Starfsmenntasjóður SBÍ

Starfsmenntasjóður SBÍ

Markmið starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri.


Bændur eru hvattir til þess að kynna sér reglur sjóðsins – skipulag hans, fyrirkomulag styrkveitinga og hvernig háttað er rétti til framlaga vegna starfs- og endurmenntunar. Umsóknareyðublöð til rafrænnar útfyllingar umsókna eru tilbúin hér að neðan Fyrir þá sem ekki hafa netaðgengi verða umsóknareyðublöð vegna styrkumsókna ennfremur aðgengileg á skrifstofum búnaðarsambandanna.


Ásdís Kristinsdóttir starfsmaður á skrifstofu BÍ mun annast daglega umsjón með sjóðnum, taka við umsóknum, afgreiða, - svo og að veita upplýsingar um sjóðinn. Síminn hjá Ásdísi er 563 0300 / 563 0337. Einnig er unnt að hafa samband við hana gegnum tölvupóst starfsmennt@bondi.is Við mælum með því að umsækjendur sendi inn rafrænar umsóknir en einnig er aðgengilegt umsóknareyðublað sem hægt er að prenta út og senda með hefðbundnum pósti.

Rafræn umsókn

Umsóknareyðublað - doc

Reglur Starfsmenntasjóðs bændaLeturstærðir


Leit og innskráning

  • English
  • Vefpóstur bondi@bondi.is
Leitarvél

Bændatorg

BændatorgGleymt lykilorð?
Nýr notandi
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi