er að kynna sér stöðu mála í kjölfar fjármálakreppunnar og jafnframt til að kynnast viðhorfum gagnvart Evrópusambandinu.
Áfram


12-jan.-09

Minnt á skil á sauðfjárskýrsluhaldi

Mynd með fréttSkil á skýrslum í sauðfjárræktinni hafa verið góð, en samt er mikið enn ókomið. Rétt er að minna á að með reglugerðarbreytingu á síðasta ári var skiladeginum breytt þannig að nú þarf að skila öllum skýrslum fyrir 1. febrúar til að uppfylla skilyrði gæðastýringar.
Áfram


09-jan.-09

Ráðin í starf atvinnu- og nýsköpunarráðgjafa

Mynd með fréttGuðbjörg Helga Jóhannesdóttir hóf störf hjá BÍ sem atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi 1. janúar síðastliðinn. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur sótt fjölda námskeiða, s.s. í frumkvöðlafræðum, stofnun og rekstri fyrirtækja, gerð viðskiptaáætlana og auglýsingatækni.
Áfram


07-jan.-09

Útgjöld til mat- og drykkjarvörukaupa hlutfallslega lægst í hálaunalöndum

Mynd með fréttÍslendingar verja 14,6% af útgjöldum heimilanna (án eigin húsnæðis) til matar- og drykkjarvörukaupa. Hlutfallið er lægra en í mörgum okkar nágrannalöndum og sem fyrr eru það ríki Austur-Evrópu sem eyða hlutfallslega mest af sínum tekjum í mat og drykkjarvörur.
Áfram


02-jan.-09

Tilkynning vegna gæðastýringar í skýrsluhaldi í nautgriparækt

Mynd með fréttSamkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 verður hluti af stuðningi ríkisins við mjólkurframleiðslu svokallaður óframleiðslutengdur og minna markaðstruflandi stuðningur og mun hlutfall þess háttar stuðnings fara vaxandi út samningstíma gildandi samnings.
Áfram


22-des.-08

Nýtt matvælafrumvarp komið fram

Mynd með fréttHið umdeilda matvælafrumvarp var lagt fram á Alþingi síðasta föstudag, 19. desember. Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu hefur frumvarpið verið tilbúið um nokkurn tíma en því var frestað í byrjun sumars. Stóð þá til að taka frumvarpið upp og afgreiða það á stuttu haustþingi en af því varð ekki...
Áfram


19-des.-08

Fullkominn einhugur um andstöðu gegn ESB

Mynd með fréttÁ fundi um Evrópusambandsmál sem haldinn var í Bændahöllinni í gær með fulltrúum búgreinafélaganna, búnaðarsambandanna og afurðastöðvanna kom fram mikill einhugur um andstöðu gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bændasamtökin boðuðu til fundarins en tilgangur hans...
Áfram


19-des.-08

Bændur í ljósvakamiðlum

Mynd með fréttVert er að vekja athygli á því að hér neðar á síðunni (undir Fjölmiðlar og almannatengsl) er að finna tengil á undirsíðu, (Útvarps- og sjónvarpsupptökur) þar sem markmiðið er að halda til haga fréttaupptökum, viðtölum og öðru efni á ljósvakamiðlunum sem kann að vekja athygli áhugafólks um málefni landsbyggðarinnar og bændastéttarinnar.
Áfram


15-des.-08

Ekki verður staðið við búvörusamninga

Mynd með fréttSamkomulag er orðið milli ríkisstjórnarflokkanna um að fella niður vísistölutengingu sem bundin er í búvörusamningum. Í stað þess að búvörusamningar verði vísitölutengdir að fullu verður miðað við þá krónutölu sem lagt var upp með þegar fjárlagafrumvarpið var fyrst...
Áfram


11-des.-08

Húsfyllir á fundi um íslenskan landbúnað og ESB

Mynd með fréttFjölmenni var á fundi Bændasamtaka Íslands um Evrópumál sem haldinn var í Sunnusal Hótels Sögu í gærkvöldi. Gestur fundarins var Christian Anton Smedshaug frá norsku bændasamtökunum en hann skýrði frá baráttu gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu...
Áfram


10-des.-08

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2008

Mynd með fréttUppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna frá haustinu 2008 er nú í fullum gangi. Í dag er lokið uppgjöri fyrir um 86 þúsund ær frá haustinu og bætist við á hverjum degi. Ljóst er að afurðir haustið 2008 eru meiri en dæmi eru um áður. Líkt og áður þá eru ýmsar niðurstöðutölur úr uppgjörinu birtar jafnskjótt og þær liggja fyrir.
Áfram


04-des.-08

Stuðningsyfirlýsing frá norrænum bændasamtökum

Mynd með fréttBændasamtökum Íslands hefur borist stuðningsyfirlýsing frá norrænum systurhreyfingum þess. Í yfirlýsingunni lýsa bændasamtök Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs sérstakri samstöðu með íslensku bændastéttinni í þeim erfiðu efnahagsaðstæðum sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi.
Áfram


04-des.-08

Treystum á landbúnaðinn! Bændafundir í desember

Áfram halda bændafundirnir í desember, en mjóg góð aðsókn var í nóvember á fundina. Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að færa bændafundinn sem vera átti að Skriðulandi í Saurbæ 4. desember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Tjarnarlundi í staðinn og hefst hann klukkan 15.00 en ekki klukkan 13.30 eins og áður var áætlað.
Áfram


26-nóv.-08

„Skýr stefna að við erum alfarið á móti inngöngu í ESB“

Mynd með fréttSvana Halldórsdóttir stjórnarmaður BÍ fjallaði um Evrópusambandsmál og íslenskan landbúnað á fjölmennum bændafundum á Norðurlandi. Hún sagði að laun finnskra bænda hefðu lækkað um 45% í kjölfar þess að Finnland gekk í Evrópusambandið árið 1995. Aðstæður í Finnlandi voru um margt áþekkar þeim sem Íslendingar nú búa við...
Áfram


25-nóv.-08

Framleiðsla og sala búvara í október

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti í október var 2,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Mest munar þar um 31,4% minni framleiðslu á alifuglakjöti og síðan 9,6% samdrátt í nautakjötsframleiðslu. Síðastliðna tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 2%.
Áfram


24-nóv.-08

Bændafundir halda áfram

Mynd með fréttMjög góð aðsókn hefur verið á bændafundi Bændasamtakanna sem haldnir hafa verið síðustu vikur. Yfirskrift fundanna er „Treystum á landbúnaðinn“ en frummælendur hverju sinni eru stjórnarmenn í Bændasamtökunum. Nú er búið að ákveða að halda fundi á Suður- og Vesturlandi í byrjun desember en þeir verða dagana 3. - 4. desember.
Áfram


24-nóv.-08

Málstofa: Orsakir kálfadauða - 28. nóvember

Mynd með fréttNiðurstaða viðamikilla rannsókna um orsakir kálfadauða hér á landi verður kynnt á Hótel Sögu, föstudaginn 28. nóvember næstkomandi.
Áfram


21-nóv.-08

Stefnt að fríum aðgangi FEIF-félaga að WorldFeng

Mynd með fréttJens Iversen, forseti FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hrossa, var í heimsókn á Íslandi dagana 19.-20. nóvember. Á ferð sinni fundaði Jens m.a. með Eiríki Blöndal, framkvæmdastjóra BÍ, og Jóni Baldri Lorange, forstöðumanni tölvudeildar, um viðaukasamning milli Bændasamtakanna og FEIF um WorldFengs-verkefnið.
Áfram


20-nóv.-08

Veirusýking á minkabúi í Skagafirði

Mynd með fréttGreinst hefur veirusýking á minkabúinu á Óslandi í Skagafirði. Tekin eru árlega blóðsýni af um 10% lífdýra allra minkabúa á landinu til að fylgjast með tilteknum veirusjúkdómi og var það einmitt í slíkri leit sem sjúkdómurinn greindist. Hluti villta minkastofnsins er sýktur og er helsta smitleiðin beint á milli einstaklinga...
Áfram


20-nóv.-08

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður á Hvanneyri 26. - 27. nóvember

Mynd með fréttUngmennafélag Íslands, Bændasamtökin og Kvenfélagasamband Íslands bjóða félagsmönnum sínum um allt land upp á félagsmálafræðslu í vetur undir yfirskriftinni "Sýndu hvað í þér býr". Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Þátttakendur fá æfingu í ...
Áfram


14-nóv.-08

Hrútaskráin 2008-2009 er komin á vefinn

Mynd með fréttHrútaskráin 2008-2009 hefur verið gefin út á vefnum. Prentaða útgáfan mun vera væntanleg í byrjun næstu viku. Í Hrútaskránni er glæsilegur hrútakostur stöðvanna fyrir tímabilið 2008-2009 kynntur. Ritstjóri Hrútaskrárinnar er Guðmundur Jóhannesson.
Áfram


07-nóv.-08

Glitnir vill sinna landbúnaðinum vel til framtíðar

Mynd með fréttSíðastliðinn miðvikudag, 5. nóvember, áttu fulltrúar Bændasamtaka Íslands fund með Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Nýja Glitnis, og Birgi Runólfssyni frá lánaeftirliti bankans. Fundarefnið var sú staða sem nú er uppi í fjármálaheiminum og hvernig hún kemur við landbúnaðinn.
Áfram


05-nóv.-08

Bændafundir haustið 2008: Treystum á landbúnaðinn!

Mynd með fréttBændasamtökin hefja bændafundaferð á næstu dögum undir yfirskriftinni „Treystum á landbúnaðinn“. Frummælendur á bændafundum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum samtakanna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þjóðfélagsumræðan muni setja svip sinn á fundina en einnig sé markmiðið að ræða framtíðina og skiptast á skoðunum.
Áfram


29-okt.-08

Hagsmunir bankans felast ekki í því að ganga hart fram

Mynd með fréttFulltrúar Bændasamtaka Íslands ásamt ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytisins áttu í vikunni fund með Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra Nýja Kaupþings og Bjarka Diego framkvæmdastjóra...
Áfram


29-okt.-08

Sýndu hvað í þér býr - félagsmálafræðsla í vetur

Mynd með fréttUngmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Þessir aðilar skrifuðu í dag undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ við Laugaveg 170 í Reykjavík.
Áfram


27-okt.-08

Góð sala á kjöti í september

Mynd með fréttGóð sala var á kjöti í september síðastliðnum. Samanborið við saman tíma í fyrra er aukningin 13,5%. Mest munar um 40% meiri sölu á svínakjöti en á sama tíma í fyrra. Þetta virðist mega skýra í ljósi þess að framleiðsla og sala svínakjöts í september 2007 var mun minni en í ágúst og október sama ár.
Áfram


24-okt.-08

Loðdýrarækt á Íslandi er í mikilli uppsveiflu

Mynd með fréttAðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda var haldinn í Eyjafirði 4.október sl. Í máli formanns kom fram að loðdýrarækt á Íslandi væri í mikilli uppsveiflu og kemur þar margt til.
Áfram


23-okt.-08

Fullur vilji hjá Nýja Landsbankanum að hjálpa viðskiptamönnum eins og kostur er

Mynd með fréttÍ dag áttu formaður og framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ásamt ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fund með Elínu Sigfúsdóttur bankastjóra Nýja Landsbankans. Farið var yfir það hvernig efnahagskreppan horfir við landbúnaði...
Áfram


23-okt.-08

Ullarverð til bænda hækkar um 24%

Mynd með fréttÁkveðið hefur verið að ullaverð til bænda hækki um 24 %. frá því í fyrra. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir bændur séu nokkuð ánægðir með þetta verð. Hækkunin sé alla vega meiri en á dilkakjöti og eins og nú árar geta menn ekki annað en verið ánægðir með þessa hækkun.
Áfram


23-okt.-08

Afbragðsgóð byrjun á námskeiðahaldi í nautgriparækt

Mynd með fréttBændasamtök Íslands hafa í samvinnu við búnaðarsambönd og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands hrundið af stað námskeiðaröð í nautgriparækt og voru fyrstu námskeiðin haldin í Eyjafirði og Suður Þingeyjarsýslu 20. og 21. október síðastliðin.
Áfram


22-okt.-08

Engin viðskipti með greiðslumark í mjólk

Mynd með fréttEngin viðskipti voru með greiðslumark í mjólk á tímabilinu 15. september til 15. október. Undanfarin ár hafa viðskipti með greiðslumark á þessum árstíma að jafnaði verið tvö til þrjúhundruð þúsund lítrar. Þessa breytingu má vafalítið rekja til fjármálakreppunar að mati Ernu Bjarnadóttur...
Áfram


22-okt.-08

Ríkisstjórnin hvetur banka til að frysta myntkörfulán

Mynd með fréttÍ máli ráðunauta sem sinna fjármála- og rekstrarráðgjöf fyrir bændur hefur komið fram að mikilvægt sé að hafa þann möguleika að geta fryst lán. Með því móti ættu rekstraraðilar að hafa betra svigrúm til þess að mæta þeim erfiðleikum sem að steðja vegna efnahagslægðarinnar. Nú hefur ríksstjórn Íslands beint þeim tilmælum til hinna nýju ríkisbanka að þeir frysti afborganir og vexti af myntkörfulánum...
Áfram


20-okt.-08

Bændur í ljósvakamiðlum

Mynd með fréttTengill á útvarps- og sjónvarpsupptökur er nú aðgengilegur á vef Bændasamtakanna. Markmiðið er að birta fréttaupptökur, viðtöl og annað efni þar sem bændur og forystumenn þeirra koma við sögu.
Áfram


17-okt.-08

Viðbætur um nýja hrúta á sæðingastöðvarnar - Dökkvi frá Hesti

Mynd með fréttNú er búið að velja síðustu hrútana sem koma nýir til notkunar á sauðfjársæðingastöðvunum haustið 2007. Þetta eru þeir hrútar sem komu úr afkvæmarannsókninni á fjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði.
Áfram


17-okt.-08

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða

Mynd með fréttHeildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum breytist samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar 1. nóvember nk. Heildsöluverð mjólkur í lausu máli verður kr. 79,72 án vsk. á líter en í eins lítra fernum kostar hún 91,47.
Áfram


15-okt.-08

Afurðastöðvaverð til kúabænda hækkar um 7,13 kr. á lítra mjólkur

Mynd með fréttVerðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. nóvember nk. um 10,39%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um 7,13 kr. á lítra mjólkur. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um kr. 5,90 á hvern lítra.
Áfram


14-okt.-08

Upplýsingasíða vegna efnahagsþrenginga

Mynd með fréttÁ vef Bændasamtakanna hefur verið opnuð upplýsingasíða um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði og viðbrögð við þeim. Um er að ræða upplýsingar sem geta gagnast bændum og öðrum sem starfa við landbúnað. Þar er að finna tengla á vefsíður sem tengjast m.a. landbúnaði, hinu opinbera og lánastofnunum.
Áfram


10-okt.-08

Mikilvægt að tryggja fóðuröryggi búa

Mynd með fréttBændasamtök Íslands vekja athygli á því við stjórnendur búa og aðila innan stjórnsýslu að gæta að fóðuröryggi fyrir búfé. Tæknilegir örðugleikar í bankakreppunni gætu leitt til þess að kjarnfóður berst ekki í tíma á þau bú sem eru mest háð aðkeyptu fóðri. Þó er ekkert sem bendir til annars en að birgðahald sé eðlilegt nú, en ástæða er til að huga að slíku í tíma.
Áfram


09-okt.-08

Formaður og framkvæmdastjóri BÍ áttu fund með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Mynd með fréttÍ dag, fimmtudag, áttu formaður og framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fund með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu landbúnaðar og matvælaöryggismál við þær aðstæður sem nú ríkja í efnahagsmálum...
Áfram


08-okt.-08

Fjármálakreppan kemur illa við landbúnaðinn - tryggja verður matvælaframleiðslu í landinu

Mynd með frétt„Á þessu stigi er ekkert hægt að segja um framhaldið og bændur á sama báti og annað atvinnulíf í landinu,“ segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands aðspurður um þá stöðu sem uppi er í efnahagslífinu vegna óstöðugleika á fjármálamarkaði.
Áfram


06-okt.-08

Fræðaþing landbúnaðarins 2009

Hafinn er undirbúningur næsta Fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður um miðjan febrúar 2009. Fræðaþing landbúnaðarins er vettvangur til að miðla niðurstöðum nýrra og framsækinna rannsókna og fjalla um fagleg viðfangsefni á sviði landbúnaðar og umhverfismála.
Áfram


25-sep.-08

Verð á greiðslumarki mjólkur 2008/2009 - viðskipti með greiðslumark með minnsta móti

Mynd með fréttMiðað við viðskipti sem tóku gildi nú 1. október sl. og næstu viðskipti þar á undan, að 500.000 lítra lágmarki, er meðalverð á greiðslumarki kr. 297,52 á lítra.
Áfram


22-sep.-08

Kynning á ítarlegri umsögn BÍ um matvælafrumvarpið

Mynd með fréttÍ nýju Bændablaði er gerð grein fyrir helstu áhersluatriðum í umsögn Bændasamtaka Íslands um svokallað matvælafrumvarp. Til stóð að afgreiða það sem lög frá Alþingi nú á haustþingi en því var frestað. Það hefur í för með sér að ríkisstjórnin verður að endurflytja málið eftir að þing kemur saman til reglulegra vetrarstarfa 1. október næstkomandi.
Áfram


18-sep.-08

Framleiðsla mjólkur verðlagsárið 2007/2008

Mynd með fréttSamkvæmt skýrslum um innvigtun mjólkurframleiðenda hjá MS og KS var framleiðsla mjólkur á nýloknu verðlagsári 125.805.155 lítrar. Ótalin er þá innvigtun hjá Mjólku fyrstu 6 mánuði verðlagsársins. Heildargreiðslumark verðlagsársins var hins vegar 117 milljónir lítra.
Áfram


12-sep.-08

Bændasamtökin hafa skilað umsögn um matvælafrumvarpið

Mynd með fréttBændasamtökin skiluðu umsögn til landbúnaðarnefndar Alþingis vegna matvælafrumvarpsins í vikunni. Sem kunnugt er var frumvarpið ekki afgreitt á hinu stutta septemberþingi heldur frestað til haustþings en það hefst 1. okt. næstkomandi. Það þýðir að matvælafrumvarpið verður endurflutt í þinginu og því erfitt að spá fyrir um lyktir málsins.
Áfram


11-sep.-08

Nýir hrútar á sæðingastöðvarnar haustið 2008

Mynd með fréttBúið er að fá flesta þá hrúta sem koma nýir til nota á sæðingastöðvunum í desember í vetur. Ætlunin er að gefa örstutta kynningu á þessum hrútum á næstunni. Verður henni hagað þannig að á hverjum degi verður kynntur til leiks einn nýr hrútur.
Áfram


11-sep.-08

Úttektir á þróunar- og jarðabótum

Mynd með fréttHaustin eru annamesti tími margra ráðunauta. Þá fara m.a. fram lambamælingar og úttektarvinna vegna þróunar- og jarðabóta. Oft eru það sömu ráðunautarnir sem að sinna báðum verkefnunum. Úttektarvinnan er að þessu sinni óvenju mikil þar sem styrkur fæst bæði...
Áfram


10-sep.-08

BLUP mat fyrir gerð og kjötgæði

Mynd með fréttFyrir nokkru er búið að vinna nýtt BLUP kynbótamat í sauðfjárræktinni árið 2008. Þá eru komnar með í útreikninga allar skýrsluhaldsniðurstöður frá árinu 2007. Nú er búið að birta töflur og umfjöllun um efstu hrútana fyrir gerð og kjötgæði.
Áfram


08-sep.-08

Dr. Margrét Guðnadóttir gefur álit vegna umsagnar BÍ um matvælafrumvarp

Mynd með fréttVið vinnslu Bændasamtaka Íslands á umsögn um matvælafrumvarpið var leitað álits dr. Margrétar Guðnadóttur sem er fyrrverandi prófessor í sýklafræði.
Áfram


08-sep.-08

Réttardagarnir haustið 2008 - uppfærður listi

Mynd með fréttListi yfir fjár- og stóðréttir fyrir haustið 2008 hefur verið gefinn út. Það er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands sem tók listann saman og hefur hann verið leiðréttur miðað við nýjustu upplýsingar.
Áfram


05-sep.-08

Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP) heiðrar Ólaf

Mynd með fréttÁ opnunarhátíð 59.ársþings Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP) í Vilnius í Litháen 24.ágúst s.l.var dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Ísland í lífrænum búskap og landnýtingu, heiðraður fyrir dygga þjónustu við sambandið um fjölda ára og fyrir faglegt framlag til landbúnaðar,einkum sauðfjárræktar ( The Distinguished Service Award).
Áfram


04-sep.-08

Síminn með lægsta tilboðið í háhraðanet

Mynd með fréttSíminn átti lægsta tilboð í útboði Fjarskiptasjóðs en tilboð voru opnuð í húsnæði Ríkiskaupa fyrr í dag. Tilboð Símans nam 379 milljónum króna en Síminn átti aðild að þremur tilboðum á bilinu 379 milljónir króna til 5 milljarðar króna.
Áfram


04-sep.-08

Bilun á bondi.is

Mynd með fréttEins og regulegir notendur hafa orðið varir við hefur vefurinn bondi.is legið niðri tvo síðustu daga vegna bilana í vefþjónum. Er beðist velvirðingar á því. Vefurinn er nú kominn í samt lag.
Áfram


01-sep.-08

Réttardagarnir haustið 2008 - leiðréttur listi

Mynd með fréttListi yfir fjár- og stóðréttir fyrir haustið 2008 hefur verið gefinn út og eru fyrstu réttirnar að því er virðist fjárrétt, í Mýrararétt í Bárðardal, S.-Þingeyjarsýslu, strax á laugardag um næstu helgi en listinn er hér eftirfarandi. Það er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands sem hefur tekið listann saman.
Áfram


30-ágú.-08

Verð á greiðslumarki mjólkur

Mynd með fréttNú hefur verið gengið frá skráningu á fyrstu viðskiptum nýs verðlagsárs með greiðslumark í mjólk. Alls voru skráðar 28 sölur frá 17 lögbýlum. Heildarmagn viðskipta var 783.381 líter eða tæplega 30.000 lítrar að meðaltali. Meðalverð á lítra greiðslumarks var 304 kr.
Áfram


25-ágú.-08

Opinn fundur um málefni sauðfjárræktar og afurðaverð

Mynd með fréttFélag sauðfjárbænda í Dalasýslu boðar til opins fundar í Félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30. Efni fundarins er hækkun aðfanga til sauðfjárbænda og verðskrár fyrir dilkakjöt haustið 2008.
Áfram


23-ágú.-08

Ræktun er menning - bás BÍ á Landbúnaðarsýningunni á Hellu

Mynd með fréttStarf bóndans á sér margar hliðar. En fyrst og fremst er hann ræktandi. Til þess að nýta landsins gæði, auðlindir okkar og landið er nauðsynlegt að kunna ábyrga nýtingu. Ræktun. Ræktun er nýting á fjölbreyttum möguleikum, hvort sem það er jörðin sjálf eða búféð. Samfélagið nýtur góðs af. Ræktun er menning…
Áfram


19-ágú.-08

Formaður BÍ: Sauðfjárbændur og verðlistar - Í skugga mikilla hækkana aðfanga

Mynd með fréttMiðvikudaginn sl. birti Norðlenska matborðið verðskrá fyrir sauðfjárafurðir, fyrst afurðasölufyrirtækja. Í megindráttum býður Norðlenska 15% verðhækkun sem er mun lægra en vonast var eftir. Hér að neðan bregst Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við þessu útspili Norðlenska og segir m.a. að ljóst sé að með þessari niðurstöðu séu rekstrarforsendur sauðfjárbænda einfaldlega ekki til staðar lengur.
Áfram


15-ágú.-08

Útflutningsskylda dilkakjöts verður 28%

Mynd með fréttSjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur, að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands, ákveðið að útflutningshlutfall kindakjöts af fé sem slátrað verður árin 2008-2009, verði 28% á dilkakjöti.
Áfram


15-ágú.-08

Sala á kindakjöti í júlí 21,3% meiri en á sama tíma í fyrra

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti í júlí var 1.557 tonn, nær óbreytt frá sama tíma í fyrra. Framleiðsla á nautakjöti jókst um 15,1% en framleiðsla á öðrum kjöttegundum dróst lítillega saman. Síðastliðna 12 mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um 3,8%
Áfram


15-ágú.-08

Landbúnaðarráðherra Grænlands í heimsókn í Bændahöllinni

Mynd með fréttGrænlenski sjávarútvegs-, veiðimála- og landbúnaðarráðherrann, Finn Karlsen hefur dvalið hér á Íslandi undanfarna daga í boði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einars K. Guðfinnsonar. Um hádegisbil var hann í heimsókn í Bændahöllinni þar sem hann hitti m.a. Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands, og kynnti sér starfsemi samtakanna.
Áfram


13-ágú.-08

Verðlisti Norðlenska er langt undir væntingum bænda segir formaður BÍ

Mynd með fréttNorðlenska matborðið birti í dag, fyrst afurðasölufyrirtækja, verðskrá fyrir sauðfjárafurðir haustið 2008. Í megindráttum eru breytingarnar fólgnar í 15% hækkun á alla kjötflokka og greiðslur fyrir kjöt til útflutnings hækka um tæp 29%.
Áfram


08-ágú.-08

HUPPA komin í lag

Mynd með fréttHUPPA, skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt, komst í lag um helgina eftir að hafa legið niðri í smátíma vegna álags. Yfir 100 kúabændur eru...
Áfram


07-ágú.-08

Orðsending til notenda Fjárvísar

Mynd með fréttBúið er að senda út skrá um sæðishrúta til notenda Fjárvísar BÚ í tölvupósti. Í framhaldi af innlestri þeirrar skráar, geta notendur klárað að ganga frá vorbók og senda til Bændasamtakanna. Ef umrædd skrá er ekki að skila sér skal hafa samband hið fyrsta við
Áfram


07-ágú.-08

Nautaskrá sumarsins 2008

Mynd með fréttNautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir sumarið 2008 var send út til kúabænda í júlímánuði en hún er nú aðgengileg á Netinu með því að smella hér. Sveinbjörn Eyjólfsson og Magnús B. Jónsson höfðu umsjón með útgáfunni en Þröstur Haraldsson bjó til prentunar. Forsíðumyndin er tekin af Jóni Eiríkssyni kúabónda...
Áfram


05-ágú.-08

Bændur gegn neytendum? - Grein Haraldar Benediktssonar í Mbl. 2. ágúst 2008

Mynd með frétt Viðræðuslit WTO eru mörgum hugleikin. Flestir sem tjá sig telja neytendur hafa orðið af vænum ávinningi. En er svo? Frá því að viðræðulotan, sem kennd er við Doha, hófst 2001 hafa orðið grundvallarbreytingar á matvælaframboði í heiminum. Oftar er nú rætt um matvælaöryggi, hvort þjóðir eigi eða hafi aðgang að mat.
Áfram


17-júl.-08

Opinn landbúnaður - heimsæktu sveitina í sumar!

Mynd með fréttAlls 32 bæir bjóða almenningi upp á heimsóknir í sveitina í tengslum við verkefnið "Opinn landbúnaður". Bæklingur með upplýsingum um bæina og ýmsum öðrum fróðleik um íslenskan landbúnað er kominn í dreifingu en hann verður m.a. aðgengilegur á þjónustumiðstöðvum...
Áfram


07-júl.-08

Fjármálaráðgjöf fyrir bændur sem eru í verulegum fjárhagsvanda

Mynd með fréttUndanfarin misseri hafa rekstrarskilyrði bænda breyst mjög til verri vegar. Aðgangur og kjör á lánsfé hafa versnað til muna. Miklar hækkanir á aðföngum hafa átt sér stað...
Áfram


04-júl.-08

Fjöldi manns við setningu Landsmóts hestamanna

Mynd með fréttUm sex þúsund manns voru viðstaddir formlega setningu Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu í blíðskaparveðri í gærkvöldi. Um 500 knapar og hestar þeirra tóku þátt í hópreið allra hestamannafélaga á landinu en á eftir fánaberum riðu knapar í viðhafnarbúningi og fyrirsvarsmenn íslenskrar hestamennsku. Í fylkingarbrjósti voru einnig ráðherrar úr ríkisstjórninni, Geir H. Haarde...
Áfram


27-jún.-08

Skil á vorbókum 2008 í sauðfjárrækt

Mynd með fréttVerulegur hópur skýrsluhaldara í sauðfjárrækt skilar enn skýrslum sínum til úrvinnslu í handskrifuðum fjárbókum, þó að hópurinn sem vinnur sitt skýrsluhald sjálfur í hinum miðlæga gagnagrunni Fjarvis.is stækki með hverjum degi. Þar til viðbótar er umtalsverður hópur sem líkt og áður notar forritið Fjárvísi fyrir einkatölvur til að skila skýrsluhaldi fyrir bú sitt á rafrænan hátt.
Áfram


26-jún.-08

Mikilvægi hirðingarsýna og heyefnagreininga

Mynd með fréttNú er sláttur víða í hámari til sveita og mikilvægt fyrir bændur að huga að hirðingarsýnum. Heyefnagreiningar geta lagt grunninn að hagkvæmari búrekstri. Mikilvægasta hluta heyforðans á hverju búi er aflað í byrjun sláttar, - þ. e. þess rúmlega þriðjungs heyforðans sem skiptir sköpum um fóðrun...
Áfram


24-jún.-08

Fjármagnskostnaður að sliga búrekstur segir formaður BÍ

Mynd með fréttÍ nýju Bændablaði kennir ýmissa grasa að venju en Haraldur Benediktsson formaður BÍ ritar leiðara um erfiða rekstrarstöðu bænda og aðgerðir Bændasamtakanna í þeim efnum. Einnig víkur hann að stöðu WTO-viðræðna og landbúnaði á alþjóðavísu. Blaðið má nálgast í heild sinni á pdf-formi með því að smella hér en leiðarinn er birtur hér á eftir:
Áfram


19-jún.-08

Innflutningur á kjöti - janúar til apríl 2008

Mynd með fréttFyrstu fjóra mánuði ársins voru flutt inn rösklega 580 tonn af kjöti og unnum kjötvörum (2. og 16. kafli tollskrár). Af 158 tonnum af nautakjöti voru rúm 70 tonn af frystum nautalundum. Af frystum kjúklingabringum var búið að flytja inn 155 tonn og 35 tonn höfðu verið flutt inn...
Áfram


18-jún.-08

Framleiðsla og sala á kjöti í maí

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti í maí var 1.506 tonn eða 2,5% meiri en í sama mánuði í fyrra. Mest munaði um 4,6% aukningu á framleiðslu svínakjöts (23 tonn) en framleiðsla hrossakjöts var 15,3% meiri en í sama mánuði í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötframleiðsla aukist um 5,6%...
Áfram


16-jún.-08

Reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða

Mynd með fréttGefin hefur verið út reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða. Hún fjallar um alla flutninga á líflömbum og kiðum yfir varnarlínur, vegna endurnýjunar bústofns vegna niðurskurðar af völdum sjúkdóma, búháttabreytinga og/eða kynbóta á fjárstofni bús.
Áfram


11-jún.-08

Framtíðin vinnur með norskum bændum – ekki á móti

Mynd með fréttAðalfundur norsku bændasamtakanna, Norsk Bondelag, stendur nú yfir í Lillehammer. Alls eru um 300 manns á fundinum, frá búnaðarsamböndum og öðrum félögum auk fjölda gesta.
Áfram


11-jún.-08

Lækkun á verði greiðslumarks

Þann 1. júní sl. var gengið frá flutningi á tæplega 180 þúsund lítrum af greiðslumarki milli lögbýla. Meðalverð síðustu 500 þúsund lítra, en að baki þeim eru viðskipti frá 16. febrúar sl., er kr 336,67/lítra...
Áfram


10-jún.-08

Landssamband veiðifélaga 50 ára

Mynd með fréttAðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 13. – 14. júní nk. Fundurinn hefst kl. 13:15 föstudaginn 13. júní og honum lýkur um hádegi laugardaginn 14. júní. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sérstök hátíðardagskrá á föstudagskvöldið þar sem þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá stofnun Landssambands veiðifélaga,
Áfram


09-jún.-08

Rúlluplast hækkar um 25-30% á milli ára

Mynd með fréttBændablaðið hefur fylgst með verði á rúlluplasti síðustu vikur og mánuði. Söluaðilar drógu það lengi að gefa út verð og kenndu um miklum gengissveiflum og verðbreytingum erlendis. Eins og kunnugt er lækkaði úrvinnslugjald á rúlluplasti um síðustu áramót úr 25 kr....
Áfram


09-jún.-08

Fundir um þjóðlendumál og starfsemi búnaðarfélaga

Mynd með fréttBúnaðarsamband Vestfjarða og Búnaðarfélögin í Ísafjarðarsýslu og V-Barðastrandarsýslu boða til funda um hlutverk og starfsemi félaganna ásamt þjóðlendumálum á Hótel Ísafirði og í Félagsheimilinu Birkimel.
Áfram


06-jún.-08

Kjarasamningur á Netinu

Mynd með fréttGreint var frá því á dögunum að Bændasamtökin og Starfsgreinasambandið hefðu undirritað nýjan kjarasamning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Hann er nú aðgengilegur á Netinu á pdf-formi en notendur geta nálgast hann með því að...
Áfram


05-jún.-08

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttOrðsending til nýrra þátttakenda í gæðastýringu: Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember...
Áfram


04-jún.-08

Riða greinist í Hrútafirði

Mynd með fréttÍ síðustu viku var staðfest af Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum að riða hefði greinst í einu sýni frá kind sem drapst á bæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Á bænum eru um 300 vetrarfóðraðar kindur og óskaði bóndinn eftir að héraðsdýralæknir kæmi og rannsakaði kindina...
Áfram


29-maí-08

Framlög til kornræktar

Mynd með fréttÍ búnaðarlagasamningi Bændasamtaka Íslands og ríkisins er ákvæði um framlög til kornræktar. Framlag fæst greitt ef korn er ræktað til þroska á tveim hektörum hið minnsta. Framlag getur verið allt að 20.000 kr. á hvert bú sem ræktar...
Áfram


28-maí-08

Bændasamtökin og Starfsgreinasambandið undirrita nýjan kjarasamning

Mynd með fréttÍ dag náðist samkomulag um nýjan samning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Gildir hann frá 1. maí sl. til loka nóvember 2010. Ýmis nýmæli eru í þessum samningi...
Áfram


27-maí-08

Tilkynning vegna uppgjörs mjólkurskýrslna og nýs skýrsluhaldskerfis

Mynd með fréttÞessa dagana stendur yfir skráning á mjólkurskýrslum inn í nýja skýrsluhaldskerfið HUPPU. Markmiðið er að gera lokaprófanir á innskráningu og innsetningu grunngagna svo hægt sé að opna kerfið sem fyrst fyrir almennum notendum. Því má búast við....
Áfram


22-maí-08

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Mynd með fréttNýir þátttakendur í gæðastýringu: Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár.
Áfram


20-maí-08

Kynbótasýningar um allt land

Mynd með fréttSýningar kynbótahrossa eru hafnar af fullum krafti. Mikil skráning er á þær sýningar sem framundan eru enda hörð keppni um sæti á komandi landsmóti. Sýningar hafa nú þegar verið haldnar á Sauðárkróki, Reykjavík og í ...
Áfram


20-maí-08

Framleiðsla og sala á kjöti í apríl

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti í apríl nam 1.777 tonnum og var 33,4% meiri en í apríl 2007. Framleiðsla jókst á öllum kjöttegundum. Sala á kjöti var 14,4% meiri en í sama mánuði í fyrra og nam 2.237 tonnum. Mest jókst sala á nautakjöti, um 40%, sem lætur nærri að svara til framleiðsluaukningar í mánuðinum. Næst mest jókst sala á svínakjöti...
Áfram


20-maí-08

Morgunverðarfundur á degi líffræðilegrar fjölbreytni

Mynd með fréttDagur líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí, er í ár tileinkaður landbúnaði. Umhverfisráðuneytið og Landgræðslan bjóða af því tilefni til morgunverðarfundar á Grand Hóteli á fimmtudegi kl. 08:00-10:00 þar sem fjallað verður um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi.
Áfram


16-maí-08

Veflæg forrit ekki aðgengileg vegna rafmagnsviðgerða

Mynd með fréttÁ laugardaginn 17. maí frá kl. 20:00 til sunnudagsmorguns verður ekki hægt að nota veflægu forritin bufe.is, fjarvis.is, worlfengur.is og huppa.is sem vistuð eru hjá Skýrr. Ástæðan er rafmagnsviðgerðir þar á bæ.
Áfram


13-maí-08

Vinstri grænir funda um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar

Mynd með fréttÞingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stendur fyrir upplýsingafundum um land allt um matvælaöryggi og framtíð íslensks landbúnaðar dagana 13.-14. maí. Þingflokkurinn fundaði með stjórnendum og starfsfólki Bændasamtakanna í morgun þar sem frumvarp landbúnaðarráðherra um breytta matvælalöggjöf var aðalumræðuefnið.
Áfram


09-maí-08

Greinargerð sem útskýrir afstöðu BÍ

Mynd með fréttBændasamtökin sendu í vikunni frá sér svar til nefndasviðs Alþingis vegna beiðnar um umsögn vegna frumvarps um breytingar á matvælalögum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum telja Bændasamtökin að ekki sé unnt að gefa umsögn um frumvarp innan tilskilins frests, þar sem margt varðandi frumvarpið, aðdraganda þess og framkvæmd er óljóst og umsagnarfrestur afar skammur.
Áfram


05-maí-08

Málsvörn svínaræktenda af aðalfundi

Mynd með fréttSvínaræktarfélag Íslands hefur sent frá sér ályktun í kjölfar aðalfundar þann 26. apríl sl., m.a. vegna neikvæðrar og illa upplýstrar umræðu um matvælaverð á Íslandi og þátt íslensks landbúnaðar, þar á meðal svínaræktarinnar í því.
Áfram


05-maí-08

Opinn landbúnaður - vorheimsóknir í sveitina

Mynd með fréttVorheimsóknir skólabarna í sveitina eru hafnar enda sauðburður víða kominn af stað. Árlega hafa bændur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar tekið á móti hópum á vorin og frætt þá um sveitastörfin. Bændur taka á móti pöntunum en á einhverjum bæjum er nánast upppantað fyrir vorið.
Áfram


02-maí-08

Nýr og betri vefur fyrir aðdáendur lambakjöts

Mynd með fréttNú hefur vefurinn www.lambakjot.is gengið í endurnýjun lífdaga. Er um að ræða nýja hönnun þar sem frískað hefur verið upp á útlitið auk þess sem efnið hans hefur verið aukið til muna. Var vefurinn fyrst settur upp árið 2002 og hefur hann verið að mestu óbreyttur síðan.
Áfram


29-apr.-08

Bændasamtökin vilja fresta afgreiðslu frumvarps um matvælalög

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt vanta í frumvarp landbúnaðarráðherra um endurskoðun á undanþáguákvæðum Íslendinga vegna upptöku hluta af evrópsku matvælalöggjöfinni. BÍ geti ekki tekið afstöðu til frumvarpsins á grundvelli þeirra takmörkuðu upplýsinga sem liggi fyrir um ýmsa þætti þess.
Áfram


28-apr.-08

Forseti Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda biðlar til bænda og ríkisstjórna

Mynd með fréttJack Wilkinson, forseti Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda (IFAP), skrifar grein í nýjasta tölublað Bændablaðsins þar sem að fram kemur að staðan á matvælabirgðum heimsins hafi ekki verið verri síðan 1974.
Áfram


25-apr.-08

Þróunarfé sauðfjárræktar

Mynd með fréttBændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki af þróunarfé sauðfjárræktar. Árlega á gildistíma samningsins skal veita 30 milljónum króna til að styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni t.d. vegna gæðastýringar og lífrænnar framleiðslu.
Áfram


21-apr.-08

Vinsælasta nautið

Mynd með fréttSveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, Hvanneyri, hefur tekið saman tölur yfir útsent sæði á árunum 2001 til 2007 til þess að svara spurningunni um hvert sé vinsælasta nautið.
Áfram


21-apr.-08

Nýir stjórnarmenn hjá BSSL

Mynd með fréttAðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn fyrir helgi í Aratungu. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir, þau Guðbjörg Jónsdóttir á Læk og Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi. Þorfinnur Þórarinsson formaður BSSL gaf ekki kost...
Áfram


21-apr.-08

Verð á greiðslumarki mjólkur lítið breytt frá fyrra mánuði

Mynd með fréttÞann 1. maí n.k. tekur gildi aðilaskipti að ríflega 300 þúsund lítrum af greiðslumarki. Meðalverð miðað við síðustu 525 þúsund lítra er 340,44 kr, lítið breytt frá fyrra mánuði...
Áfram


18-apr.-08

Framleiðsla og sala á kjöti í mars

Mynd með fréttHeildarframleiðsla á kjöti í mars var 1.438 tonn og var 5,2% minni en í sama mánuði í fyrra. Heildarkjötframleiðsla síðustu 12 mánuði var 26.989 tonn sem er 4,6% meira en næstu 12 mánuði á undan. Sala á kjöti nam 1.757 tonnum í mánuðinum sem er 9% minna en í sama mánuði í fyrra. Sala á nautkjöti jókst um 6,8% en sala á öðrum kjöttegundum dróst...
Áfram


14-apr.-08

Fjármálaráðgjöf - skoðanakönnun á bondi.is

Mynd með fréttNotendum bondi.is býðst nú að taka þátt í skoðanakönnun á vefnum. Í fyrstu skoðanakönnuninni er spurt hvort þörf sé á aukinni fjármálaráðgjöf til bænda. Hægt er að opna könnunina með því að...
Áfram


11-apr.-08

Sauðfjárbændur vilja að lágmarki 98 króna hækkun á kg

Mynd með fréttAðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefur afgreitt tillögu um útgáfu viðmiðunarverðs á dilkakjöti fyrir árið 2008. Aðalfundurinn fól stjórn samtakanna að gefa sem fyrst út viðmiðunarverð, eins og henni er heimilt skv. lögum.
Áfram


10-apr.-08

Sauðfjárbændur þinga í Bændahöll

Mynd með fréttAðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var settur um hádegisbil í dag og mun hann standa fram að helgi. Jóhannes Sigfússon formaður samtakanna sagði í setningarræðu að nú væru meiri umbrotatímar í íslensku efnahagslífi en verið hefðu um langt árabil og hækkanir á innfluttum rekstrarvörum til landbúnaðar stórfelldari en menn hefðu áður séð.
Áfram


10-apr.-08

Kúabændur vilja samvinnu við Matvælastofnun um eftirlitskerfi landbúnaðarins

Mynd með fréttLandssamband kúabænda hélt ársfund sinn um síðustu helgi en samþykktar voru 11 tillögur og ályktanir um hin ýmsu málefni. Í einni ályktun frá aðalfundinum kemur fram að kúabændur vilja fela stjórn að leita samstarfs við Matvælastofnun um útfærslu eftirlitskerfis landbúnaðarins.
Áfram


09-apr.-08

Hvaðan kemur maturinn og hvað er í honum?

Mynd með fréttMatur, öryggi og heilsa, er yfirskrift sameiginlegrar ráðstefnu á vegum Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fer á Hótel Hilton Nordica þann 16. apríl n.k. Á ráðstefnunni, sem mun standa frá 12:30 til 16:30, verður m.a. leitast við að svara...
Áfram


04-apr.-08

Kjarnfóðurtollur felldur niður frá ríkjum ESB

Mynd með fréttEinar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá því á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag að kjarnfóðurtollar verði felldir niður á öllum fóðurblöndum frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins frá og með 1. maí nk. en áfram verði innheimt óbreytt gjald af fóðurblöndum frá öðrum löndum.
Áfram


03-apr.-08

Kúasæðingar 2007

Mynd með fréttNú er búið að gera upp sæðingastarfsemina fyrir árið 2007. Fjöldi 1. sæðinga var 24.583 og fjölgar um 300 milli ára. Rétt um 75% kúa og kvígna koma til sæðinga þannig að enn er verulegur möguleiki á að fjölga í virka erfðahópnum og styrkja þannig grunninn að kynbótastarfinu.
Áfram


02-apr.-08

Einkunnir sæðingastöðvahrúta fyrir fallþunga sláturlamba og afurðasemi dætra

Mynd með fréttBúið er að reikna einkunnir sæðingastöðvarhrúta úr uppgjöri fjárræktarfélaganna haustið 2007 og er hægt að nálgast tengla á niðurstöðurnar hér neðst á síðunni. Um er að ræða annars vegar einkunn fyrir vænleika lamba undan hrútunum og hins vegar eru reiknaðar tvær einkunnir fyrir afurðarsemi dætra hrútanna.
Áfram


02-apr.-08

Hrossaræktarfundur í Þingborg

Mynd með fréttOpinn fundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Þingborg fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20:30. Frummælendur á fundinum verða þeir Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ.
Áfram


01-apr.-08

Verðhækkun á fóðri

Mynd með fréttÞann 3. apríl 2008 mun allt fóður hjá Fóðurblöndunni hækka um 12-21% vegna mikilla hækkana á innfluttum hráefnum til fóðurgerðar og vegna gengissigs. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að frá 25. október 2007 hafi gengi evru hækkað um 37,5% og kostnaðarverð á hráefnum til fóðurgerðar hækkað um 10 – 15% í erlendri mynt á sama tíma.
Áfram


01-apr.-08

Enginn vill gefa upp verð á rúlluplasti

Mynd með fréttEftir snarpa verðhækkun á áburði og öðrum aðföngum velta bændur því nú fyrir sér hvað rúlluplastið muni kosta í vor. Plastnotkun á meðalstóru búi er allnokkur og ekki fráleitt að ætla að útgjöld til plastkaupa séu á bilinu 200-500 þúsund án vsk. hjá bændum. Rúlluplast er m.a. unnið úr olíu og verðhækkanir á henni gefa fyrirheit um hærra verð á plasti.
Áfram


28-mar.-08

Samkeppniseftirlitið athugar hagsmunagæslu Bændasamtakanna

Mynd með fréttEftir að Búnaðarþingi lauk barst Bændasamtökum Íslands bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað var eftir gögnum frá samtökunum, þar á meðal afriti af öllum fundargerðum og þingskjölum Búnaðarþings 2008, afriti af öllum fundargerðum, samþykktum, ályktunum, sáttum, minnisblöðum og tölvupóstum sem hafa verið rituð eftir 1. september á síðasta ári.
Áfram


28-mar.-08

Verðbólga mælist 8,7% en innlendar landbúnaðarvörur lækka á milli mánaða

Mynd með fréttÍ nýrri vísitölu neysluverðs fyrir marsmánuð kemur fram hækkun um 1,47% sem þýðir að sl. 12 mánuði mælist verðbólga 8,7% í landinu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 6,4% á sama tíma. Verðbólga hér á landi hefur ekki verið jafn mikil frá því í mars 2002 þegar hún mældist einnig 8,7%.
Áfram


27-mar.-08

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 14 krónur á lítra

Mynd með fréttVerðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. apríl n.k. um 14,6%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um rúmar 14 kr. á lítra mjólkur. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um kr. 2,20 á hvern lítra.
Áfram


26-mar.-08

Verð á greiðslumarki í mjólk hækkaði um 4,3% á milli mánaða

Mynd með fréttVerð á greiðslumarki í mjólk í viðskiptum með síðustu 507 þúsund lítra var 341,07 kr/lítra, miðað við viðskipti sem taka gildi 1. apríl nk. Þar með hefur verðið hækkað um 18% frá meðalverði í upphafi yfirstandandi verðlagsárs sem hófst 1. sept. sl.
Áfram


26-mar.-08

Málþing um stöðu stórlax á Íslandi

Mynd með fréttÁrsfundur Veiðimálastofnunar 2008 og málþing um stöðu stórlax á Íslandi verður haldið af Veiðimálastofnun og Landssambandi stangveiðifélaga fimmtudaginn 27. mars í bíósal Hótels Loftleiða. Ársfundurinn verður settur kl. 16:00 en þingið hefst kl. 17:05.
Áfram


25-mar.-08

Beingreiðslur í garðyrkju árið 2008

Mynd með fréttFramkvæmdanefnd búvörusamninga hefur gert áætlun um beingreiðslur í garðyrkju á árinu 2008 á grundvelli áætlana framleiðenda um framleiðslu. Til ráðstöfunar eru 217 m. kr. sem skiptast milli afurða sbr. eftirfarandi:
Áfram


18-mar.-08

Skattframtal – arðgreiðslur úr veiðifélagi

Mynd með fréttBorist hafa nokkrar ábendingar um að arðgreiðslur úr veiðifélagi séu rangt forskráðar á framtöl manna...
Áfram


18-mar.-08

Sauðfjárbændur funda

Mynd með fréttAðalfundir hjá félögum sauðfjárbænda standa yfir þessa dagana um allt land. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu heldur sinn aðalfund að kvöldi þriðudagsins 18. mars og miðvikudaginn 19. mars funda sauðfjárbændur í Strandasýslu.
Áfram


14-mar.-08

Framleiðsla og sala kjöts í febrúar

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti var 8% meiri í febrúar 2008 en í sama mánuði árið áður. Mest var framleitt af alifuglakjöti 635 tonn. Af svínakjöti voru framleidd 492 tonn og nautgripakjöti 312 tonn. Framleiðsla kjöts síðustu 12 mánuði var 5,7% meiri en næstu 12 mánuði á undan.
Áfram


14-mar.-08

Greiðsla á gæðastýringarálagi til sauðfjárbænda

Mynd með fréttFyrirframgreiðsla gæðastýringarálags samkvæmt reglugerð nr. 10/2008 var greidd til bænda í dag. Greitt var sem svarar 35% af þeirri fjárhæð sem var heildarálagsgreiðsla framleiðenda á síðasta ári.
Áfram


14-mar.-08

Hrossaræktin 2007

Mynd með fréttUpplýsingar um hrossaræktina 2007 eru aðgengilegar á pdf-skjölum hér á vefnum. Greinar eftir Guðlaug V. Antonsson landsráðunaut í hrossarækt fjalla um skýrsluhaldið, Um er að ræða mikið töfluverk en einnig fylgja með mikið af ljósmyndum sem teknar eru af Eiríki Jónssyni. kynbótamat og kynbótasýningar ársins 2007.
Áfram


13-mar.-08

Niðurstöður afkvæmadóma nauta og nýtt kynbótamat

Mynd með fréttGengið hefur verið frá endanlegum afkvæmadómi nautaárgangs 2001 og fyrstu niðurstöður fyrir nautaárgang 2002 eru einnig komnar fram.
Áfram


13-mar.-08

Hægt að sjá efnagreiningarvottorð áburðar á Netinu

Mynd með fréttÁ vef Áburðarverksmiðjunnar er skýrt frá því að fyrstu áburðarskipin séu að leggjast að landinu eitt af öðru. Með hverjum farmi fylgir efnagreiningarvottorð um innihald næringarefna í hverri tegund fyrir sig og hafa forsvarsmenn Áburðarverksmiðjunnar ákveðið að birta þær niðurstöður á heimasíðu sinni.
Áfram


13-mar.-08

Hefur þú kynnt þér reglur Orlofssjóðs Bændasamtakanna?

Mynd með fréttOrlofssjóður BÍ styrkir bændur til orlofs innan lands sem utan. Umsóknum skal skila til sjóðsstjórnar fyrir 15. mars ár hvert á skrifstofu Bændasamtaka Íslands svo umsækjendur þurf að hafa snör handtök. Tilkynning um úthlutun berst umsækjendum fyrir lok apríl ár hvert.
Áfram


11-mar.-08

Búnaðarþingi og fleiri málum gerð góð skil

Mynd með fréttNú er fimmta tölublað Bændablaðsins komið út en þar má lesa ítarlegar umfjallanir um nýafstaðið Búnaðarþing og þau málefni sem þar voru í brennidepli. Umræður á þinginu snerust að verulegu leyti um þær hækkanir sem orðið hafa á aðföngum til landbúnaðarins að undanförnu og viðbrögð við þeim...
Áfram


07-mar.-08

Fréttatilkynning frá Búnaðarþingi 2008

Mynd með fréttBúnaðarþing 2008 samþykkti eftirfarandi tilkynningu við lok þingstarfa í gær og henni hefur nú verið dreift til fjölmiðla: "Á nýafstöðnu búnaðarþingi var mikil umræða um mataröryggi, stöðu og horfur í íslenskum landbúnaði. Bændasamtök Íslands eru þakklát fyrir þann stuðning sem bændur hafa fengið meðal þjóðarinnar...
Áfram


07-mar.-08

Opnir hrossaræktarfundir 10. mars - 3. apríl

Mynd með fréttOpnir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á næstunni, á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn 10. mars, Ljósvetningabúð, Þingeyjarsýslu, kl. 20:30, þriðjudaginn 11. mars, Reiðhöllinni, Sauðárkróki, kl. 20:30, miðvikudaginn 12. mars, Sjálfstæðissalnum, Blönduósi, kl. 20:30.
Áfram


06-mar.-08

Kjaramálaályktun við lok Búnaðarþings 2008

Mynd með fréttEftirfarandi kjaramálaályktun var samþykkt við lok Búnaðarþings 2008 sem lauk fyrir stundu: Eins og Bændasamtök Íslands hafa bent á síðustu mánuði hefur rekstrarkostnaður í landbúnaði hækkað verulega um heim allan. Hliðstæð þróun blasir við hér og rekstrarútgjöld íslenskra bænda hafa á síðustu vikum og mánuðum hækkað meira en áður hefur þekkst.
Áfram


06-mar.-08

Lokadagur Búnaðarþings - dagskrá

Mynd með fréttFundur hófst á Búnaðarþingi kl. 11 í dag og er viðbúið að hann standi fram eftir degi. Áætluð þinglok eru á milli 16 og 17 í dag. Dagskrá er svo hljóðandi:
Áfram


05-mar.-08

Dagskrá Búnaðarþings - mið. 5. mars

Mynd með fréttGóður gangur er í störfum Búnaðarþings. Dagurinn í dag hófst með nefndarstörfum í morgunsárið en kl. 13:00 byrjaði þingfundur. Gunnar Guðmundsson sviðsstjóri ráðgjafarsviðs BÍ kynnti byggingarframkvæmdir við nýja nautastöð og í kjölfarið var fjallað um nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt.
Áfram


04-mar.-08

Mál til fyrri umræðu á Búnaðarþingi

Mynd með fréttNefndarstörf hófust í morgun á Búnaðarþingi en eftir hádegi byrjaði þingfundur. Athygli er vakin á því að málaskrá er aðgengileg hér á vefnum en um leið og afgreiðsla mála liggur fyrir verða upplýsingar uppfærðar. Dagskrá dagsins er svo hljóðandi:
Áfram


03-mar.-08

Eldhúsdagur og nefndarstörf á Búnaðarþingi

Mynd með fréttFundur á Búnaðarþingi hófst í morgun með hefðbundnum hætti með skýrslu formanns og framkvæmdastjóra vegna síðasta árs. Þá var kosið í starfsnefndir, mál lögð fram og þeim vísað til nefnda. Almennar umræður þingfulltrúa voru styttri að þessu sinni en fyrri ár því ákveðið var að hefja nefndarstörf kl. 14:30. Ekki var að sjá að það kæmi að sök því mælendaskrá var tæmd áður en fundartími var fullnýttur.
Áfram


02-mar.-08

Mataröryggi þjóðar og breytt heimsmynd

Mynd með fréttBúnaðarþing var sett í dag við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótels Sögu. Setningarathöfnin fór fram undir yfirskriftinni "Að lifa af landsins gæðum" og hófst með ræðum þeirra Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtaka Íslands og Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Áfram


02-mar.-08

„Að lifa af landsins gæðum“ - Búnaðarþing 2008

Mynd með fréttBúnaðarþing verður sett með hátíðlegri athöfn í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 2. mars kl. 13:30. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur ávarp en yfirskrift setningarathafnarinnar verður „Að lifa af landsins gæðum“. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu og Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpar samkomuna auk þess að veita árleg landbúnaðarverðlaun.
Áfram


02-mar.-08

Nýr og endurbættur bondi.is

Vefur Bændasamtakanna hefur fengið andlitslyftingu en í dag sunnudaginn 2. mars 2008 er nýi vefurinn opnaður. Með vefnum vonast Bændasamtökin til þess...
Áfram


22-feb.-08

Hæstiréttur telur jarðefni úr jarðgöngum verðlaus og ekki háð eignarrétti landeigenda

Mynd með fréttLandeigendur á Austurlandi töpuðu málaferlum við ríkið fyrir Hæstarétti í gær vegna eignarnámsbóta sem þeir kröfðust vegna framkvæmda við jarðgangagerð milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Deilan stóð m.a. um vegarstæði og stærð eignarnámslands en ekki síst um rétt landeigenda til að fá bætur vegna efnistöku úr göngunum og þar með um eignarrétt jarðefnanna.
Áfram


22-feb.-08

Kjötframleiðslan jókst í síðasta mánuði

Mynd með fréttFramleiðsla á kjöti í janúar var 7,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla jókst á alifuglakjöti um 10,7%, nautgripakjöti um 16,1% og hrossakjöti um 61,2%. Síðastliðna 12 mánuði hefur kjötframleiðslan aukist um 6,3%.
Áfram


21-feb.-08

Landbúnaðarráðherra tilbúinn til að kanna hagkvæmni þess að hefja áburðarframleiðslu

Mynd með fréttLandbúnaðarráðherra tilbúinn til að kanna hagkvæmni þess að hefja áburðarframleiðslu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist fyrir sitt leyti vera tilbúinn til að taka þátt í könnun á hagkvæmni þess að hefja köfnunarefnisvinnslu og áburðarframleiðslu hér á landi.
Áfram


21-feb.-08

Fundað um verðlagsmál

Mynd með fréttVerðlagsnefnd búvara fundaði í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna síhækkandi aðfangaverðs hjá bændum. Í nefndinni sitja fulltrúar landbúnaðarráðherra, Alþýðusambandsins (ASÍ), Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Bændasamtakanna og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Áfram


11-feb.-08

97% bænda lesa Bændablaðið

Á síðastliðnu hausti var framkvæmd viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði meðal íslenskra bænda. Meðal þess sem spurt var um í könnuninni var hvort bændur læsu Bændablaðið. Fram kom að 86% lesa blaðið alltaf þegar það kemur út og 11% lesa það oft eða stundum. Einungis 3% lesa það sjaldan eða aldrei.
Áfram


31-jan.-08

Ekkert lát á hækkunum á áburðarverði á heimsmarkaði

Áburðarverð á heimsmarkaði og til bænda hefur hækkað ört á síðustu vikum. Mikil aukning á eftirspurn, ört hækkandi kornverð og framleiðsla á lífeldsneyti knýr þessa þróun áfram. Á heimasíðu Yara er að finna verðþróun á helstu áburðarefnum. Verð er uppfært vikulega á ammóníum, þvagefni og kalkammóníumnítrati og iðulega er miðað við dollara fyrir hvert tonn. Meðfylgjandi línurit sýnir vikulegar verðbreytingar frá 5. janúar 2006 til 24. janúar 2008.
Áfram


30-jan.-08

Metframleiðsla á mjólk og mest selt af alifuglakjöti árið 2007

Mynd með fréttBráðabirgðatölur um framleiðslu og sölu búvara fyrir árið 2007 liggja nú fyrir. Framleiðsla mjólkur varð 124.849.835 lítrar sem er það mesta sem skráð hefur verið á einu ári hingað til. Sala miðað við próteininnihald nam 114.881.128 lítrum (1,48% aukning frá árinu 2007) og á fitugrunni 108.696.042 (4,65% aukning frá fyrra ári). Þegar litið er á breytingar í einstökum vöruflokkum milli ára þá dróst sala á drykkjarmjólk saman um 0,55% (í lítrum) og skyri um 11,69% (í kg). Sala á viðbiti jókst hins vegar um 6,73 (í kg) og ostum um 5,66% (í kg).
Áfram


29-jan.-08

YARA ríður á vaðið með 36-80% hækkun á áburði

Sláturfélag Suðurlands, sem flytur inn áburð undir merkjum Yara, birti nú seinni partinn verð á áburði. Með því að bera saman verð á milli júní 2007 og dagsins í dag sést að áburðarverð hefur hækkað á bilinu 36-80%. Minnsta hækkunin, 36%, er á N27 í stórsekkjum en tonnið af honum kostaði 31.517 í júní í fyrra en listaverð er nú 42.778. Áburður NPK 24-4-7 hækkar um 73% í stórsekkjum, 24-6 hækkar um 43%, NP 26-6 hækkar um 78%, NPK 21-4-10 hækkar um 66% og NPK 17-5-13 hækkar um 74%.
Áfram


27-jan.-08

Verðbreytingar á áburði í Danmörku

Samkvæmt upplýsingum frá tölfræðideild dönsku bændasamtakanna hefur áburðarverð hækkað nokkuð síðastliðna 12 mánuði. Verðbreytingar á helstu áburðarefnum og algengum áburðarblöndum nema á bilinu 2-33%. Þetta eru ekki jafn miklar hækkanir og íslenskir áburðarsalar hafa gefið í skyn hér á landi en eins og kunnugt er hafa þeir ekki enn birt verð á áburði til bænda í ár. Einkum er um kennt slæmri stöðu á heimsmarkaði en mikil eftirspurn og skortur á ýmsum áburðarefnum hefur haft áhrif til verðhækkunar.
Áfram


17-jan.-08

Verðmæti áburðarefna og hækkandi áburðarverð

Síðustu vikur og mánuði hafa borist fréttir af hækkandi áburðarverði og eru orsakirnar margvíslegar en aðallega aukin matvælaframleiðsla sem birtist í aukinni eftirspurn eftir korn- og sáðvöru ýmisskonar. Ein af orsökunum er til dæmis sú ákvörðun Evrópusambandsins að hætta að styrkja bændur þar til að hafa land í tröð eða órækt.
Áfram


17-jan.-08

Blaðamannsstarf í boði hjá BÍ

Útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtaka Íslands óskar eftir að ráða blaðamann í fullt starf til afleysinga í eitt ár með möguleika á framhaldsráðningu. Í boði eru fjölbreytt verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi.
Áfram
Leturstærðir


Leit og innskráning

  • English
  • Vefpóstur bondi@bondi.is
Leitarvél

Bændatorg

BændatorgGleymt lykilorð?
Nýr notandi
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi