Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er að finna á slóðinni: www.rml.is

Nöfn starfsmanna RML - símanúmer og netföng

Markmið Leiðbeiningaþjónustu bænda - pdf

Leiðbeiningaþjónusta bænda í eitt félag
Aukabúnaðarþing 2012, sem haldið var mánudaginn 29. október, samþykkti að stofna skuli sérstakt félag um leiðbeiningaþjónustu bænda. Mikil samstaða var um sameiningu leiðbeiningaþjónustu á landsvísu en alls var 41 búnaðarþingsfulltrúi því samþykkur. Engin mótatkvæði voru greidd. Nýtt fyrirtæki tók til starfa um áramót 2012/3013.

Stöður fagstjóra, starfsmanna- og fjármálastjóra og verkefnisstjóra þróunar og samskipta voru auglýstar 27. nóvember og staða framkvæmdastjóra 28. nóvember. Tilkynnt var um ráðningar stjórnenda 21. desember. Karvel L. Karvelsson er framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, RML.

Forsaga málsins
Á síðasta búnaðarþingi var samþykkt ályktun þar sem sagði að stefnt skyldi að því að sameina ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu. Sú ályktun var niðurstaða vinnu milliþinganefndar sem skipuð var á búnaðarþingi 2011 en sú nefnd fékk meðal annars danska ráðgjafan Ole Kristensen til að gera úttekt og vinna tillögu að nýju skipulagi slíks félags. Í framhaldi af því var skipaður starfshópur og ráðinn verkefnisstjóri, Ágúst Þorbjörnsson hjá Framsækni ehf., til að útfæra tillögurnar enn frekar. Þær tillögur voru lagðar til grundvallar starfi aukabúnaðarþings.

Niðurstaða þingsins var sú að samþykkja eftirfarandi ályktun:
Búnaðarþing – aukaþing 2012, samþykkir að stofna félag um leiðbeiningaþjónustu bænda. Félagið verði í eigu Bændasamtaka Íslands, en með sjálfstæðri stjórn og fjárhag. Stjórn félagsins skulu skipa framkvæmdastjóri BÍ auk fjögurra fulltrúa sem þingið velur. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Umboð stjórnar gildir til búnaðarþings 2013. Þingið felur stjórninni að ljúka nauðsynlegri undirbúningsvinnu og samningagerð til að starfsemi félagsins geti hafist í byrjun næsta árs. Búnaðarþing heimilar stjórn BÍ framsal fjármuna af búnaðargjaldi samtakanna og aðra fjármuni til stofnunar og rekstrar.

Búnaðarþing – aukaþing 2012, felur stjórn og starfsmönnum hins nýja félags að leggja áherslur í starfi og uppbyggingu þess. Í þeirri vinnu verði m.a. tekið mið af þeim greiningum og tillögum sem fram hafa komið á fyrri stigum.


Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins

Formaður stjórnar:

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, netfang: sigey@bondi.is

Aðalmenn í stjórn:
Guðríður Helgadóttir
Forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskólans

Hallfríður Ósk Ólafsdóttir
Bóndi í Víðidalstungu í V-Húnavatnssýslu og gæðastjóri Sláturhúss KVH á Hvammstanga. 

Sigríður Jóhannesdóttir
Bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og rekstrarstjóri á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn

Einar Freyr Elínarson 
Bóndi á Loðmundarstöðum í Mýrdal og formaður Samtaka ungra bænda

Varamenn í stjórn:

1. varamaður: Guðný Helga Björnsdóttir, varaformaður BÍ

2. varamaður: Einar Ófeigur Björnsson, stjórnarmaður í BÍ

Fréttaumfjöllun
21. feb. 2013 - Öflugri leiðbeiningaþjónusta gerir ráðunautastarfið skemmtilegra - Bændablaðið
7. feb. 2013 - Fagstjórar nýrrar Ráðgjafarmiðstöðvar - Bændablaðið
10. jan. 2013 - Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekin til starfa - Bændablaðið
21. des. 2012 - Nýráðningar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins ehf. - bondi.is
13. des. 2012 - Frestur til að sækja um stjórnunarstörf útrunninn og starfsviðtöl standa yfir - Bændablaðið
29. nóv. 2012 - Ráðunautaþjónusta bænda sameinuð á landsvísu - Bændablaðið
28. nóv. 2012 - Ný leiðbeiningaþjónusta bænda auglýsir eftir stjórnendum - bondi.is
30. okt. 2012 - Leiðbeiningaþjónusta bænda í eitt félag - bondi.is
29. okt. 2012 - Samþykkt að sameina leiðbeiningaþjónustu bænda í eitt félag - bbl.is
27. okt. 2012 - Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu - bondi.is
28. sept. 2012 - Nýr búnaðarlagasamningur og búvörusamningar framlengdir - bondi.is
17. apr. 2012 - Endurskoðun ráðgjafar í landbúnaði - bondi.is
8. mars 2012 - Ráðunautafundur: Leiðbeiningaþjónusta og eftirlit í landbúnaði til umræðu - bondi.is
2. okt. 2009 - Framlög til ráðgjafarþjónustu bænda dragast mikið saman - bondi.is
Leturstærðir


Leit og innskráning

  • English
  • Vefpóstur bondi@bondi.is
Leitarvél

Bændatorg

BændatorgGleymt lykilorð?
Nýr notandi
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi